Körfubolti

Full­komin þrista­helgi hjá Martin Her­manns­syni í bestu deild Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson fékk góðar mótttökur frá stráknum sínum í leikslok.
Martin Hermannsson fékk góðar mótttökur frá stráknum sínum í leikslok. Instagram/@martinhermanns

Martin Hermannsson klikkaði ekki á mörgum skotum í tveimur leikjum með Valenica í spænsku ACB-körfuboltadeildinni um helgina.

Martin var fyrst með 22 stig og 5 stoðsendingar á föstudagskvöldið í sigri á Lenovo Tenerife og fylgdi því síðan eftir með 14 stigum og 4 stoðsendingum í 90-75 sigri á Unicaja í gær.

Þessi tveir sigrar skiluðu liði Valencia-mönnum upp í fjórða sæti deildarinnar.

Martin hitti úr öllum átta skotum sínum utan af velli á móti Tenerife og setti síðan niður fimm af átta skotum sínum í gær.

Það sem meira er að Martin hitti úr öllum sex þriggja stiga skotum sínum í þessum tveimur leikjum. Hann var með fjóra þrista úr fjórum skotum á móti Tenerife og svo með tvo þrista úr tveimur skotum á móti Unicaja.

Eftir þessu fullkomnu þristahelgi þá fékk hann soninn sinn í fangið eftir leik eins og sjá má hér fyrir ofan.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir með Martin frá fullkomna leik hans á móti Lenovo Tenerife þar sem hann skoraði 22 stig í bestu deild í Evrópu án þess að klikka á einu skoti utan af velli.

Enn neðar má síðan sjá svipmyndir úr sigurleiknum á móti Unicaja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×