Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2022 11:03 Peskov, sem er lengst til vinstri á myndinni, virðist ekki gefa mikið fyrir yfirlýsingar gærdagsins um árangur af viðræðunum. Margir stjórnmálaskýrendur halda því raunar fram að Vladimir Pútín Rússlandforseti hafi ekki nokkurn áhuga á friði í Úkraínu. Hins vegar er ljóst að hann getur ekki haldið stríðsrekstrinum áfram út í hið óendanlega. epa/Sergei Chirikov Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. Staðhæfing Peskov er á skjön við það sem samningamenn Úkraínu og aðrir sögðu í gær; að viðræðurnar hefðu þokast áfram, en ríma við fullyrðingar leiðtoga og sérfræðinga á Vesturlöndum, sem vöruðu menn við því að hafa of miklar væntingar. Peskov sagði að það sem hefði gerst á fundinum í gær væri að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn fest tillögur sínar á blað, sem Rússar hefðu verið að bíða eftir. Tillögur Úkraínumanna fólu meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að fresta ákvörðun um Krímskaga í 15 ár, á meðan tvíhliða viðræður færu fram um málið. Rússar sögðu að loknum fundinum að þeir myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina Kænugarð og tengdu það viðræðunum. Leiðtogar og sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að treysta loforðum Rússa; líklega sé um að ræða ákvarðanir sem hagnist ekki síst þeim sjálfum; það er að segja að þeir sjái fram á að geta ekki sótt fram nema á einu svæði á einu og hyggist einbeita sér að Donbas. Það verður illmögulegt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að hætta hernaðaraðgerðum í Úkraínu án þess að ná Donbas-héruðunum á sitt vald. Hann lýsti yfir stuðningi Rússa við sjálfstæði þeirra í aðdraganda innrásarinnar og hefur ítrekað heitið því að „frelsa“ þau. Af þeim sökum má telja líklegt að héruðin séu helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum en Úkraínumenn segja ekki koma til greina að semja frá sér landsvæði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Staðhæfing Peskov er á skjön við það sem samningamenn Úkraínu og aðrir sögðu í gær; að viðræðurnar hefðu þokast áfram, en ríma við fullyrðingar leiðtoga og sérfræðinga á Vesturlöndum, sem vöruðu menn við því að hafa of miklar væntingar. Peskov sagði að það sem hefði gerst á fundinum í gær væri að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn fest tillögur sínar á blað, sem Rússar hefðu verið að bíða eftir. Tillögur Úkraínumanna fólu meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að fresta ákvörðun um Krímskaga í 15 ár, á meðan tvíhliða viðræður færu fram um málið. Rússar sögðu að loknum fundinum að þeir myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina Kænugarð og tengdu það viðræðunum. Leiðtogar og sérfræðingar hafa hins vegar varað við því að treysta loforðum Rússa; líklega sé um að ræða ákvarðanir sem hagnist ekki síst þeim sjálfum; það er að segja að þeir sjái fram á að geta ekki sótt fram nema á einu svæði á einu og hyggist einbeita sér að Donbas. Það verður illmögulegt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að hætta hernaðaraðgerðum í Úkraínu án þess að ná Donbas-héruðunum á sitt vald. Hann lýsti yfir stuðningi Rússa við sjálfstæði þeirra í aðdraganda innrásarinnar og hefur ítrekað heitið því að „frelsa“ þau. Af þeim sökum má telja líklegt að héruðin séu helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum en Úkraínumenn segja ekki koma til greina að semja frá sér landsvæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira