Halldór Jóhann Sigfússon: Þetta var bara alvöru hiti Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. apríl 2022 22:08 „Það er mjög gott að hafa unnið leikinn, við spiluðum að mörgu leiti mjög góðan fyrri hálfleik aftur svipaður og í síðasta leik,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir fimm marka sigur á KA í KA heimilinu í kvöld, lokastaða 25 - 30. „Seinni hálfleikur var hins vegar ansi skrítinn, mjög langur. Mikill læti og mörg stopp en við héldum samt haus. Við vorum að fá skrítin meiðsli hjá mönnum í seinni hálfleik, mikið af höggum og svo voru menn að snúa sig þannig við vorum orðnir ansi laskaðir þarna á tímabili en frábært að klára þetta með fimm marka sigri. Það er ekkert auðvelt hérna í KA heimilinu. Það er alltaf frábært að koma hingað, alltaf stemmning og læti.“ KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um níu mínútur voru eftir 21 - 23 en áður hafði Selfoss verið að vinna 20 - 13. „Það var kafli þarna sem við vorum að fá okkur tvær mínútur og vorum að klikka á einhverjum þremur dauðafærum á sama tíma. Það var þarna smá niðursveifla en við komum svo aftur til baka. Vörnin var að halda svo framanlega sem við náðum að standa 6 á móti 6 en svo fóru þeir í 7 á 6 og gerðu okkur aðeins erfitt fyrir en það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk upp.“ Hergeir Grímsson fór út af meiddur í seinni hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann snéri sig þarna í einhverju klafsi og ég þarf bara að spyrja sjúkaþjálfarann hver er staðan á honum. Það er stutt á milli leikja núna en það er ljóst að við getum ekki farið niður um sæti og heldur ekki upp um sæti eins og staðan er í deildinni, þannig við verðum bara að sjá hver staðan verður á hópnum um helgina fyrir næsta leik.“ Dómararnir voru ekki mjög vinsælir í KA heimilinu í kvöld og á tímabili var mikið púað á þá. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæsluna. Ég spilaði hérna í fjölda ára og það er örugglega ekki mjög auðvelt að koma hingað og flauta. Það er mikill pressa frá áhorfendum, ég get ekki metið þeirra frammistöðu í fljótu bragði.“ Lokamínúturnar í leiknum voru skrautlegar og langar, mikill hiti var í leikmönnum, þjálfarteymum og ekki síður áhorfendum og stutt í að það syði verulega upp úr í KA heimilinu. Þá vissu menn stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara svo mikið var kaósið. „Lokakaflinn var ótrúlega langur, það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu. Þetta var bara alvöru hiti og það viljum við frekar í húsunum en að það sé steindautt og maður getur treyst á það að þegar maður kemur hingað að það sé alvöru hiti. Fólkið er frábært hérna og það styður sitt lið, það er bæði gaman að spila hér sem KA maður og líka sem mótherji KA manna.“ Selfoss er í fínni stöðu fyrir úrslitakeppnina en þeir eiga leik á móti Val á sunnudaginn. „Það er mikilvægt að fara með góð úrslit inn í úrslitakeppnina og góða upplifun. Við verðum aðeins að sjá hver staðan á hópnum verður en við verðum að halda áfram að vinna að okkar leik og þróa hann. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og slíku, kannski geta aðrir tekið mínútur sem væri gott fyrir úrslitakeppnina.“ UMF Selfoss KA Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
„Seinni hálfleikur var hins vegar ansi skrítinn, mjög langur. Mikill læti og mörg stopp en við héldum samt haus. Við vorum að fá skrítin meiðsli hjá mönnum í seinni hálfleik, mikið af höggum og svo voru menn að snúa sig þannig við vorum orðnir ansi laskaðir þarna á tímabili en frábært að klára þetta með fimm marka sigri. Það er ekkert auðvelt hérna í KA heimilinu. Það er alltaf frábært að koma hingað, alltaf stemmning og læti.“ KA náði að minnka muninn niður í tvö mörk þegar um níu mínútur voru eftir 21 - 23 en áður hafði Selfoss verið að vinna 20 - 13. „Það var kafli þarna sem við vorum að fá okkur tvær mínútur og vorum að klikka á einhverjum þremur dauðafærum á sama tíma. Það var þarna smá niðursveifla en við komum svo aftur til baka. Vörnin var að halda svo framanlega sem við náðum að standa 6 á móti 6 en svo fóru þeir í 7 á 6 og gerðu okkur aðeins erfitt fyrir en það sem við lögðum upp með fyrir leikinn gekk upp.“ Hergeir Grímsson fór út af meiddur í seinni hálfleik og kom ekki meira við sögu í leiknum. „Hann snéri sig þarna í einhverju klafsi og ég þarf bara að spyrja sjúkaþjálfarann hver er staðan á honum. Það er stutt á milli leikja núna en það er ljóst að við getum ekki farið niður um sæti og heldur ekki upp um sæti eins og staðan er í deildinni, þannig við verðum bara að sjá hver staðan verður á hópnum um helgina fyrir næsta leik.“ Dómararnir voru ekki mjög vinsælir í KA heimilinu í kvöld og á tímabili var mikið púað á þá. „Ég er ekki vanur að tjá mig um dómgæsluna. Ég spilaði hérna í fjölda ára og það er örugglega ekki mjög auðvelt að koma hingað og flauta. Það er mikill pressa frá áhorfendum, ég get ekki metið þeirra frammistöðu í fljótu bragði.“ Lokamínúturnar í leiknum voru skrautlegar og langar, mikill hiti var í leikmönnum, þjálfarteymum og ekki síður áhorfendum og stutt í að það syði verulega upp úr í KA heimilinu. Þá vissu menn stundum ekki hvort þeir voru að koma eða fara svo mikið var kaósið. „Lokakaflinn var ótrúlega langur, það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu. Þetta var bara alvöru hiti og það viljum við frekar í húsunum en að það sé steindautt og maður getur treyst á það að þegar maður kemur hingað að það sé alvöru hiti. Fólkið er frábært hérna og það styður sitt lið, það er bæði gaman að spila hér sem KA maður og líka sem mótherji KA manna.“ Selfoss er í fínni stöðu fyrir úrslitakeppnina en þeir eiga leik á móti Val á sunnudaginn. „Það er mikilvægt að fara með góð úrslit inn í úrslitakeppnina og góða upplifun. Við verðum aðeins að sjá hver staðan á hópnum verður en við verðum að halda áfram að vinna að okkar leik og þróa hann. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og slíku, kannski geta aðrir tekið mínútur sem væri gott fyrir úrslitakeppnina.“
UMF Selfoss KA Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti