Hawks og Pelicans seinustu liðin inn í úrslitakeppnina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 09:31 Trae Young fór fyrir liði sínu er Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Todd Kirkland/Getty Images Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans urðu í nótt seinustu tvö liðin til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Atlanta Hawks heimsótti Cleveland Cavaliers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í nótt. Heimamenn í Cleveland reyndust sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 61-51. Gestirnir mættu þó hungraðir til leiks í síðari hálfleik og unnu fljótt upp forskot Cleveland-liðsins. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan jöfn 84-84 og gestirnir í miklum gír. Þeir reyndust svo sterkari í lokaleikhlutanum og unnu að lokum góðan sex stiga sigur, 107-101. Gestirnir geta helst þakkað góðu framlagi Trae Young fyrir sigurinn. Hann skoraði 38 stig í nótt, og þar af setti hann niður 32 í síðari hálfleik. Ásamt því tók hann þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar. Atlanta Hawks er því komið í úrslitakeppnina þar sem liðið mætir Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young ERUPTED for 32 PTS in the 2nd half to lead the @ATLHawks to the win to advance to the #NBAPlayoffs as the #8 seed!Trae Young: 38 PTS, 9 AST, 4 3PMBogey: 19 PTS, 5 REB, 3 STL#8 ATL vs #1 MIA Sunday, 1:00pm/et on TNT pic.twitter.com/5aryhF4PRs— NBA (@NBA) April 16, 2022 Í úrslitaleik Vesturdeildarinnar um sæti í úrslitakeppninni mættust Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans. Gestirnir frá New Orleans höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Los Angeles Clippers voru þó ekki tilbúnir að gefast upp alveg strax og settu á svið sýningu í þriðja leikhluta. Liðið setti niður 38 stig gegn aðeins 18 stigum gestanna og heimamenn voru því allt í einu komnir með tíu stiga forskot þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir létu þennan slæma kafla ekki slá sig út af laginu. Þeir snéru taflinu við á nýjan leik og unnu að lokum nauman fjögurra stiga sigur, 105-101. Brandon Ingram dró vagninn fyrir Pelicans-liðið og skoraði 30 stig. Hann tók einnig sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Los Angeles Clippers voru það þeir Marcus Morris Sr. og Reggie Jackson sem voru atkvæðamestir með 27 stig hvor. New Orelans Pelicans er því á leið í úrslitakeppnina, en liðið á ærið verkefni fyrir höndum þar sem besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, verður andsætðingur þeirra. Brandon Ingram poured in 30 points to lift the @PelicansNBA to the win and advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Brandon Ingram: 30 PTS, 6 REB, 6 ASTLarry Nance Jr: 14 PTS, 16 REB, 4 ASTTrey Murphy: 14 PTS, 4 3PM#8 NOP vs #1 PHXSun. April 17th 9pm/et on TNT pic.twitter.com/7H6KZBwgIw— NBA (@NBA) April 16, 2022 NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Atlanta Hawks heimsótti Cleveland Cavaliers í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í nótt. Heimamenn í Cleveland reyndust sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja, staðan 61-51. Gestirnir mættu þó hungraðir til leiks í síðari hálfleik og unnu fljótt upp forskot Cleveland-liðsins. Þegar þriðja leikhluta lauk var staðan jöfn 84-84 og gestirnir í miklum gír. Þeir reyndust svo sterkari í lokaleikhlutanum og unnu að lokum góðan sex stiga sigur, 107-101. Gestirnir geta helst þakkað góðu framlagi Trae Young fyrir sigurinn. Hann skoraði 38 stig í nótt, og þar af setti hann niður 32 í síðari hálfleik. Ásamt því tók hann þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar. Atlanta Hawks er því komið í úrslitakeppnina þar sem liðið mætir Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young ERUPTED for 32 PTS in the 2nd half to lead the @ATLHawks to the win to advance to the #NBAPlayoffs as the #8 seed!Trae Young: 38 PTS, 9 AST, 4 3PMBogey: 19 PTS, 5 REB, 3 STL#8 ATL vs #1 MIA Sunday, 1:00pm/et on TNT pic.twitter.com/5aryhF4PRs— NBA (@NBA) April 16, 2022 Í úrslitaleik Vesturdeildarinnar um sæti í úrslitakeppninni mættust Los Angeles Clippers og New Orleans Pelicans. Gestirnir frá New Orleans höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu með tíu stigum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Los Angeles Clippers voru þó ekki tilbúnir að gefast upp alveg strax og settu á svið sýningu í þriðja leikhluta. Liðið setti niður 38 stig gegn aðeins 18 stigum gestanna og heimamenn voru því allt í einu komnir með tíu stiga forskot þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir létu þennan slæma kafla ekki slá sig út af laginu. Þeir snéru taflinu við á nýjan leik og unnu að lokum nauman fjögurra stiga sigur, 105-101. Brandon Ingram dró vagninn fyrir Pelicans-liðið og skoraði 30 stig. Hann tók einnig sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Í liði Los Angeles Clippers voru það þeir Marcus Morris Sr. og Reggie Jackson sem voru atkvæðamestir með 27 stig hvor. New Orelans Pelicans er því á leið í úrslitakeppnina, en liðið á ærið verkefni fyrir höndum þar sem besta lið deildarinnar, Phoenix Suns, verður andsætðingur þeirra. Brandon Ingram poured in 30 points to lift the @PelicansNBA to the win and advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Brandon Ingram: 30 PTS, 6 REB, 6 ASTLarry Nance Jr: 14 PTS, 16 REB, 4 ASTTrey Murphy: 14 PTS, 4 3PM#8 NOP vs #1 PHXSun. April 17th 9pm/et on TNT pic.twitter.com/7H6KZBwgIw— NBA (@NBA) April 16, 2022
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira