Finnur Freyr: Við erum mjög stoltir af þessum árangri Árni Jóhannsson skrifar 31. mars 2022 21:30 Finnur Freyr þjálfari Vals var mjög ánægður með sigur sinna manna og stöðuna í deildinni. Bára Dröfn Kristinsdóttir Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr þjálfari var spurður að því hvað það hafi verið sem skóp sigur Valsmanna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Spilaði vörn held ég. Þetta varð aðeins auðveldara þegar Brynjar meiðist, ég vil nota tækiðfærið og senda honum batakveðjur, manni er illa við höfuðhöggin og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Þetta var aðeins auðveldara þegar hann er farinn út af vellinum. Það var helst varnarleikurinn sem ég var ánægður með. Það voru helst hraðar sóknir sem voru að gera út af við okkur og Þorri og Veigar gerðu mjög vel, eins og þeir hafa gert í allan vetur, en það var varnarleikurinn fyrst og fremst.“ KR gerði vel í að stöðva sóknaraðgerðir Valsmanna í fyrri hálfleik og var Finnur spurður út í hvaða breytingar hann hafi gert í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera allt of mikið út um allt og við fundum engan takt í sóknarleiknum okkar. Svo höfum við verið að skjóta boltanum vel undanfarið en fyrir utan Callum þá skutum við illa í dag. Það tvennt spilaði inn í en KR gerði jú vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik.“ Valur náði þriðja sæti deildarinnar og var Finnur, að sjálfsögðu, mjög ánægður með það. „Það eru núna tvö ár í röð sem við náum að enda deildina í topp fjórum og það er stefna hjá félaginu að festa sig í sessi sem eitt af þessum efstu sex félögum í körfuboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og nú erum við að reyna að gera slíkt hið sama karlamegin. Þannig að við erum bara mjög stoltir af þeim árangri og þá sérstaklega út af því að við höfum farið upp og niður í þessu Covid ástandi í janúar sem við lentum í. Við komum mjög illa út úr þeim leikjum og það að hafa endað í þriðja sæti í þessari deild er eitthvað sem við getum verið stoltir af.“ Finnur var þá spurður að því hvaða áherslurnar væru á æfingunum fyrir úrslitakeppnina. „Það er bara andstæðingurinn. Nú, eins og alltaf, þá þurfum við að finna leiðir til að vinna andstæðinginn. Það er þessi tími ársins þar sem næsti leikur er risastór. Við hvílum okkur í kvöld og ég og Pavel byrjum að horfa á myndbönd á morgun. Á laugardaginn verðum við vonandi komnir með plan til að undirbúa okkur sem best fyrir leikina sem eru framundan.“ Að lokum var Finnur spurður hvort hann væri ánægður með andann og holninguna á liðinu sínu. „Andinn er búinn að vera mjög flottur og ég er mjög ánægður með það hvernig hópurinn er að koma saman. Holningin í dag, ég hef séð hana betri, ég held að hluti af þessu er að menn vita að úrslitakeppnin er handan við hornið. Menn eru ekki tilbúnir að fara þessi auka 2-3 prósent sem að kannski breytir málunum og það sem koma skal í úrslitakeppninni.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Finnur Freyr var ánægður með varnarleik sinna manna í kvöld og var stoltur af árangri liðsins þennan vetur. Valur lagði KR 54-72 á Meistaravöllum í lokaumferð Subway deildar karla. Finnur Freyr þjálfari var spurður að því hvað það hafi verið sem skóp sigur Valsmanna og þá sérstaklega í seinni hálfleik. „Spilaði vörn held ég. Þetta varð aðeins auðveldara þegar Brynjar meiðist, ég vil nota tækiðfærið og senda honum batakveðjur, manni er illa við höfuðhöggin og vonandi er þetta ekki alvarlegt. Þetta var aðeins auðveldara þegar hann er farinn út af vellinum. Það var helst varnarleikurinn sem ég var ánægður með. Það voru helst hraðar sóknir sem voru að gera út af við okkur og Þorri og Veigar gerðu mjög vel, eins og þeir hafa gert í allan vetur, en það var varnarleikurinn fyrst og fremst.“ KR gerði vel í að stöðva sóknaraðgerðir Valsmanna í fyrri hálfleik og var Finnur spurður út í hvaða breytingar hann hafi gert í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera allt of mikið út um allt og við fundum engan takt í sóknarleiknum okkar. Svo höfum við verið að skjóta boltanum vel undanfarið en fyrir utan Callum þá skutum við illa í dag. Það tvennt spilaði inn í en KR gerði jú vel í varnarleiknum í fyrri hálfleik.“ Valur náði þriðja sæti deildarinnar og var Finnur, að sjálfsögðu, mjög ánægður með það. „Það eru núna tvö ár í röð sem við náum að enda deildina í topp fjórum og það er stefna hjá félaginu að festa sig í sessi sem eitt af þessum efstu sex félögum í körfuboltanum. Kvennalið Vals hefur verið frábært undanfarin ár og nú erum við að reyna að gera slíkt hið sama karlamegin. Þannig að við erum bara mjög stoltir af þeim árangri og þá sérstaklega út af því að við höfum farið upp og niður í þessu Covid ástandi í janúar sem við lentum í. Við komum mjög illa út úr þeim leikjum og það að hafa endað í þriðja sæti í þessari deild er eitthvað sem við getum verið stoltir af.“ Finnur var þá spurður að því hvaða áherslurnar væru á æfingunum fyrir úrslitakeppnina. „Það er bara andstæðingurinn. Nú, eins og alltaf, þá þurfum við að finna leiðir til að vinna andstæðinginn. Það er þessi tími ársins þar sem næsti leikur er risastór. Við hvílum okkur í kvöld og ég og Pavel byrjum að horfa á myndbönd á morgun. Á laugardaginn verðum við vonandi komnir með plan til að undirbúa okkur sem best fyrir leikina sem eru framundan.“ Að lokum var Finnur spurður hvort hann væri ánægður með andann og holninguna á liðinu sínu. „Andinn er búinn að vera mjög flottur og ég er mjög ánægður með það hvernig hópurinn er að koma saman. Holningin í dag, ég hef séð hana betri, ég held að hluti af þessu er að menn vita að úrslitakeppnin er handan við hornið. Menn eru ekki tilbúnir að fara þessi auka 2-3 prósent sem að kannski breytir málunum og það sem koma skal í úrslitakeppninni.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Sjá meira
Leik lokið: KR – Valur 54-72 | KR náði í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap Valur vann mjög góðan sigur á grönnum sínum í KR fyrr í kvöld 54-72 í lokaumferð Subway deildar karla. Valur skellti í lás í vörn sinni og sigldi heim góðum sigri sem færði þá upp í þriðja sæti deildarinnar. KR getur talist heppið en flautukarfa sem tryggði Stjörnunni sigur á Breiðablik tryggði KR sæti í úrslitakeppninni. 31. mars 2022 20:42
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn