Úkraínumenn vilja fresta ákvörðun um Krímskaga um 15 ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2022 13:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, ávarpaði samninganefndirnar þegar fundurinn hófst. epa/Tyrkneska forsetaembættið Eitthvað virðist hafa þokast áfram í viðræðum Úkraínumanna og Rússa sem fram fóru í Tyrklandi í morgun en Rússar hafa meðal annars ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og tengja það við viðræðurnar. Þá hafa Úkraínumenn í fyrsta sinn greint frá tillögum sínum í heild en þær fela meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að ákvörðun um framtíð Krímskaga verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um málið fara fram. Mevut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði næsta skref fund milli utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands, þar sem þeir myndu ræða það sem fram fór milli samninganefndanna í dag. Rússar hafa þegar gefið út að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin til að skoða fund Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta um leið og samningsdrög liggja fyrir. Ágreiningurinn um Donbas enn óleystur Báðir aðilar höfðu leitast við að draga úr væntingum fyrir fundinn og þá höfðu erlendir embættismenn einnig sagt litlar líkur á stórum tíðindum að honum loknum. Bandaríkjamenn sögðu meðal annars að engar vísbendingar væru uppi um að sáttarhugur væri í Pútín. Þegar fundinum lauk í hádeginu var hins vegar greint frá því að Rússar hefðu ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn lagt tillögur sínar í heild á borðið. Í þeim felst að Úkraína lýsir yfir hlutleysi og skuldbindur sig til þess að sækjast ekki eftir aðild að Nató né heimila erlendar herstöðvar í landinu. Skilyrði fyrir þessu er að erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael, skuldbindi sig til að tryggja öryggi landsins, það er að segja grípa til varna ef Rússar ráðast aftur gegn Úkraínu. Hvað varðar framtíð Krímskaga og Donbas-héraðanna, sem eru ef til vill stærsti ásteytingarsteinninn, leggja Úkraínumenn til að ákvörðun um Krím verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um landsvæðið fara fram. Þeir vilja hins vegar ekki gefa Donbas-héruðin eftir. Eiginhagsmunagæsla? Rússar hafa nú þegar sagt að þeir geri ekki lengur kröfu um stjórnarskipti í Kænugarði né afvopnun Úkraínu. Þá virðast þeir vera að draga úr tali um „afnasistavæðingu“ landsins. Þeir eru hins vegar ekki líklegir til að gefa Donbas-héruðin eftir, þar sem ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir síðast í morgun að „frelsun“ svæðisins væru nú og hefði alltaf verið aðal markmið hinna „sérstöku hernaðaraðgerða“. Þarna ber að hafa í huga að ákvörðun Rússa um að draga úr aðgerðum við Kænugarð er ekki síður heppileg fyrir þá sjálfa, þar sem mjög hefur gengið á herafla þeirra í Úkraínu og fleiri manna þörf ef þeir hyggjast taka Donbas-héruðin. Vladimir Medisnky, aðalsamningamaður Rússa, sagði viðræðurnar í dag hafa verið uppbyggilegar og að Rússar væru að taka tvö skref til að draga úr átökum. Rússar hefðu móttekið tillögur Úkraínumanna, sem yrðu skoðaðar, afhentar forsetanum og þeim síðan svarað. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Fá 34 ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira
Þá hafa Úkraínumenn í fyrsta sinn greint frá tillögum sínum í heild en þær fela meðal annars í sér skuldbindingu um að ganga ekki í Atlantshafsbandalagið og að ákvörðun um framtíð Krímskaga verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um málið fara fram. Mevut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði næsta skref fund milli utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands, þar sem þeir myndu ræða það sem fram fór milli samninganefndanna í dag. Rússar hafa þegar gefið út að stjórnvöld í Moskvu séu reiðubúin til að skoða fund Vladimir Pútíns Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta um leið og samningsdrög liggja fyrir. Ágreiningurinn um Donbas enn óleystur Báðir aðilar höfðu leitast við að draga úr væntingum fyrir fundinn og þá höfðu erlendir embættismenn einnig sagt litlar líkur á stórum tíðindum að honum loknum. Bandaríkjamenn sögðu meðal annars að engar vísbendingar væru uppi um að sáttarhugur væri í Pútín. Þegar fundinum lauk í hádeginu var hins vegar greint frá því að Rússar hefðu ákveðið að draga úr hernaðaraðgerðum við Kænugarð og að Úkraínumenn hefðu í fyrsta sinn lagt tillögur sínar í heild á borðið. Í þeim felst að Úkraína lýsir yfir hlutleysi og skuldbindur sig til þess að sækjast ekki eftir aðild að Nató né heimila erlendar herstöðvar í landinu. Skilyrði fyrir þessu er að erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Ísrael, skuldbindi sig til að tryggja öryggi landsins, það er að segja grípa til varna ef Rússar ráðast aftur gegn Úkraínu. Hvað varðar framtíð Krímskaga og Donbas-héraðanna, sem eru ef til vill stærsti ásteytingarsteinninn, leggja Úkraínumenn til að ákvörðun um Krím verði frestað í 15 ár á meðan tvíhliða viðræður um landsvæðið fara fram. Þeir vilja hins vegar ekki gefa Donbas-héruðin eftir. Eiginhagsmunagæsla? Rússar hafa nú þegar sagt að þeir geri ekki lengur kröfu um stjórnarskipti í Kænugarði né afvopnun Úkraínu. Þá virðast þeir vera að draga úr tali um „afnasistavæðingu“ landsins. Þeir eru hins vegar ekki líklegir til að gefa Donbas-héruðin eftir, þar sem ráðamenn í Rússlandi lýstu því yfir síðast í morgun að „frelsun“ svæðisins væru nú og hefði alltaf verið aðal markmið hinna „sérstöku hernaðaraðgerða“. Þarna ber að hafa í huga að ákvörðun Rússa um að draga úr aðgerðum við Kænugarð er ekki síður heppileg fyrir þá sjálfa, þar sem mjög hefur gengið á herafla þeirra í Úkraínu og fleiri manna þörf ef þeir hyggjast taka Donbas-héruðin. Vladimir Medisnky, aðalsamningamaður Rússa, sagði viðræðurnar í dag hafa verið uppbyggilegar og að Rússar væru að taka tvö skref til að draga úr átökum. Rússar hefðu móttekið tillögur Úkraínumanna, sem yrðu skoðaðar, afhentar forsetanum og þeim síðan svarað.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Fá 34 ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Sjá meira