Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. apríl 2022 13:28 Broddi Broddason hefur lesið sína síðustu frétt í hljóðnemann í Efstaleiti. RÚV „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. Rödd Brodda þekkja flestir landsmenn úr útvarpinu, án nokkurs vafa ein þekktasta rödd landsins. Samstarfsfólk Brodda á fréttastofunni fagnaði með lófaklappi þegar Broddi, með peysuna yfir öxlunum, gekk út úr útvarpsstúdíóinu í hádeginu. Fjöldinn virtist koma Brodda á óvart og hann þakkaði fyrir sig. Meirihluti fréttamanna og starfsfólk var með símana á lofti. „Ég klappa fyrir ykkur,“ sagði Broddi svo og klappaði. Þórður Helgi Þórðarson, einn af samstarfsfélögum Brodda úr útvarpinu hjá RÚV, var einn þeirra sem tók upp lokasekúndurnar á ferli Brodda og birti á Facebook. Broddi hefur vakið sérstaka athygli fyrir áhuga sinn og fréttaflutning af náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og eldgos. Þá hefur áhugi hans á fuglum ekki farið fram hjá fólki og þá sérstaklega komu lóunnar á vorin. Það er skammt stórra högga á milli í Efstaleiti því Bogi Ágústsson, fréttaþulurinn góðkunni, lætur sömuleiðis af störfum innantíðar. Önnur kanóna sem fólk þekkir vel af skjánum. „Stóra verkefnið er þá hvernig ætlum við að fara í gegnum þetta tímabil, byggja upp reynslu og bæta upp þá þekkingu sem við erum að missa en samt að viðhalda gæðum,“ sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV í viðtali í Atvinnulífinu á Vísi á dögunum. Fleiri reynsluboltar hafa kvatt fréttastofuna nýlega og má nefna Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra og Einar Þorsteinsson fréttamann sem býður fram krafta sína í borgarstjórnarkosningum fyrir Framsóknarflokkinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tímamót Tengdar fréttir „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37 Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Rödd Brodda þekkja flestir landsmenn úr útvarpinu, án nokkurs vafa ein þekktasta rödd landsins. Samstarfsfólk Brodda á fréttastofunni fagnaði með lófaklappi þegar Broddi, með peysuna yfir öxlunum, gekk út úr útvarpsstúdíóinu í hádeginu. Fjöldinn virtist koma Brodda á óvart og hann þakkaði fyrir sig. Meirihluti fréttamanna og starfsfólk var með símana á lofti. „Ég klappa fyrir ykkur,“ sagði Broddi svo og klappaði. Þórður Helgi Þórðarson, einn af samstarfsfélögum Brodda úr útvarpinu hjá RÚV, var einn þeirra sem tók upp lokasekúndurnar á ferli Brodda og birti á Facebook. Broddi hefur vakið sérstaka athygli fyrir áhuga sinn og fréttaflutning af náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og eldgos. Þá hefur áhugi hans á fuglum ekki farið fram hjá fólki og þá sérstaklega komu lóunnar á vorin. Það er skammt stórra högga á milli í Efstaleiti því Bogi Ágústsson, fréttaþulurinn góðkunni, lætur sömuleiðis af störfum innantíðar. Önnur kanóna sem fólk þekkir vel af skjánum. „Stóra verkefnið er þá hvernig ætlum við að fara í gegnum þetta tímabil, byggja upp reynslu og bæta upp þá þekkingu sem við erum að missa en samt að viðhalda gæðum,“ sagði Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV í viðtali í Atvinnulífinu á Vísi á dögunum. Fleiri reynsluboltar hafa kvatt fréttastofuna nýlega og má nefna Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra og Einar Þorsteinsson fréttamann sem býður fram krafta sína í borgarstjórnarkosningum fyrir Framsóknarflokkinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tímamót Tengdar fréttir „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37 Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30 Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57
Einar Þorsteins hættur á RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. 3. janúar 2022 14:37
Broddi las epíska hádegisfrétt um baráttu fréttamanna RÚV við mús og rottu „Rætt verður um kött, mús og rottu í fréttatímanum,“ sagði fréttalesarinn góðkunni Broddi Broddason í inngangi að hádegisfréttatíma RÚV í dag. 7. október 2016 15:30
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein