Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 21:52 Leiðtogar ríkja NATO hittust í Brussel í síðustu viku. AP Photo/Thibault Camus Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín. Leiðtogar NATO-ríkjanna funduðu í Brussel í síðustu viku, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Í frétt Bloomberg af viðræðum sem þar áttu sér stað á milli leiðtoga kemur fram að tvær fylkingar séu að myndast innan bandalagsins um það hvernig best sé að takast á við Pútín til að draga úr átökum í Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, telur til að mynda best að halda viðræðum áfram í von um að hægt sé að semja um vopnahlé. Hægt sé að fá Rússa til að hverfa úr Úkraínu með diplómatískum leiðum. Kollegar Macron í Berlín eru á sömu bylgjulengd ef marka má frétt Bloomberg. „Okkar helsta markmið er að ná að semja um vopnahlé svo að drápin geti hætt,“ sagði Steffen Heibestreit, talsmaður Olaf Scholz Þýskalandskanslara í dag. Leiðtogar Póllands, Bretlands og ríkja Austur-Evrópu, að Ungverjalandi undanskildu, virðast vera á öndverðum meiði samkvæmt frétt Bloomberg, þar sem meðal annars er vísað í skjöl af fundum leiðtoganna. Telja leiðtogar þessara ríkja að sú stefna sem Þjóðverjar og Frakkar vilja setja á oddinn sé ekki til gagns. Efast þeir um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilindum og að hægt verði að semja um ásættanleg frið. Er Andrzej Duda, forseti Póllands, meðal annars hafa spurt kollega sína að því hvort að þeir teldu svo vera að þeir skilmálar sem Pútin hefur boðað í vopnahlésviðræðum væru ásættanlegir. Vopnahlésviðræður á milli Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi á morgun. NATO Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkjanna funduðu í Brussel í síðustu viku, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Í frétt Bloomberg af viðræðum sem þar áttu sér stað á milli leiðtoga kemur fram að tvær fylkingar séu að myndast innan bandalagsins um það hvernig best sé að takast á við Pútín til að draga úr átökum í Úkraínu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, telur til að mynda best að halda viðræðum áfram í von um að hægt sé að semja um vopnahlé. Hægt sé að fá Rússa til að hverfa úr Úkraínu með diplómatískum leiðum. Kollegar Macron í Berlín eru á sömu bylgjulengd ef marka má frétt Bloomberg. „Okkar helsta markmið er að ná að semja um vopnahlé svo að drápin geti hætt,“ sagði Steffen Heibestreit, talsmaður Olaf Scholz Þýskalandskanslara í dag. Leiðtogar Póllands, Bretlands og ríkja Austur-Evrópu, að Ungverjalandi undanskildu, virðast vera á öndverðum meiði samkvæmt frétt Bloomberg, þar sem meðal annars er vísað í skjöl af fundum leiðtoganna. Telja leiðtogar þessara ríkja að sú stefna sem Þjóðverjar og Frakkar vilja setja á oddinn sé ekki til gagns. Efast þeir um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilindum og að hægt verði að semja um ásættanleg frið. Er Andrzej Duda, forseti Póllands, meðal annars hafa spurt kollega sína að því hvort að þeir teldu svo vera að þeir skilmálar sem Pútin hefur boðað í vopnahlésviðræðum væru ásættanlegir. Vopnahlésviðræður á milli Rússlands og Úkraínu fara fram í Tyrklandi á morgun.
NATO Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. 24. mars 2022 23:14
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent