Körfubolti

Martin og Tryggvi töpuðu báðir sínum leikjum í ACB í kvöld

Atli Arason skrifar
Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason eru samherjar í íslenska landsliðinu.
Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason eru samherjar í íslenska landsliðinu. FIBA

Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason gerðu samanlagt 14 stig í tapleikjum sinna liða í ACB deildinni í körfubolta á Spáni.

Tryggvi Snær, leikmaður Zaragoza, fékk rúmar fjórar mínútur í 10 stiga tapi Zaragoza gegn Real Betis á útivelli, 79-69.

Tryggvi gerði þrjú stig og tók eitt frákast á þessum stutta tíma. Zaragoza er sem stendur í fallsæti með 16 stig í 17. sæti. Betis er í hinu fallsætinu, því 18. með 14 stig.

Martin og félagar í Valencia voru í heimsókn í baskahéraði hjá Bilbao þar sem þeir töpuðu með sex stigum, 84-78. Martin spilaði í 21 mínútu og gerði á þeim 11 stig, gaf þrjár stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Valencia er í þriðja sæti deildarinnar með 36 stig, sex stigum á eftir toppliði Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×