Tekur ummælin um Pútín ekki til baka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 20:30 Joe Biden er forseti Bandaríkjanna. (AP Photo/Patrick Semansky) Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að taka ummæli hans um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti geti ekki verið áfram við völd, til baka. Biden segir þó að orð hans feli ekki í sér stefnubreytingu af hálfu bandarískra yfirvalda. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd,“ sagði Biden um Pútín í ræðu fyrir framan fjölda fólks í Varsjá, höfuðborg Póllands, um helgina. Ummælin vöktu strax mikið umtal og fjallað var um þau í helstu fjölmiðlum heims, enda ekki oft sem forseti Bandaríkjanna virðist kalla eftir því opinberlega að valdaskipti verði í Rússlandi. Biden on Putin: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” pic.twitter.com/atNZtCPvAM— Aaron Rupar (@atrupar) March 26, 2022 Bandarískir embættismenn voru snöggir að túlka orð forsetans á þá vegu að hann hafi ekki verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Rússlandi, heldur hefði hann meint að ekki mætti leyfa Pútín að beita valdi sínu gegn nágrannaþjóðum Rússlands. Biden sjálfur ræddi stuttlega um ræðuna á fundi í Hvíta húsinu í Washington í dag þar sem hann sagði að hann myndi ekki taka ummælin til baka. „Ég mun ekki taka neitt til baka,“ sagði Biden er hann freistaði þess að útskýra samhengið sem ummælin voru látin falla í. „Ég var að tjá hneykslun mína á því gjörðum Pútíns og hvað hann hefur gert gert,“ sagði Biden og bætti við að fyrir ræðuna hafi hann hitt úkraínska flóttamenn. „Ég var ekki þá, né núna, að tala fyrir stefnubreytingu af hálfu stjórnarinnar.“ Joe Biden Vladimír Pútín Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Mikilvægt að Pútín græði ekki á innrásinni Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. 26. mars 2022 20:32 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd,“ sagði Biden um Pútín í ræðu fyrir framan fjölda fólks í Varsjá, höfuðborg Póllands, um helgina. Ummælin vöktu strax mikið umtal og fjallað var um þau í helstu fjölmiðlum heims, enda ekki oft sem forseti Bandaríkjanna virðist kalla eftir því opinberlega að valdaskipti verði í Rússlandi. Biden on Putin: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” pic.twitter.com/atNZtCPvAM— Aaron Rupar (@atrupar) March 26, 2022 Bandarískir embættismenn voru snöggir að túlka orð forsetans á þá vegu að hann hafi ekki verið að kalla eftir stjórnarskiptum í Rússlandi, heldur hefði hann meint að ekki mætti leyfa Pútín að beita valdi sínu gegn nágrannaþjóðum Rússlands. Biden sjálfur ræddi stuttlega um ræðuna á fundi í Hvíta húsinu í Washington í dag þar sem hann sagði að hann myndi ekki taka ummælin til baka. „Ég mun ekki taka neitt til baka,“ sagði Biden er hann freistaði þess að útskýra samhengið sem ummælin voru látin falla í. „Ég var að tjá hneykslun mína á því gjörðum Pútíns og hvað hann hefur gert gert,“ sagði Biden og bætti við að fyrir ræðuna hafi hann hitt úkraínska flóttamenn. „Ég var ekki þá, né núna, að tala fyrir stefnubreytingu af hálfu stjórnarinnar.“
Joe Biden Vladimír Pútín Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Mikilvægt að Pútín græði ekki á innrásinni Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. 26. mars 2022 20:32 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Vaktin: Mikilvægt að Pútín græði ekki á innrásinni Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 17:00
Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd“ Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, „geti ekki verið áfram við völd.“ Ummælin hafa vakið hörð viðbrögð. 26. mars 2022 20:32