Halldór Jóhann Sigfússon: Þetta var bara alvöru hiti Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. apríl 2022 22:08 „Það er mjög gott að hafa unnið leikinn, við spiluðum að mörgu leiti mjög góðan fyrri hálfleik aftur svipaður og í síðasta leik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir fimm marka sigur á KA í KA heimilinu í kvöld, lokastaða 25 - 30. „Seinni hálfleikur var hins vegar ansi skrítinn, mjög langur. Mikill læti og mörg stopp en við héldum samt haus. Við vorum að fá skrítin meiðsli hjá mönnum í seinni hálfleik, mikið af höggum og svo voru menn að snúa sig þannig við vorum orðnir ansi laskaðir þarna á tímabili en frábært að klára þetta með fimm marka sigri. Það er ekkert auðvelt hérna í KA heimilinu. Það er alltaf frábært að koma hingað, alltaf stemmning og læti.“ KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um níu mínútur voru eftir 21 - 23 en áður hafði Selfoss verið að vinna 20 - 13. „Það var kafli þarna sem við vorum að fá okkur tvær mínútur og vorum að klikka á einhverjum þremur dauðafærum á sama tíma. Það var þarna smá niðursveifla en við komum svo aftur til baka. Vörnin var að halda svo framanlega sem við náðum að standa 6 á móti 6 en svo fóru þeir í 7 á 6 og gerðu okkur aðeins erfitt fyrir en það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk upp.“ Hergeir Grímsson fór út af meiddur í seinni hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann snéri sig þarna í einhverju klafsi og ég þarf bara að spyrja sjúkaþjálfarann hver er staðan á honum. Það er stutt á milli leikja núna en það er ljóst að við getum ekki farið niður um sæti og heldur ekki upp um sæti eins og staðan er í deildinni, þannig við verðum bara að sjá hver staðan verður á hópnum um helgina fyrir næsta leik.“ Dómararnir voru ekki mjög vinsælir í KA heimilinu í kvöld og á tímabili var mikið púað á þá. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæsluna. Ég spilaði hérna í fjölda ára og það er örugglega ekki mjög auðvelt að koma hingað og flauta. Það er mikill pressa frá áhorfendum, ég get ekki metið þeirra frammistöðu í fljótu bragði.“ Lokamínúturnar í leiknum voru skrautlegar og langar, mikill hiti var í leikmönnum, þjálfarteymum og ekki síður áhorfendum og stutt í að það syði verulega upp úr í KA heimilinu. Þá vissu menn stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara svo mikið var kaósið. „Lokakaflinn var ótrúlega langur, það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu. Þetta var bara alvöru hiti og það viljum við frekar í húsunum en að það sé steindautt og maður getur treyst á það að þegar maður kemur hingað að það sé alvöru hiti. Fólkið er frábært hérna og það styður sitt lið, það er bæði gaman að spila hér sem KA maður og líka sem mótherji KA manna.“ Selfoss er í fínni stöðu fyrir úrslitakeppnina en þeir eiga leik á móti Val á sunnudaginn. „Það er mikilvægt að fara með góð úrslit inn í úrslitakeppnina og góða upplifun. Við verðum aðeins að sjá hver staðan á hópnum verður en við verðum að halda áfram að vinna að okkar leik og þróa hann. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og slíku, kannski geta aðrir tekið mínútur sem væri gott fyrir úrslitakeppnina.“ UMF Selfoss KA Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Elliði Snær frábær í góðum sigri Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira
„Seinni hálfleikur var hins vegar ansi skrítinn, mjög langur. Mikill læti og mörg stopp en við héldum samt haus. Við vorum að fá skrítin meiðsli hjá mönnum í seinni hálfleik, mikið af höggum og svo voru menn að snúa sig þannig við vorum orðnir ansi laskaðir þarna á tímabili en frábært að klára þetta með fimm marka sigri. Það er ekkert auðvelt hérna í KA heimilinu. Það er alltaf frábært að koma hingað, alltaf stemmning og læti.“ KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um níu mínútur voru eftir 21 - 23 en áður hafði Selfoss verið að vinna 20 - 13. „Það var kafli þarna sem við vorum að fá okkur tvær mínútur og vorum að klikka á einhverjum þremur dauðafærum á sama tíma. Það var þarna smá niðursveifla en við komum svo aftur til baka. Vörnin var að halda svo framanlega sem við náðum að standa 6 á móti 6 en svo fóru þeir í 7 á 6 og gerðu okkur aðeins erfitt fyrir en það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk upp.“ Hergeir Grímsson fór út af meiddur í seinni hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann snéri sig þarna í einhverju klafsi og ég þarf bara að spyrja sjúkaþjálfarann hver er staðan á honum. Það er stutt á milli leikja núna en það er ljóst að við getum ekki farið niður um sæti og heldur ekki upp um sæti eins og staðan er í deildinni, þannig við verðum bara að sjá hver staðan verður á hópnum um helgina fyrir næsta leik.“ Dómararnir voru ekki mjög vinsælir í KA heimilinu í kvöld og á tímabili var mikið púað á þá. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæsluna. Ég spilaði hérna í fjölda ára og það er örugglega ekki mjög auðvelt að koma hingað og flauta. Það er mikill pressa frá áhorfendum, ég get ekki metið þeirra frammistöðu í fljótu bragði.“ Lokamínúturnar í leiknum voru skrautlegar og langar, mikill hiti var í leikmönnum, þjálfarteymum og ekki síður áhorfendum og stutt í að það syði verulega upp úr í KA heimilinu. Þá vissu menn stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara svo mikið var kaósið. „Lokakaflinn var ótrúlega langur, það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu. Þetta var bara alvöru hiti og það viljum við frekar í húsunum en að það sé steindautt og maður getur treyst á það að þegar maður kemur hingað að það sé alvöru hiti. Fólkið er frábært hérna og það styður sitt lið, það er bæði gaman að spila hér sem KA maður og líka sem mótherji KA manna.“ Selfoss er í fínni stöðu fyrir úrslitakeppnina en þeir eiga leik á móti Val á sunnudaginn. „Það er mikilvægt að fara með góð úrslit inn í úrslitakeppnina og góða upplifun. Við verðum aðeins að sjá hver staðan á hópnum verður en við verðum að halda áfram að vinna að okkar leik og þróa hann. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og slíku, kannski geta aðrir tekið mínútur sem væri gott fyrir úrslitakeppnina.“
UMF Selfoss KA Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Elliði Snær frábær í góðum sigri Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Karabatic-ballið alveg búið „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Mikael vann dauðariðilinn í úrvalsdeildinni Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík Sjá meira