Hawks og Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 11:29 Trae Young átti góðan leik í liði Atlanta Hawks í nótt. Todd Kirkland/Getty Images Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að liðin sigruðu sína leiki í nótt. Atlanta vann 29 stiga sigur á Charlotte Hornets, 132-103, og New Orleans-liðið vann tíu stiga sigur á San Antonio Spurs, 113-103. Atlanta Hawks hafði yfirhöndina gegn Charlotte Hornets í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 32-23, Atlanta-liðinu í vil. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og þegar gengið var til búningsherbergja hafði Atlanta átta stiga forskot, staðan 60-52. Heimamenn í Atlanta tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og skoruðu 42 stig gegn 24 stigum gestanna. Það var því aðeins formsatriði fyrir þá að klára leikinn, en lokatölur urðu 132-103, Atlanta Hawks í vil. Trae Young var atkvæðamestur í liði Atlanta með tvöfalda tvennu, en hann skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. LaMelo Ball dró vagninn fyrir Charlotte og skoraði 26 stig. Atlanta Hawks mætir Cleveland Cavaliers í nótt í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Liðið sem hefur betur mætir svo Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young dimed out 11 assists leading the @ATLHawks to the win. They advance to play the Cavs for the 8th seed in the East!Trae Young: 24 PTS, 11 ASTClint Capela: 15 PTS, 17 REB, 2 STL, 3 BLKHAWKS vs. CAVS Friday, April 15th at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/F8vBSW2JX1— NBA (@NBA) April 14, 2022 Leikur New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs bauð upp á örlítið meiri spennu, en lið New Orelans hafði þó yfirhöndina stærstan hluta leiksins. Þeir leiddu með 11 stigum þegar flautað var til hálfleiks og munurinn var svo kominn í 17 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir í San Antonio Spurs náðu að klóra aðeins í bakkann, en það var of lítið og of seint og niðurstaðan varð tíu stiga sigur Pelicans, 113-103. CJ McCollum var stigahæstur í liði Pelicans með 32 stig, en þar af skoraði hann 27 í fyrri hálfleik. Devin Vassell var atkvæðamestur í liði Spurs með 23 stig. New Orleans Pelicans mætir því Los Angeles Clippers í nótt í úrslitaleik um seinasta lausa sætir í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Sigurliðið mætir svo Phoenix Suns í átta liða úrslitum. CJ was a PERFECT 7/7 FGM in Q2 on his way to a 27-point first-half. The @PelicansNBA advance in the #MetaQuestPlayIn to face the Clippers for the 8th seed in the West! #WBD CJ: 32 PTS, 6 REB, 7 AST Ingram: 27 PTS, 5 REB, 5 ASTNOP vs LAC Friday, April 15th at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/kahmbfh2Jk— NBA (@NBA) April 14, 2022 NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Atlanta Hawks hafði yfirhöndina gegn Charlotte Hornets í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 32-23, Atlanta-liðinu í vil. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og þegar gengið var til búningsherbergja hafði Atlanta átta stiga forskot, staðan 60-52. Heimamenn í Atlanta tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og skoruðu 42 stig gegn 24 stigum gestanna. Það var því aðeins formsatriði fyrir þá að klára leikinn, en lokatölur urðu 132-103, Atlanta Hawks í vil. Trae Young var atkvæðamestur í liði Atlanta með tvöfalda tvennu, en hann skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. LaMelo Ball dró vagninn fyrir Charlotte og skoraði 26 stig. Atlanta Hawks mætir Cleveland Cavaliers í nótt í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Liðið sem hefur betur mætir svo Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young dimed out 11 assists leading the @ATLHawks to the win. They advance to play the Cavs for the 8th seed in the East!Trae Young: 24 PTS, 11 ASTClint Capela: 15 PTS, 17 REB, 2 STL, 3 BLKHAWKS vs. CAVS Friday, April 15th at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/F8vBSW2JX1— NBA (@NBA) April 14, 2022 Leikur New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs bauð upp á örlítið meiri spennu, en lið New Orelans hafði þó yfirhöndina stærstan hluta leiksins. Þeir leiddu með 11 stigum þegar flautað var til hálfleiks og munurinn var svo kominn í 17 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir í San Antonio Spurs náðu að klóra aðeins í bakkann, en það var of lítið og of seint og niðurstaðan varð tíu stiga sigur Pelicans, 113-103. CJ McCollum var stigahæstur í liði Pelicans með 32 stig, en þar af skoraði hann 27 í fyrri hálfleik. Devin Vassell var atkvæðamestur í liði Spurs með 23 stig. New Orleans Pelicans mætir því Los Angeles Clippers í nótt í úrslitaleik um seinasta lausa sætir í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Sigurliðið mætir svo Phoenix Suns í átta liða úrslitum. CJ was a PERFECT 7/7 FGM in Q2 on his way to a 27-point first-half. The @PelicansNBA advance in the #MetaQuestPlayIn to face the Clippers for the 8th seed in the West! #WBD CJ: 32 PTS, 6 REB, 7 AST Ingram: 27 PTS, 5 REB, 5 ASTNOP vs LAC Friday, April 15th at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/kahmbfh2Jk— NBA (@NBA) April 14, 2022
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira