Hver fékk bankann okkar gefins? Drífa Snædal skrifar 1. apríl 2022 22:30 Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara. Ágóðann má svo nota til hinna ýmsu verkefna og þar hafa stjórnmálamenn ekki sparað loforðin í gegnum tíðina. Sala símans átti að fjármagna Sundabraut og helst líka hátæknisjúkrahús. Síðan eru liðin sautján ár. Hvorugt er orðið að veruleika en einkavæðing á grunninnviðum Íslands hefur aukið við gróða hinna fáu, hinna íslensku ólígarka. Lítið sem ekkert viðnám er að finna í stjórnmálunum, línan milli hægri og vinstri er orðin svo óljós að stundum er eins og einstaklingum hafi verið skipt handahófskennt milli flokka. Það hlýtur að vera lágmarks krafa almennings að vita hver fékk að kaupa eignir okkar, hvar þær enda og hver græðir á millileikjunum. Svo væri líka þjóðráð að stjórnvöld færu að vilja almennings sem hefur lýst afgerandi andstöðu sinni við sölu í könnunum. Í fyrstu hrinu var „almenningi“ gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, en auðvitað átti almenningur ekkert færi á því, þannig að hlutabréfin – og gróðinn sem fékkst samstundis af þeim – fóru til þeirra sem áttu hundruð þúsunda á lausu. Ókeypis peningar fyrir þá sem eiga og þeir þurfa ekki einu sinni að borga sama skatt af þeim og launafólkið sem hefur bara vinnu sína að selja. En nú virðist eiga að koma eignarhlutum í „réttar“ hendur og þá þarf að hafa hraðann á og viðhafa sem minnsta umræðu og sem minnst gagnsæi. Í vikunni var fjármálaáætlun líka kynnt og var lítið um stórtíðindi þar. Mörg ríki endurskoða nú fjármálaáætlanir og fjárlög til að bregðast við straumi flóttafólks frá Úkraínu en sú umræða er ekki einu sinni hafin hér á landi. Til að hægt sé að bregðast við á sómasamlegan hátt og koma í veg fyrir mikil vandræði til framtíðar þarf nauðsynlega að styrkja félagskerfin okkar verulega. Hér þarf húsnæði og stuðning, undirbúning fyrir skólastarf og íþróttastarf barna. Þetta reddast ekki bara. Ég kalla eftir áætlun um hvernig við getum staðið við okkar siðferðislegu skyldur með sem vönduðustum hætti nú þegar stríð geysar í Evrópu og sér ekki fyrir endann á því. Að lokum vil ég lýsa þeirri skoðun minni að vistráðningar, eða Au-pair, er barn síns tíma. Við hjá verkalýðshreyfingunni höfum fengið of mörg hræðileg mál inn á borð til okkar sem tengjast vistráðningum til að réttlæta tilvist þessa fyrirkomulags. Þótt vissulega eigi fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar góða reynslu af vistráðningum, þá nægir það ekki til að réttlæta hættuna á misnotkun sem í þessu ráðningaformi felst. Mál sem til okkar rata eru hrein og klár mansalsmál – mál þar sem fólk er gert út í launalausa vinnu við ömurlegar aðstæður. Nýlegar fréttir um unga konu frá Filippseyjum sem lendir í slíkum aðstæðum og að auki fullkomnu skilningsleysi kerfisins staðfestir þetta. Í meira en áratug hefur verið bent á að eigi vistráðningar áfram að vera við lýði þurfi með þeim virkt eftirlitskerfi. Þrátt fyrir fyrirheit hefur ekkert orðið af því. Nú er mál að linni. Góða helgi. Höfundur er formaður Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Stéttarfélög Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var fimmtungur í Íslandsbanka seldur á undirverði. Okkar sameiginlegu eigur voru seldar með verulegum afslætti til einhverra sem við vitum ekki hver eru. Við þekkjum þetta handrit allt of vel, þar sem hugmyndafræði frjálshyggjunnar ræður för. Það er talið knýjandi að losa sig við almannaeignir og röksemdirnar eru einfaldlega: af því bara. Ágóðann má svo nota til hinna ýmsu verkefna og þar hafa stjórnmálamenn ekki sparað loforðin í gegnum tíðina. Sala símans átti að fjármagna Sundabraut og helst líka hátæknisjúkrahús. Síðan eru liðin sautján ár. Hvorugt er orðið að veruleika en einkavæðing á grunninnviðum Íslands hefur aukið við gróða hinna fáu, hinna íslensku ólígarka. Lítið sem ekkert viðnám er að finna í stjórnmálunum, línan milli hægri og vinstri er orðin svo óljós að stundum er eins og einstaklingum hafi verið skipt handahófskennt milli flokka. Það hlýtur að vera lágmarks krafa almennings að vita hver fékk að kaupa eignir okkar, hvar þær enda og hver græðir á millileikjunum. Svo væri líka þjóðráð að stjórnvöld færu að vilja almennings sem hefur lýst afgerandi andstöðu sinni við sölu í könnunum. Í fyrstu hrinu var „almenningi“ gefinn kostur á að kaupa hlutabréf, en auðvitað átti almenningur ekkert færi á því, þannig að hlutabréfin – og gróðinn sem fékkst samstundis af þeim – fóru til þeirra sem áttu hundruð þúsunda á lausu. Ókeypis peningar fyrir þá sem eiga og þeir þurfa ekki einu sinni að borga sama skatt af þeim og launafólkið sem hefur bara vinnu sína að selja. En nú virðist eiga að koma eignarhlutum í „réttar“ hendur og þá þarf að hafa hraðann á og viðhafa sem minnsta umræðu og sem minnst gagnsæi. Í vikunni var fjármálaáætlun líka kynnt og var lítið um stórtíðindi þar. Mörg ríki endurskoða nú fjármálaáætlanir og fjárlög til að bregðast við straumi flóttafólks frá Úkraínu en sú umræða er ekki einu sinni hafin hér á landi. Til að hægt sé að bregðast við á sómasamlegan hátt og koma í veg fyrir mikil vandræði til framtíðar þarf nauðsynlega að styrkja félagskerfin okkar verulega. Hér þarf húsnæði og stuðning, undirbúning fyrir skólastarf og íþróttastarf barna. Þetta reddast ekki bara. Ég kalla eftir áætlun um hvernig við getum staðið við okkar siðferðislegu skyldur með sem vönduðustum hætti nú þegar stríð geysar í Evrópu og sér ekki fyrir endann á því. Að lokum vil ég lýsa þeirri skoðun minni að vistráðningar, eða Au-pair, er barn síns tíma. Við hjá verkalýðshreyfingunni höfum fengið of mörg hræðileg mál inn á borð til okkar sem tengjast vistráðningum til að réttlæta tilvist þessa fyrirkomulags. Þótt vissulega eigi fjölmargar fjölskyldur og einstaklingar góða reynslu af vistráðningum, þá nægir það ekki til að réttlæta hættuna á misnotkun sem í þessu ráðningaformi felst. Mál sem til okkar rata eru hrein og klár mansalsmál – mál þar sem fólk er gert út í launalausa vinnu við ömurlegar aðstæður. Nýlegar fréttir um unga konu frá Filippseyjum sem lendir í slíkum aðstæðum og að auki fullkomnu skilningsleysi kerfisins staðfestir þetta. Í meira en áratug hefur verið bent á að eigi vistráðningar áfram að vera við lýði þurfi með þeim virkt eftirlitskerfi. Þrátt fyrir fyrirheit hefur ekkert orðið af því. Nú er mál að linni. Góða helgi. Höfundur er formaður Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar