Mörgum spurningum ósvarað Bjarni Jónsson skrifar 9. apríl 2022 08:01 Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. Trúverðugleiki Bankasýslu ríkisins hefur beðið hnekki og það myndi auðvelda stofnunni að endurheimta traust ef forstjóri og stjórn hennar myndu víkja. Ekki ætti að koma til álita að selja frekari hluti í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar um framkvæmdina, og hagsmunir almennings tryggðir ásamt þeirri umgjörð viðskiptasiðferðis sem ber að viðhafa við sölu ríkiseigna. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis. Hann er trúnaðarmaður þess og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd fjallar um tilkynningar og skýrslur frá Ríkisendurskoðun. Aðrar þingnefndir njóta einnig atbeina embættisins á sínum fagsviðum. Frá því ákveðið var að hefja sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hafa stjórnvöld lagt þá skýru línu að allra mikilvægast væri að tryggja traust og gagnsæi. Þó að listinn hafi verið birtur er ljóst að mörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni. Þess vegna er úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæg. Markmið hennar er að tryggja að þingið og almenningur allur fái svarað spurningum sínum og lagt verði mat á hvort unnið hafi verið samkvæmt lögum og heilbrigðum viðskiptaháttum. Hér er farið með verðmæti almennings og nauðsynlegt að framkvæmdin sé hafin yfir vafa. Það liggur fyrir hver stefna stjórnvalda við sölu á þessum eignarhlutum ríkisins er og það liggur sömuleiðis fyrir hver markmiðin voru sem ná átti með sölunni. Ástæða er til að vara við því að grafið sé undan stöðu og hlutverki Ríkisendurskoðunar sem sjálfstæðrar og óháðrar eftirlitsstofnunar alþingis. Fyrsta rökrétta skrefið nú í ljósi þess sem fyrir liggur, er úttekt Ríkisendurskoðunar og umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á skýrslu embættisins. Ríkisendurskoðun hefur gegnt veigamiklu hlutverki fyrir löggjafann til að veita aðhald, til að greina og upplýsa mál fyrir þingið og hvernig þurfi að bregðast við með viðeigandi hætti ef niðurstaðan er á þann veg. Við þekkjum sannarlega að oft hefur þess orðið þörf. Þingmenn og þingnefndir hafa ítrekað kallað eftir úttektum og skýrslum undanfarin ár frá Ríkisendurskoðun um smærri og stærri mál og borið traust til Ríkisendurskoðunar og álita sem frá þeim hafa komið. Rannsókn Ríkisendurskoðunar útilokar ekki að hægt verði að undirbúa frekari úttektir á ferlinu á meðan vinnu stofnunarinnar stendur ef til þess standa ríkar ástæður. Ef að undangenginni úttekt Ríkisendurskoðunar kemur í ljós að þörf sé á að fara frekar ofan í saumanna á einstökum þáttum, þá vænti ég þess að það verði gert. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Vinstri græn Bjarni Jónsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. Trúverðugleiki Bankasýslu ríkisins hefur beðið hnekki og það myndi auðvelda stofnunni að endurheimta traust ef forstjóri og stjórn hennar myndu víkja. Ekki ætti að koma til álita að selja frekari hluti í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar um framkvæmdina, og hagsmunir almennings tryggðir ásamt þeirri umgjörð viðskiptasiðferðis sem ber að viðhafa við sölu ríkiseigna. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis. Hann er trúnaðarmaður þess og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd fjallar um tilkynningar og skýrslur frá Ríkisendurskoðun. Aðrar þingnefndir njóta einnig atbeina embættisins á sínum fagsviðum. Frá því ákveðið var að hefja sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hafa stjórnvöld lagt þá skýru línu að allra mikilvægast væri að tryggja traust og gagnsæi. Þó að listinn hafi verið birtur er ljóst að mörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni. Þess vegna er úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæg. Markmið hennar er að tryggja að þingið og almenningur allur fái svarað spurningum sínum og lagt verði mat á hvort unnið hafi verið samkvæmt lögum og heilbrigðum viðskiptaháttum. Hér er farið með verðmæti almennings og nauðsynlegt að framkvæmdin sé hafin yfir vafa. Það liggur fyrir hver stefna stjórnvalda við sölu á þessum eignarhlutum ríkisins er og það liggur sömuleiðis fyrir hver markmiðin voru sem ná átti með sölunni. Ástæða er til að vara við því að grafið sé undan stöðu og hlutverki Ríkisendurskoðunar sem sjálfstæðrar og óháðrar eftirlitsstofnunar alþingis. Fyrsta rökrétta skrefið nú í ljósi þess sem fyrir liggur, er úttekt Ríkisendurskoðunar og umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á skýrslu embættisins. Ríkisendurskoðun hefur gegnt veigamiklu hlutverki fyrir löggjafann til að veita aðhald, til að greina og upplýsa mál fyrir þingið og hvernig þurfi að bregðast við með viðeigandi hætti ef niðurstaðan er á þann veg. Við þekkjum sannarlega að oft hefur þess orðið þörf. Þingmenn og þingnefndir hafa ítrekað kallað eftir úttektum og skýrslum undanfarin ár frá Ríkisendurskoðun um smærri og stærri mál og borið traust til Ríkisendurskoðunar og álita sem frá þeim hafa komið. Rannsókn Ríkisendurskoðunar útilokar ekki að hægt verði að undirbúa frekari úttektir á ferlinu á meðan vinnu stofnunarinnar stendur ef til þess standa ríkar ástæður. Ef að undangenginni úttekt Ríkisendurskoðunar kemur í ljós að þörf sé á að fara frekar ofan í saumanna á einstökum þáttum, þá vænti ég þess að það verði gert. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar