Má hugmyndafræði borgarstjórnar kosta hvað sem er? Helgi Áss Grétarsson skrifar 31. mars 2022 08:00 Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Glærusýningar eru haldnar, borðar eru klipptir, hátimbruð orðræða viðhöfð og fallegar hugsjónir settar fram í fjölmiðlum. Minna fer fyrir framkvæmdinni og stjórnkerfið, sem núverandi borgarstjórn hefur skapað, þvælist fyrir og gerir almenningi og fyrirtækjum erfitt um vik. Stærsti vandinn við stjórn sveitarfélagsins er að kreddurnar og stjórnarhættir sem ráða för draga úr áhuga kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar á að leysa áþreifanleg viðfangsefni á hagkvæman hátt. Af þessu leiðir að verkefni eru jafnan ekki hugsuð til enda. Hér verða tvö dæmi nefnd um slík verkefni. Stafræna umbreytingin og snjómoksturinn Á yfirstandandi kjörtímabili samþykkti borgarstjórn verkefni um stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla Reykjavíkurborgar sem áætlað er að kosti kr. 10,3 milljarða. Samkvæmt frétt á mbl.is 14. september sl. hafði borgin á árinu 2021 ráðið 40 sérfræðinga til starfa vegna þessa og áformað var að ráða 20 í viðbót vegna þessa verkefnis. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu og nýjan mannskap gat almenningur vart náð sambandi við Reykjavíkurborg fyrir skömmu til að láta vita af lélegum snjómokstri. Þess í stað birtist almenningi skilaboð á heimasíðu borgarinnar þar sem sagt var að snjómokstur væri í fullum gangi og engin ástæða væri til að hafa samband – mikið álag væri á símalínum. Stafræna umbreyting er sem sagt ekki komin lengra en þetta. Það besta sem hún býður upp á er að forða starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá því að fá símtöl frá skattborgurunum sem vilja fá grunnþjónustu. Smáhýsin dýru Í upphafi þessa kjörtímabils töldu forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar það snjallræði að festa kaup á 20 smáhýsum. Markmið kaupanna var að útvega heimilislausum tímabundið húsnæði. Smíði húsanna fór fram á svæði verktaka í Kraká í Póllandi og voru þau flutt samsett til landsins. Svo sem reikna hefði mátt með frá upphafi var það flókið verkefni að koma þessum smáhýsum fyrir. Sem dæmi hefur andstaða nágranna verið mikil við að smáhýsunum sé komið fyrir nálægt þeirra íbúabyggð. Um tveggja ára skeið hafa tíu smáhýsi verið geymd fyrir allra augum í Skerjafirði og fimm til viðbótar hafa ekki komist í gagnið. Á hinn bóginn hafa alls 5 smáhýsum verið komið fyrir í Gufunesi en samkvæmt svari innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl 2021, var kostnaður við að koma hverju smáhýsi upp í Gufunesi yfir 33 milljónir. Það þýðir að fermetraverð hvers smáhýsis var yfir eina milljón króna. Það verður að teljast dýrt. Þess til viðbótar hefur rekstur smáhýsanna í Gufunesi reynst brösóttur. Fólk og fyrirtæki kalla á skilvirkni og koma hlutum í framkvæmd Rekstur sveitarfélags á að vera skýr og einfaldur. Þjónusta á borgaranna þannig að að grunnþörfum þeirra sé mætt. Leysa á með skilvirkum hætti raunveruleg vandamál venjulegs fólks og fyrirtækja. Kjörnir fulltrúar sveitarstjórna eiga að axla ábyrgð á framkvæmd verkefna, en ekki fela sig á bak við her embættismanna þegar í óefni er komið. Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um efnið, koma hagnýtum hlutum í verk sem auðvelda líf hins venjulega borgara. Hugmyndafræði ein og sér bætir ekki líf fólks. Breyta þarf um kúrs við stjórn Reykjavíkurborgar og það er hægt með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Glærusýningar eru haldnar, borðar eru klipptir, hátimbruð orðræða viðhöfð og fallegar hugsjónir settar fram í fjölmiðlum. Minna fer fyrir framkvæmdinni og stjórnkerfið, sem núverandi borgarstjórn hefur skapað, þvælist fyrir og gerir almenningi og fyrirtækjum erfitt um vik. Stærsti vandinn við stjórn sveitarfélagsins er að kreddurnar og stjórnarhættir sem ráða för draga úr áhuga kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar á að leysa áþreifanleg viðfangsefni á hagkvæman hátt. Af þessu leiðir að verkefni eru jafnan ekki hugsuð til enda. Hér verða tvö dæmi nefnd um slík verkefni. Stafræna umbreytingin og snjómoksturinn Á yfirstandandi kjörtímabili samþykkti borgarstjórn verkefni um stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla Reykjavíkurborgar sem áætlað er að kosti kr. 10,3 milljarða. Samkvæmt frétt á mbl.is 14. september sl. hafði borgin á árinu 2021 ráðið 40 sérfræðinga til starfa vegna þessa og áformað var að ráða 20 í viðbót vegna þessa verkefnis. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu og nýjan mannskap gat almenningur vart náð sambandi við Reykjavíkurborg fyrir skömmu til að láta vita af lélegum snjómokstri. Þess í stað birtist almenningi skilaboð á heimasíðu borgarinnar þar sem sagt var að snjómokstur væri í fullum gangi og engin ástæða væri til að hafa samband – mikið álag væri á símalínum. Stafræna umbreyting er sem sagt ekki komin lengra en þetta. Það besta sem hún býður upp á er að forða starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá því að fá símtöl frá skattborgurunum sem vilja fá grunnþjónustu. Smáhýsin dýru Í upphafi þessa kjörtímabils töldu forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar það snjallræði að festa kaup á 20 smáhýsum. Markmið kaupanna var að útvega heimilislausum tímabundið húsnæði. Smíði húsanna fór fram á svæði verktaka í Kraká í Póllandi og voru þau flutt samsett til landsins. Svo sem reikna hefði mátt með frá upphafi var það flókið verkefni að koma þessum smáhýsum fyrir. Sem dæmi hefur andstaða nágranna verið mikil við að smáhýsunum sé komið fyrir nálægt þeirra íbúabyggð. Um tveggja ára skeið hafa tíu smáhýsi verið geymd fyrir allra augum í Skerjafirði og fimm til viðbótar hafa ekki komist í gagnið. Á hinn bóginn hafa alls 5 smáhýsum verið komið fyrir í Gufunesi en samkvæmt svari innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl 2021, var kostnaður við að koma hverju smáhýsi upp í Gufunesi yfir 33 milljónir. Það þýðir að fermetraverð hvers smáhýsis var yfir eina milljón króna. Það verður að teljast dýrt. Þess til viðbótar hefur rekstur smáhýsanna í Gufunesi reynst brösóttur. Fólk og fyrirtæki kalla á skilvirkni og koma hlutum í framkvæmd Rekstur sveitarfélags á að vera skýr og einfaldur. Þjónusta á borgaranna þannig að að grunnþörfum þeirra sé mætt. Leysa á með skilvirkum hætti raunveruleg vandamál venjulegs fólks og fyrirtækja. Kjörnir fulltrúar sveitarstjórna eiga að axla ábyrgð á framkvæmd verkefna, en ekki fela sig á bak við her embættismanna þegar í óefni er komið. Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um efnið, koma hagnýtum hlutum í verk sem auðvelda líf hins venjulega borgara. Hugmyndafræði ein og sér bætir ekki líf fólks. Breyta þarf um kúrs við stjórn Reykjavíkurborgar og það er hægt með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun