Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. apríl 2022 22:01 Þau Einar og Milla voru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. Fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson hefur verið áberandi á skjám landsmanna um árabil, bæði sem fréttamaður og sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss. Nú hefur hann þó sagt skilið við sjónvarpið í bili og freistar gæfunnar í borgarpólitíkinni. Milla Ósk Magnúsdóttir, betri helmingur Einars, var einnig að vinna á fréttastofu Ríkisútvarpsins áður en hún sneri sér svo að pólitík. Í dag er hún aðstoðarkona Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, en þar áður hafði hún verið aðstoðarkona Lilju Alfreðsdóttur. Einar og Milla voru gestir í 50. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Höfðu verið vinnufélagar í mörg ár „Við kynntumst á RÚV. Við vorum náttúrlega búin að þekkjast lengi. Ég skildi við fyrrverandi eiginkonu mína 2016 og upp frá því þá svona kviknaði ástin hjá okkur,“ segir Einar um upphafið að þeirra sambandi. Þótt þau séu ekki alveg sammála um það hvort þeirra hafi tekið fyrsta skrefið í þeirra sambandi, var það þó Einar sem bauð Millu á fyrsta stefnumótið. „Já ég viðurkenni það, ég hefði aldrei farið að bjóða miklu eldri karlmanni út að borða, þótt ég sé nú frökk og allt það,“ segir Milla og slær á létta strengi. Tólf ára eru á milli þeirra en þau segjast ekki finna fyrir aldursmuninum. Einar og Milla höfðu verið vinnufélagar frá árinu 2010 og þekktu þau því vel inn á hvort annað. Þau segjast búa vel að því í dag að hafa unnið saman í jafn krefjandi umhverfi og fréttastofa er. Í dag eru þau gift og búa saman í Seljahverfinu ásamt tveimur dætrum Einars úr fyrra hjónabandi. Einar og Milla kynntust á fréttastofu RÚV. Varð stressaður þegar hann fattaði að hann væri ekki með hringinn Það var í sameiginlegri útskriftar- og afmælisveislu parsins sem Einar ákvað að biðja Millu fyrir framan allt þeirra nánasta fólk. „Einar er í karlakórnum Esju og þeir voru með atriði í veislunni. Í þriðja lagi, sem var Loksins ég fann þig, þá stoppar kórstjórinn og segist eitthvað ætla að stríða Einari og þá létu þeir Einar syngja einsöng í þessu lagi. Svo stoppar hann í miðju lagi og kallar mig upp.“ „Ég held að allir nema ég hafi verið búnir að fatta þetta á þessum tímapunkti. Það var svo mikið í gangi, þannig þetta var það síðasta sem mér datt í hug. Ég hélt bara að ég ætti að fara að syngja með honum.“ Þegar Milla kom upp á svið bað Einar gesti um að setja símana niður og leyfa þeim að eiga þessa stund. Hann hélt rómantíska ræðu tileinkaða Millu áður en hann skellti sér svo loks á skeljarnar. „Þetta var náttúrlega allt þaulskipulagt. Nema svo þegar ég fæ míkrófóninn í hendurnar og er að byrja að syngja, þá fatta ég að ég er ekki með hringinn. Ég hafði látið bróður minn hafa hann svo hann sæist ekki. Hann var þarna lengst úti í sal og ég næ einhvern veginn að nikka hann og hann brýtur sér þarna leið og réttir mér hringinn. Ég þarf einhvern veginn að fela hringinn en samt að syngja og muna textann. Ég var að deyja úr stressi, en þetta heppnaðist vel.“ Milla og Einar giftu sig árið 2020. Þurftu að aflýsa brúðkaupinu tvisvar Þau giftu sig árið 2020 en það gekk á ýmsu við undirbúninginn, enda átti hann sér stað í miðjum heimsfaraldri. Upphaflega ætlunin var að þau myndu gifta sig á búgarði í Sevilla á Spáni í október. „Við vorum búin að bjóða tvö hundruð manns, fólk var búið að kaupa flug og gistingu og allt var að smella. Svo kom Covid,“ en þá neyddust þau til þess að aflýsa brúðkaupinu á Spáni. Þau dóu þó ekki ráðalaus og ákváðu að halda íslenskt sveitabrúðkaup í Borgarfirði í staðinn. „Það var allt orðið klárt og við áttum von á 250 manns. Tveimur dögum fyrir brúðkaupið kom svo ný bylgja. Þetta var um verslunarmannahelgina 2020. Ég var nýbúin að sækja brúðarkjólinn og var í nöglum að fá brúðarneglurnar mínar, þegar Lilja hringir í mig.