Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2022 15:40 Kanarí hópurinn. Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. Grínhópurinn Kanarí mun halda uppi gleðinni sem grínstjórar á „Heimsins mikilvægasta kvöldi“ söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi sem verður í beinni útsendingu á RÚV laugardagskvöldið 2. apríl klukkan 19:45. Kanarí hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars fyrir grínþætti sína á RÚV og tóku því fagnandi að geta lagt UNICEF og góðu málefni lið sem grínstjórar þáttarins. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi. Að fá að nota grínið okkar til að vekja athygli fólks á bágri stöðu barna víðs vegar um heiminn er ómetanlegt. Svo var líka sjúklega gaman að fá að vinna með Jóni Gnarr, Annie Mist og goðsögnunum úr Spaugstofunni og fleirum,“ segja Kanarí en hópurinn samanstendur af Guðmundi Felixsyni, Steiney Skúladóttur, Guðmundi Einari, Mána Arnarsyni, Pálma Frey Haukssyni og Eygló Hilmarsdóttur. Klippa: Kanarí fyrir UNICEF „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. Þar verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF á svæðinu og eins sýnt frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Sierra Leone, Indónesíu, Bangladess og Jemen,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Gleði og von mun gegna mikilvægu hlutverki í þættinum við að tryggja jafnvægi í þeirri tilfinningarússíbanareið sem þátturinn mun leiða áhorfendur um. Óhætt er að segja að Kanarí hafi lyft grettistaki í að fá ótal þjóðþekkta einstaklinga til liðs við sig fyrir gríninnslög þáttarins, eins og sjá má í meðfylgjandi stiklu.“ Fjöldi þekktra Íslendinga leggur málefninu lið.Baldur Kristjáns Meðal gestaleikara í innslögum grínstjóranna má nefna: Annie Mist Þórisdóttir, Jón Gnarr, Steindi Jr., Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Gísli Örn Garðarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Að ógleymdu stjörnuliði tónlistarfólks á borð við Glowie, Jón Jónsson, Króla, Reykjavíkurdætur, Bassa Maraj, Gugusar, JFDR og Vigdísi í Flott, sem koma að geggjaðri endurgerð á Prumpulaginu sem einmitt fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. UNICEF á Íslandi þakkar öllum þeim fjölmörgu sem gáfu vinnu sína og lögðu samtökunum lið til að láta hann verða að veruleika. Styrktaraðilar átaksins eru Vodafone, Lindex, og Kvika banki. Einnig fær UNICEF á Íslandi styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að halda úti öflugu kynningar- og fræðslustarfi sem er hluti af þættinum. Auglýsingastofan TVIST vann markaðsátak herferðarinnar og útlit þáttarins.“ Annie Mist og Jón Gnarr taka þátt í verkefninu.Baldur Kristjáns Heimsins mikilvægasta kvöld er laugardaginn 2. apríl klukkan 19:45 á RÚV og Vodafone mun sjá um símaverið í söfnuninni. Vísir er í eigu SÝN sem er einnig eigandi Vodafone. Börn og uppeldi Grín og gaman Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Grínhópurinn Kanarí mun halda uppi gleðinni sem grínstjórar á „Heimsins mikilvægasta kvöldi“ söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi sem verður í beinni útsendingu á RÚV laugardagskvöldið 2. apríl klukkan 19:45. Kanarí hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars fyrir grínþætti sína á RÚV og tóku því fagnandi að geta lagt UNICEF og góðu málefni lið sem grínstjórar þáttarins. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að vera grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi. Að fá að nota grínið okkar til að vekja athygli fólks á bágri stöðu barna víðs vegar um heiminn er ómetanlegt. Svo var líka sjúklega gaman að fá að vinna með Jóni Gnarr, Annie Mist og goðsögnunum úr Spaugstofunni og fleirum,“ segja Kanarí en hópurinn samanstendur af Guðmundi Felixsyni, Steiney Skúladóttur, Guðmundi Einari, Mána Arnarsyni, Pálma Frey Haukssyni og Eygló Hilmarsdóttur. Klippa: Kanarí fyrir UNICEF „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. Þar verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF á svæðinu og eins sýnt frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónaveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Sierra Leone, Indónesíu, Bangladess og Jemen,“ segir í tilkynningu frá UNICEF. „Gleði og von mun gegna mikilvægu hlutverki í þættinum við að tryggja jafnvægi í þeirri tilfinningarússíbanareið sem þátturinn mun leiða áhorfendur um. Óhætt er að segja að Kanarí hafi lyft grettistaki í að fá ótal þjóðþekkta einstaklinga til liðs við sig fyrir gríninnslög þáttarins, eins og sjá má í meðfylgjandi stiklu.“ Fjöldi þekktra Íslendinga leggur málefninu lið.Baldur Kristjáns Meðal gestaleikara í innslögum grínstjóranna má nefna: Annie Mist Þórisdóttir, Jón Gnarr, Steindi Jr., Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Gísli Örn Garðarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Að ógleymdu stjörnuliði tónlistarfólks á borð við Glowie, Jón Jónsson, Króla, Reykjavíkurdætur, Bassa Maraj, Gugusar, JFDR og Vigdísi í Flott, sem koma að geggjaðri endurgerð á Prumpulaginu sem einmitt fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. „Heimsins mikilvægasta kvöld er þáttur sem enginn má missa af. UNICEF á Íslandi þakkar öllum þeim fjölmörgu sem gáfu vinnu sína og lögðu samtökunum lið til að láta hann verða að veruleika. Styrktaraðilar átaksins eru Vodafone, Lindex, og Kvika banki. Einnig fær UNICEF á Íslandi styrk frá Utanríkisráðuneytinu til að halda úti öflugu kynningar- og fræðslustarfi sem er hluti af þættinum. Auglýsingastofan TVIST vann markaðsátak herferðarinnar og útlit þáttarins.“ Annie Mist og Jón Gnarr taka þátt í verkefninu.Baldur Kristjáns Heimsins mikilvægasta kvöld er laugardaginn 2. apríl klukkan 19:45 á RÚV og Vodafone mun sjá um símaverið í söfnuninni. Vísir er í eigu SÝN sem er einnig eigandi Vodafone.
Börn og uppeldi Grín og gaman Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira