Mjólkurvörur hækka aftur í verði Eiður Þór Árnason skrifar 5. apríl 2022 11:30 Kostnaður bænda vegna framleiðslu mjólkurvara hefur farið hækkandi. Vísir/Vilhelm Verðlagsnefnd búvara hefur hækkað lágmarksverð mjólkur til bænda auk heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkaði um 6,60 prósent úr 104,96 krónur á lítrann í 111,89 krónur á lítrann þann 1. apríl. Í gær, 4. apríl, hækkaði svo heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem verðlagsnefnd búvara verðleggur almennt um 4,47 prósent. Að sögn Aðalsteins H Magnússonar, sölu og markaðsstjóra hjá MS, mun heildsöluverð fyrirtækisins til verslana hækka um 4 til 5 prósent vegna þessa. Fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu að verðhækkunin sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun frá 1. desember 2021. Þá hækkaði lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda um 3,38% og heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara almennt um 3,81%. „Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 6,60%, að meðtalinni verðhækkun áburðar sem jafnan er reiknuð í júní. Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 2,14% og er það grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Að sögn verðlagsnefndarinnar verður verðákvörðun tekin til endurskoðunar í maí þegar betri upplýsingar liggja fyrir um áhrif sérstaks stuðnings sem greiddur var út til að koma til móts við áburðaverðshækkanir. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá MS. Landbúnaður Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Mjólkin hækkar í verði Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. 26. nóvember 2021 23:48 Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. 15. október 2021 12:10 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Í gær, 4. apríl, hækkaði svo heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem verðlagsnefnd búvara verðleggur almennt um 4,47 prósent. Að sögn Aðalsteins H Magnússonar, sölu og markaðsstjóra hjá MS, mun heildsöluverð fyrirtækisins til verslana hækka um 4 til 5 prósent vegna þessa. Fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu að verðhækkunin sé komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun frá 1. desember 2021. Þá hækkaði lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda um 3,38% og heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara almennt um 3,81%. „Frá síðustu verðákvörðun til marsmánaðar 2022 hafa gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hækkað um 6,60%, að meðtalinni verðhækkun áburðar sem jafnan er reiknuð í júní. Á sama tímabili hefur vinnslu- og dreifingarkostnaður afurðastöðva hækkað um 2,14% og er það grundvöllur hækkunar heildsöluverðs auk hækkunar á afurðaverði,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Að sögn verðlagsnefndarinnar verður verðákvörðun tekin til endurskoðunar í maí þegar betri upplýsingar liggja fyrir um áhrif sérstaks stuðnings sem greiddur var út til að koma til móts við áburðaverðshækkanir. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá MS.
Landbúnaður Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Mjólkin hækkar í verði Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. 26. nóvember 2021 23:48 Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. 15. október 2021 12:10 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Mjólkin hækkar í verði Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. 26. nóvember 2021 23:48
Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. 15. október 2021 12:10