“ Þá voru góð ráð dýr, en þau brugðu á það ráð að halda lítið tuttugu manna brúðkaup í Hallgrímskirkju. Þau þurftu að redda tónlistaratriðum með skömmum fyrirvara og í brotinu hér að neðan má heyra hvernig það fór. Þá segja þau einnig frá skemmtilegum misskilningi sem átti sér stað upp að altarinu þegar Milla sýndi söngvaranum óvænta athygli. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Einar og Milla „Við erum ekkert feimin að tala um þetta“ Í dag eiga þau Einar og Milla von á sínu fyrsta barni saman. „Til að byrja með var ég ekkert alveg viss hvort mig langaði til þess að eignast börn yfir höfuð. Samfélagið setur þessa pressu á okkur að allir þurfi að eignast börn,“ segir Milla. Síðar fundu þau þó í sameiningu að þau langaði til þess að eignast barn saman og ákváðu þau að láta reyna á það. „Við vorum alveg að reyna í eitt ár án þess að fá neina hjálp, en svo í rúmt ár á einhverjum pillum og rannsóknum. Við áttum svo bókað í fyrsta viðtal í glasafrjóvgun. Þremur dögum fyrir það viðtal pissaði ég á próf og var orðin ólétt. Þannig við þurftum ekki að fara alla leið í því, en við vorum samt búin að gera eiginlega allt annað.“ Þungunin kom þeim því skemmtilega á óvart og segir Einar að um algjört kraftaverk hafi verið að ræða. „Við erum ekkert feimin að tala um þetta, því það eru svo margir sem eiga í erfiðleikum með að eignast börn í dag.“ Þó svo að Einar og Milla hafi verið einstaklega heppin, gera þau sér grein fyrir því að margir þurfa að ganga í gegnum mun lengra, erfiðara og dýrara ferli. „Ófrjósemi hefur aldrei verið meiri í heiminum í dag. Við ættum að vera búa til einhvers konar hvetjandi kerfi fyrir fólk ef það vill eignast barn og á í erfiðleikum með það. Þetta ætti ekki að vera íþyngjandi. Það var bara fyrir stuttu síðan sem kona var að segja frá því að hún væri föst á leigumarkaði af því hún hefði þurft að setja svo mikið fjármagn í þetta. Mér finnst þetta ekki vera alveg eins og við myndum vilja hafa það,“ en þau segja hluta af vandamálinu vera hve mikið feimnismál ófrjósemi hefur verið hingað til. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Einar og Millu í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Frjósemi Ástin og lífið Tengdar fréttir Féll óvænt fyrir manninum sem var að búa til styttu af nöktum líkama hennar Listaparið Brynhildur og Heimir hefur verið saman frá árinu 2010. Það má með sanni segja að samband þeirra hafi byrjað með óhefðbundnum hætti. Þau smullu þó saman eins og flís við rass og voru flutt saman til Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust og hafa þau verið saman allar götur síðan. 24. mars 2022 20:01 „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Áskorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri manneskju Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans. 10. mars 2022 21:01 Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Einar Þorsteinsson hefur verið áberandi á skjám landsmanna um árabil, bæði sem fréttamaður og sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss. Nú hefur hann þó sagt skilið við sjónvarpið í bili og freistar gæfunnar í borgarpólitíkinni. Milla Ósk Magnúsdóttir, betri helmingur Einars, var einnig að vinna á fréttastofu Ríkisútvarpsins áður en hún sneri sér svo að pólitík. Í dag er hún aðstoðarkona Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra, en þar áður hafði hún verið aðstoðarkona Lilju Alfreðsdóttur. Einar og Milla voru gestir í 50. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Höfðu verið vinnufélagar í mörg ár „Við kynntumst á RÚV. Við vorum náttúrlega búin að þekkjast lengi. Ég skildi við fyrrverandi eiginkonu mína 2016 og upp frá því þá svona kviknaði ástin hjá okkur,“ segir Einar um upphafið að þeirra sambandi. Þótt þau séu ekki alveg sammála um það hvort þeirra hafi tekið fyrsta skrefið í þeirra sambandi, var það þó Einar sem bauð Millu á fyrsta stefnumótið. „Já ég viðurkenni það, ég hefði aldrei farið að bjóða miklu eldri karlmanni út að borða, þótt ég sé nú frökk og allt það,“ segir Milla og slær á létta strengi. Tólf ára eru á milli þeirra en þau segjast ekki finna fyrir aldursmuninum. Einar og Milla höfðu verið vinnufélagar frá árinu 2010 og þekktu þau því vel inn á hvort annað. Þau segjast búa vel að því í dag að hafa unnið saman í jafn krefjandi umhverfi og fréttastofa er. Í dag eru þau gift og búa saman í Seljahverfinu ásamt tveimur dætrum Einars úr fyrra hjónabandi. Einar og Milla kynntust á fréttastofu RÚV. Varð stressaður þegar hann fattaði að hann væri ekki með hringinn Það var í sameiginlegri útskriftar- og afmælisveislu parsins sem Einar ákvað að biðja Millu fyrir framan allt þeirra nánasta fólk. „Einar er í karlakórnum Esju og þeir voru með atriði í veislunni. Í þriðja lagi, sem var Loksins ég fann þig, þá stoppar kórstjórinn og segist eitthvað ætla að stríða Einari og þá létu þeir Einar syngja einsöng í þessu lagi. Svo stoppar hann í miðju lagi og kallar mig upp.“ „Ég held að allir nema ég hafi verið búnir að fatta þetta á þessum tímapunkti. Það var svo mikið í gangi, þannig þetta var það síðasta sem mér datt í hug. Ég hélt bara að ég ætti að fara að syngja með honum.“ Þegar Milla kom upp á svið bað Einar gesti um að setja símana niður og leyfa þeim að eiga þessa stund. Hann hélt rómantíska ræðu tileinkaða Millu áður en hann skellti sér svo loks á skeljarnar. „Þetta var náttúrlega allt þaulskipulagt. Nema svo þegar ég fæ míkrófóninn í hendurnar og er að byrja að syngja, þá fatta ég að ég er ekki með hringinn. Ég hafði látið bróður minn hafa hann svo hann sæist ekki. Hann var þarna lengst úti í sal og ég næ einhvern veginn að nikka hann og hann brýtur sér þarna leið og réttir mér hringinn. Ég þarf einhvern veginn að fela hringinn en samt að syngja og muna textann. Ég var að deyja úr stressi, en þetta heppnaðist vel.“ Milla og Einar giftu sig árið 2020. Þurftu að aflýsa brúðkaupinu tvisvar Þau giftu sig árið 2020 en það gekk á ýmsu við undirbúninginn, enda átti hann sér stað í miðjum heimsfaraldri. Upphaflega ætlunin var að þau myndu gifta sig á búgarði í Sevilla á Spáni í október. „Við vorum búin að bjóða tvö hundruð manns, fólk var búið að kaupa flug og gistingu og allt var að smella. Svo kom Covid,“ en þá neyddust þau til þess að aflýsa brúðkaupinu á Spáni. Þau dóu þó ekki ráðalaus og ákváðu að halda íslenskt sveitabrúðkaup í Borgarfirði í staðinn. „Það var allt orðið klárt og við áttum von á 250 manns. Tveimur dögum fyrir brúðkaupið kom svo ný bylgja. Þetta var um verslunarmannahelgina 2020. Ég var nýbúin að sækja brúðarkjólinn og var í nöglum að fá brúðarneglurnar mínar, þegar Lilja hringir í mig.