Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 11:49 Hannes S. Jónsson varð fyrir miklum vonbrigðum með það sem kom fram í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun í fjármálaráðuneytinu í morgun. Í henni er ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi. Í fjármálaáætluninni segir að ýmis stærri fjárfestingarverkefni hafi verið í skoðun á undanfarin misseri, meðal annars bygging nýs þjóðarleikvangs í íþróttum. Samkvæmt fjármálaáætluninni eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlagt umfang framkvæmda liggur ekki fyrir. Og sökum þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjáráætluninni. Það er engum ofsögum sagt að Hannes hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með það sem fram kemur í fjármálaáætluninni. „Þetta eru veruleg vonbrigði og úr takti við það sem við bjuggumst við að yrði,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „Það er búið að vinna að þessum þjóðarleikvöngum í dálítinn langan tíma og núna átti eitthvað að gera. Ég verð að segja það alveg eins og er að það eru mikil vonbrigði að sjá ekki neinn pening í þjóðarleikvang á þessum fjórum árum, þótt það sé einhver smá texti þar sem ýjað er að því að það sé verið að skoða þetta. En þetta er ekki það sem við höfum verið að ræða og engan veginn í takti við það sem ráðamenn hafa sagt við okkur undanfarna mánuði.“ Hannes er ekki bara ósáttur við ríkisstjórnina þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Vegna þess að Laugardalshöllin er ónothæf þurftu körfuboltalandsliðin að spila leiki annars staðar með tilheyrandi kostnaði og KKÍ hefur ekki fengið þann stuðning frá ríkinu sem sambandið óskaði eftir. Stjórnmálamenn segja meira en þeir meina „Íþróttahreyfingin hefur í marga mánuði beðið eftir auka stuðningi vegna kórónuveirufaraldursins. Það hefur ekkert komið. Við hjá KKÍ óskuðum eftir stuðningi því við þurftum að taka aukakrók á okkur vegna þess að við gátum ekki spilað heimaleik við Rússa í nóvember. Við urðum fyrir miklum aukakostnaði og höfum ítrekað óskað eftir stuðningi vegna þess. Við þurftum líka að spila leik á Ásvöllum sem kostaði fullt af pening. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð,“ sagði Hannes. „Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn segi miklu meira en þeir meina þegar kemur að þjóðarleikvangi og íþróttahreyfingunni almennt og það er mikið áhyggjuefni.“ Ekki í anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur Hannes segir að Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, sé nokkuð drífandi þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs en það nái ekki lengra. „Hann reynir það sem hann getur gert en nær kannski ekki til fjármálaráðherra og það eru mikil vonbrigði. Þetta er í ekki anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur. Við höfum treyst því sem okkur hefur verið sagt,“ sagði Hannes. „Við höfum reglulega þurft að gefa FIBA [Alþjóða körfuknattleikssambandinu] skýrslu um stöðuna á þessu undanfarna mánuði. Þá var nánast búið að gefa út að það yrði farið af stað í einhverja alvöru vinnu í síðasta lagi í lok þessa árs. Það kostar pening að teikna og fara í undirbúningsvinnu og ef sá peningur verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi eftir 2027 fer engin vinna í gang á næstunni.“ Alltaf slegin niður með neikvæðum fréttum Hannes er orðinn þreyttur á að spóla sífellt í sömu hjólförunum og sjá mál nýs þjóðarleikvangs ekki komast af viðræðustigi. „Við í íþróttahreyfingunni höfum lagt á okkur mikla vinnu undanfarin ár, og sérstaklega mánuði, í að reyna að finna lausn á þessum málum. Það er alltaf sagt að það sé áhugi en alltaf erum við slegin niður með neikvæðum fréttum. Það er ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð, það verða að fylgja fjármunir með þeim. Þetta er ár eftir ár, mánuð eftir mánuð og við erum orðin virkilega þreytt á þessu,“ sagði Hannes að lokum. Körfubolti Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun í fjármálaráðuneytinu í morgun. Í henni er ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi. Í fjármálaáætluninni segir að ýmis stærri fjárfestingarverkefni hafi verið í skoðun á undanfarin misseri, meðal annars bygging nýs þjóðarleikvangs í íþróttum. Samkvæmt fjármálaáætluninni eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlagt umfang framkvæmda liggur ekki fyrir. Og sökum þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjáráætluninni. Það er engum ofsögum sagt að Hannes hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með það sem fram kemur í fjármálaáætluninni. „Þetta eru veruleg vonbrigði og úr takti við það sem við bjuggumst við að yrði,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „Það er búið að vinna að þessum þjóðarleikvöngum í dálítinn langan tíma og núna átti eitthvað að gera. Ég verð að segja það alveg eins og er að það eru mikil vonbrigði að sjá ekki neinn pening í þjóðarleikvang á þessum fjórum árum, þótt það sé einhver smá texti þar sem ýjað er að því að það sé verið að skoða þetta. En þetta er ekki það sem við höfum verið að ræða og engan veginn í takti við það sem ráðamenn hafa sagt við okkur undanfarna mánuði.“ Hannes er ekki bara ósáttur við ríkisstjórnina þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Vegna þess að Laugardalshöllin er ónothæf þurftu körfuboltalandsliðin að spila leiki annars staðar með tilheyrandi kostnaði og KKÍ hefur ekki fengið þann stuðning frá ríkinu sem sambandið óskaði eftir. Stjórnmálamenn segja meira en þeir meina „Íþróttahreyfingin hefur í marga mánuði beðið eftir auka stuðningi vegna kórónuveirufaraldursins. Það hefur ekkert komið. Við hjá KKÍ óskuðum eftir stuðningi því við þurftum að taka aukakrók á okkur vegna þess að við gátum ekki spilað heimaleik við Rússa í nóvember. Við urðum fyrir miklum aukakostnaði og höfum ítrekað óskað eftir stuðningi vegna þess. Við þurftum líka að spila leik á Ásvöllum sem kostaði fullt af pening. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð,“ sagði Hannes. „Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn segi miklu meira en þeir meina þegar kemur að þjóðarleikvangi og íþróttahreyfingunni almennt og það er mikið áhyggjuefni.“ Ekki í anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur Hannes segir að Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, sé nokkuð drífandi þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs en það nái ekki lengra. „Hann reynir það sem hann getur gert en nær kannski ekki til fjármálaráðherra og það eru mikil vonbrigði. Þetta er í ekki anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur. Við höfum treyst því sem okkur hefur verið sagt,“ sagði Hannes. „Við höfum reglulega þurft að gefa FIBA [Alþjóða körfuknattleikssambandinu] skýrslu um stöðuna á þessu undanfarna mánuði. Þá var nánast búið að gefa út að það yrði farið af stað í einhverja alvöru vinnu í síðasta lagi í lok þessa árs. Það kostar pening að teikna og fara í undirbúningsvinnu og ef sá peningur verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi eftir 2027 fer engin vinna í gang á næstunni.“ Alltaf slegin niður með neikvæðum fréttum Hannes er orðinn þreyttur á að spóla sífellt í sömu hjólförunum og sjá mál nýs þjóðarleikvangs ekki komast af viðræðustigi. „Við í íþróttahreyfingunni höfum lagt á okkur mikla vinnu undanfarin ár, og sérstaklega mánuði, í að reyna að finna lausn á þessum málum. Það er alltaf sagt að það sé áhugi en alltaf erum við slegin niður með neikvæðum fréttum. Það er ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð, það verða að fylgja fjármunir með þeim. Þetta er ár eftir ár, mánuð eftir mánuð og við erum orðin virkilega þreytt á þessu,“ sagði Hannes að lokum.
Körfubolti Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Sjá meira