Tveir voru handteknir vegna málsins en aðeins farið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra.
Maðurinn sem var stunginn er um tvítugt og særðist lífshættulega í árásinni. Tengsl eru á milli hans og hinna tveggja sem voru handteknir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Báðir hinna handteknu eru einnig í kringum tvítugt.