“ Þá voru góð ráð dýr, en þau brugðu á það ráð að halda lítið tuttugu manna brúðkaup í Hallgrímskirkju. Þau þurftu að redda tónlistaratriðum með skömmum fyrirvara og í brotinu hér að neðan má heyra hvernig það fór. Þá segja þau einnig frá skemmtilegum misskilningi sem átti sér stað upp að altarinu þegar Milla sýndi söngvaranum óvænta athygli. Klippa: Betri helmingurinn með Ása - Einar og Milla „Við erum ekkert feimin að tala um þetta“ Í dag eiga þau Einar og Milla von á sínu fyrsta barni saman. „Til að byrja með var ég ekkert alveg viss hvort mig langaði til þess að eignast börn yfir höfuð. Samfélagið setur þessa pressu á okkur að allir þurfi að eignast börn,“ segir Milla. Síðar fundu þau þó í sameiningu að þau langaði til þess að eignast barn saman og ákváðu þau að láta reyna á það. „Við vorum alveg að reyna í eitt ár án þess að fá neina hjálp, en svo í rúmt ár á einhverjum pillum og rannsóknum. Við áttum svo bókað í fyrsta viðtal í glasafrjóvgun. Þremur dögum fyrir það viðtal pissaði ég á próf og var orðin ólétt. Þannig við þurftum ekki að fara alla leið í því, en við vorum samt búin að gera eiginlega allt annað.“ Þungunin kom þeim því skemmtilega á óvart og segir Einar að um algjört kraftaverk hafi verið að ræða. „Við erum ekkert feimin að tala um þetta, því það eru svo margir sem eiga í erfiðleikum með að eignast börn í dag.“ Þó svo að Einar og Milla hafi verið einstaklega heppin, gera þau sér grein fyrir því að margir þurfa að ganga í gegnum mun lengra, erfiðara og dýrara ferli. „Ófrjósemi hefur aldrei verið meiri í heiminum í dag. Við ættum að vera búa til einhvers konar hvetjandi kerfi fyrir fólk ef það vill eignast barn og á í erfiðleikum með það. Þetta ætti ekki að vera íþyngjandi. Það var bara fyrir stuttu síðan sem kona var að segja frá því að hún væri föst á leigumarkaði af því hún hefði þurft að setja svo mikið fjármagn í þetta. Mér finnst þetta ekki vera alveg eins og við myndum vilja hafa það,“ en þau segja hluta af vandamálinu vera hve mikið feimnismál ófrjósemi hefur verið hingað til. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Einar og Millu í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Frjósemi Ástin og lífið Tengdar fréttir Féll óvænt fyrir manninum sem var að búa til styttu af nöktum líkama hennar Listaparið Brynhildur og Heimir hefur verið saman frá árinu 2010. Það má með sanni segja að samband þeirra hafi byrjað með óhefðbundnum hætti. Þau smullu þó saman eins og flís við rass og voru flutt saman til Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust og hafa þau verið saman allar götur síðan. 24. mars 2022 20:01 „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Áskorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri manneskju Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans. 10. mars 2022 21:01 Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Féll óvænt fyrir manninum sem var að búa til styttu af nöktum líkama hennar Listaparið Brynhildur og Heimir hefur verið saman frá árinu 2010. Það má með sanni segja að samband þeirra hafi byrjað með óhefðbundnum hætti. Þau smullu þó saman eins og flís við rass og voru flutt saman til Bandaríkjanna nokkrum mánuðum eftir að þau kynntust og hafa þau verið saman allar götur síðan. 24. mars 2022 20:01
„Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12
Áskorun að þurfa að horfa á maka sinn njóta ásta með annarri manneskju Listafólkið Arnar Dan og Sigga Soffía urðu ástfangin á göngum Listaháskólans enda segir Arnar fátt meira heillandi en að sjá manneskju í essinu sínu. Sigga viðurkennir þó að það hafi reynst henni erfitt að þurfa horfa á Arnar nakinn í ástarsenu með annarri konu á nemendasýningu skólans. 10. mars 2022 21:01
Átti bókaðan tíma hjá Gumma daginn eftir að hann bauð henni á stefnumót Lína Birgitta og Gummi Kíró höfðu verið góðir félagar um nokkurt skeið áður en þau fóru að líta hvort annað rómantískum augum. Gummi ákvað eitt kvöldið að láta til skarar skríða og bjóða Línu á stefnumót. Það sem hann vissi ekki var að hún átti bókaðan tíma hjá honum á Kírópraktorstöðinni morguninn eftir og varð sá tími vægast sagt vandræðalegur fyrir þau bæði. 8. mars 2022 13:31