Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 30. mars 2022 16:25 Orrustuþoturnar tvær í bakgrunni á myndinni hér að neðan eru sagðar hafa borið kjarnorkuvopn. Flugher Svíþjóðar Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskum orrustuþotum var fyrr í mánuðinum flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn, samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar, Kínverjar og bandamenn þeirra muni skapa nýja, „réttláta“ og „lýðræðislega“ heimsskipan. Bandaríkjamenn telja ráðgjafa Pútins hafa sagt honum ósatt um stöðuna í Úkraínu af ótta við forsetann. Talið er að þrátt fyrir að Rússar hyggist senda meirihluta herafla síns til austurhluta Úkraínu muni þeir halda árásum áfram á öðrum stöðum. Til að mynda heyrðust sprengingar í Kænugarði í gærkvöldi, þrátt fyrir að Rússar hefðu sagst ætla að draga úr aðgerðum þar. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum virðast fullir efasemda um yfirlýsingar Rússa og meintan árangur af friðarviðræðunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem sagðist vilja bíða og sjá hvað gerðist næstu daga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virtist á sama máli í ávarpi sínu í nótt og sagðist ekki sjá ástæðu til þess að treysta orðum fulltrúa ríkis sem væri á sama tíma að reyna að tortíma Úkraínu. Úkraínumenn væru ekki kjánar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er kominn til Kína til að mæta á röð funda um Afganistan. Á fundunum verða sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskum orrustuþotum var fyrr í mánuðinum flogið inn í lofthelgi Svíþjóðar með kjarnorkuvopn, samkvæmt fjölmiðlum í Svíþjóð. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar, Kínverjar og bandamenn þeirra muni skapa nýja, „réttláta“ og „lýðræðislega“ heimsskipan. Bandaríkjamenn telja ráðgjafa Pútins hafa sagt honum ósatt um stöðuna í Úkraínu af ótta við forsetann. Talið er að þrátt fyrir að Rússar hyggist senda meirihluta herafla síns til austurhluta Úkraínu muni þeir halda árásum áfram á öðrum stöðum. Til að mynda heyrðust sprengingar í Kænugarði í gærkvöldi, þrátt fyrir að Rússar hefðu sagst ætla að draga úr aðgerðum þar. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum virðast fullir efasemda um yfirlýsingar Rússa og meintan árangur af friðarviðræðunum í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem sagðist vilja bíða og sjá hvað gerðist næstu daga. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virtist á sama máli í ávarpi sínu í nótt og sagðist ekki sjá ástæðu til þess að treysta orðum fulltrúa ríkis sem væri á sama tíma að reyna að tortíma Úkraínu. Úkraínumenn væru ekki kjánar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, er kominn til Kína til að mæta á röð funda um Afganistan. Á fundunum verða sendifulltrúar frá Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira