Fyrrum ráðgjafi Pútíns segir að „alvöru viðskiptabann“ myndi binda enda á stríðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 16:32 Illarionov var aðalefnahagsráðgjafi Pútíns á árunum 2000 til 2005. EPA/VIKTOR VASENIN/ROSSIYSKAYA GAZETA „Raunverulegt innflutningsbann“ á orku frá Rússlandi gæti orðið til þess fallið að binda enda á stríðið í Úkraínu, að mati fyrrverandi efnahagsráðgjafa Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dr. Andrei Illarionov að Rússar hafi hingað til ekki tekið alvarlega hótanir annarra ríkja um að draga úr orkuneyslu sinni til þess að koma efnahagslegu höggi á Rússa. Til að mynda versli mörg Evrópuríki enn olíu og gas frá Rússlandi, þrátt fyrir að hafa flest fordæmt stríðsrekstur Rússa í nágrannalandi sínu. „Ef vesturlönd myndu sýna viðleitni til þess að setja raunverulegt innflutningsbann á olíu og gas frá Rússlandi, myndi ég veðja á að eftir einn mánuð eða tvo, yrði stríðsrekstri Rússa í Úkraínu lokið,“ sagði Illarionov. Hann bætti því við að slíkt bann væri eitt þeirra „afar áhrifaríkju tækja“ sem vesturlönd hefðu yfir að ráða gagnvart Rússum. Hann telji þá að Pútín sé tilbúinn að ganga ansi langt í að taka efnahagslegum afleiðingum refsiaðgerða gegn Rússum. „Metnaður hans í landvinningum og uppbyggingu stórveldis er mun mikilvægari en nokkuð annað, þar á meðal lífsviðurværi rússnesku þjóðarinnar og efnahagshorfur landsins, jafnvel efnahagsleg staða hans eigin ríkisstjórnar,“ sagði Illarionov. Það sé til marks um það að þær viðskiptaþvinganir sem nú hefur verið gripið til muni ekki duga til þess að fá Pútín til að láta af stríðsrekstrinum. Hins vegar myndi algjört bann við innflutningi á gasi og olíu frá Rússlandi líklega gera það, að mati Illarionovs. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Dr. Andrei Illarionov að Rússar hafi hingað til ekki tekið alvarlega hótanir annarra ríkja um að draga úr orkuneyslu sinni til þess að koma efnahagslegu höggi á Rússa. Til að mynda versli mörg Evrópuríki enn olíu og gas frá Rússlandi, þrátt fyrir að hafa flest fordæmt stríðsrekstur Rússa í nágrannalandi sínu. „Ef vesturlönd myndu sýna viðleitni til þess að setja raunverulegt innflutningsbann á olíu og gas frá Rússlandi, myndi ég veðja á að eftir einn mánuð eða tvo, yrði stríðsrekstri Rússa í Úkraínu lokið,“ sagði Illarionov. Hann bætti því við að slíkt bann væri eitt þeirra „afar áhrifaríkju tækja“ sem vesturlönd hefðu yfir að ráða gagnvart Rússum. Hann telji þá að Pútín sé tilbúinn að ganga ansi langt í að taka efnahagslegum afleiðingum refsiaðgerða gegn Rússum. „Metnaður hans í landvinningum og uppbyggingu stórveldis er mun mikilvægari en nokkuð annað, þar á meðal lífsviðurværi rússnesku þjóðarinnar og efnahagshorfur landsins, jafnvel efnahagsleg staða hans eigin ríkisstjórnar,“ sagði Illarionov. Það sé til marks um það að þær viðskiptaþvinganir sem nú hefur verið gripið til muni ekki duga til þess að fá Pútín til að láta af stríðsrekstrinum. Hins vegar myndi algjört bann við innflutningi á gasi og olíu frá Rússlandi líklega gera það, að mati Illarionovs.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Vaktin: Fleiri en tólf hundruð lík fundist við Kænugarð hingað til Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 10. apríl 2022 08:53