Westbrook reifst við blaðamann eftir stórtap Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2022 16:31 Russell Westbrook var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers í leiknum gegn Dallas Mavericks með 25 stig. getty/Ron Jenkins Los Angeles Lakers steinlá fyrir Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt og er ekki lengur í umspilssæti um sæti í úrslitakeppninni. Eftir leikinn reifst Russell Westbrook við blaðamann. Lakers átti aldrei möguleika gegn Dallas í nótt og tapaði, 128-110. Dallas skoraði 82 stig í fyrri hálfleik sem er með mesta sem Lakers hefur fengið á sig eftir að félagið flutti frá Minneapolis til Los Angeles 1960. Westbrook, sem skoraði 25 stig í nótt, varð pirraður á spurningum blaðamanns Los Angeles Times, Brad Turner, eftir leikinn í Dallas. Turner spurði Westbrook hverju Lakers þyrfti að breyta áður en deildarkeppninni lyki. „Engu, maður. Engu,“ sagði Westbrook stuttur í spunann. Hann benti á að Lakers ætti enn leiki eftir eins og hin liðin sem eru í baráttunni um að komast í umspilið. Westbrook spurði svo Turner hverju hann myndi breyta hjá Lakers og hann svaraði að liðið yrði að fara að vinna leiki. „Það er flott. Ertu með svarið til að fara að vinna? Ertu með svarið til að komast á sigurbraut?“ sagði Westbrook. Leikstjórnandinn var þó nokkuð snöggur að jafna sig eftir fundinn og þeir Turner skildu sáttir. Lakers hefur tapað þremur leikjum í röð og hefur aðeins unnið fjóra af sautján leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn. Lakers hefur unnið 31 leik í vetur, tapað 44 leikjum og er í 11. sæti Vesturdeildarinnar. Liðin í 6.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Tengdar fréttir Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Lakers átti aldrei möguleika gegn Dallas í nótt og tapaði, 128-110. Dallas skoraði 82 stig í fyrri hálfleik sem er með mesta sem Lakers hefur fengið á sig eftir að félagið flutti frá Minneapolis til Los Angeles 1960. Westbrook, sem skoraði 25 stig í nótt, varð pirraður á spurningum blaðamanns Los Angeles Times, Brad Turner, eftir leikinn í Dallas. Turner spurði Westbrook hverju Lakers þyrfti að breyta áður en deildarkeppninni lyki. „Engu, maður. Engu,“ sagði Westbrook stuttur í spunann. Hann benti á að Lakers ætti enn leiki eftir eins og hin liðin sem eru í baráttunni um að komast í umspilið. Westbrook spurði svo Turner hverju hann myndi breyta hjá Lakers og hann svaraði að liðið yrði að fara að vinna leiki. „Það er flott. Ertu með svarið til að fara að vinna? Ertu með svarið til að komast á sigurbraut?“ sagði Westbrook. Leikstjórnandinn var þó nokkuð snöggur að jafna sig eftir fundinn og þeir Turner skildu sáttir. Lakers hefur tapað þremur leikjum í röð og hefur aðeins unnið fjóra af sautján leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn. Lakers hefur unnið 31 leik í vetur, tapað 44 leikjum og er í 11. sæti Vesturdeildarinnar. Liðin í 6.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Tengdar fréttir Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Varði sigurinn með tilþrifum Gríska goðið Giannis Antetokounmpo fór á kostum í toppslag austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann varði með tilþrifum skot þegar innan við tvær sekúndur voru eftir og tryggði Milwaukee Bucks 118-116 útisigur gegn Philadelphia 76ers. 30. mars 2022 08:01