Góður skóli – góður vinnustaður Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 12. apríl 2022 07:00 Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Fjölmörg mál brenna á kjósendum og sitt sýnist hverjum um hvað ber hæst. En sama hvar ber niður þá er eitt mál sem á að bera höfuð og herðar yfir önnur mál. Málefni grunnskólanna. Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaganna. Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, sumt til batnaðar en annað ekki. Þeir aðilar sem nú bjóða fram krafta sína til að stýra nærþjónustunni hafa bæði mikil völd og bera mikla ábyrgð - og það er þeirra að styðja við umbætur í skólastarfi og hlúa að starfsfólki skólanna. Skólamál eru þverpólitísk og snerta okkur öll, hvort sem við erum foreldrar, forráðamenn, nemendur, starfsmenn eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings í landinu. Grunnskólamál eiga alltaf að vera til umræðu og líklega eiga þau aldrei meira erindi við okkur en einmitt í aðdraganda kosninga. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólki hversu marga og mikilvæga snertifleti skólinn hefur við samfélagið á hverjum stað. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara markar ákveðin tímamót. Í honum er tekist á við eina stærstu breytingu á skipulagi vinnutíma sem gerð hefur verið í fimmtíu ár með samkomulagi um styttingu vinnutíma. Markmið þessara breytinga er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs, án þess þó að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skólanna. Við þurfum að tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og því að grunnskólar verði eftirsóttir vinnustaðir. Sveitarstjórnir sem taka við keflinu í vor þurfa að taka utan um þetta mikilvæga verkefni, fóstra það og gefa því þá vængi sem duga til að gera grunnskóla landsins enn betri og tryggja velferð kennara til lengri tíma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem skipað verður í þær sveitir sem munu stjórna málefnum borgar, bæja og sveitarfélaga um land allt næstu fjögur árin. Reynsluboltar munu halda áfram sínum störfum en jafnframt munu nýir aðilar bætast í hópinn, taka við keflinu og móta áherslur til framtíðar. Fjölmörg mál brenna á kjósendum og sitt sýnist hverjum um hvað ber hæst. En sama hvar ber niður þá er eitt mál sem á að bera höfuð og herðar yfir önnur mál. Málefni grunnskólanna. Rúmlega aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að grunnskólarnir voru fluttir frá ríki til sveitarfélaganna. Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst, sumt til batnaðar en annað ekki. Þeir aðilar sem nú bjóða fram krafta sína til að stýra nærþjónustunni hafa bæði mikil völd og bera mikla ábyrgð - og það er þeirra að styðja við umbætur í skólastarfi og hlúa að starfsfólki skólanna. Skólamál eru þverpólitísk og snerta okkur öll, hvort sem við erum foreldrar, forráðamenn, nemendur, starfsmenn eða lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings í landinu. Grunnskólamál eiga alltaf að vera til umræðu og líklega eiga þau aldrei meira erindi við okkur en einmitt í aðdraganda kosninga. Það verður aldrei of oft brýnt fyrir núverandi og verðandi sveitarstjórnarfólki hversu marga og mikilvæga snertifleti skólinn hefur við samfélagið á hverjum stað. Nýgerður kjarasamningur við grunnskólakennara markar ákveðin tímamót. Í honum er tekist á við eina stærstu breytingu á skipulagi vinnutíma sem gerð hefur verið í fimmtíu ár með samkomulagi um styttingu vinnutíma. Markmið þessara breytinga er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs, án þess þó að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skólanna. Við þurfum að tryggja gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum og því að grunnskólar verði eftirsóttir vinnustaðir. Sveitarstjórnir sem taka við keflinu í vor þurfa að taka utan um þetta mikilvæga verkefni, fóstra það og gefa því þá vængi sem duga til að gera grunnskóla landsins enn betri og tryggja velferð kennara til lengri tíma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar