Segja Rússa beita efnavopnum í Austur-Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 12:32 Rússar hafa verið sakaðir um að beita efnavopnum í Austur-Úkraínu. AP Photo/Nariman El-Mofty Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. „Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í ávarpi sem hann flutti í Póllandi í gærkvöldi. Yfirlýsingar hans um Pútín hafa valdið miklu fjaðrafoki innan bandaríska stjórnkerfisins. Anthony Blinken utanríkisráðherra og Hvíta húsið hafa síðan lýst því yfir að Biden hafi ekki verið að hvetja til þess að Pútín verði steypt af stóli. Hart hefur verið barist í Úkraínu í nótt og í morgun og Rússar gerðu fjórar árásir á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í nótt, sem eru mestu árásir á borgina frá upphafi stríðsins. Rússar beina nú spjótum sínum sérstaklega að eldsneytis- og matargeymslum og úkraínsk stjórnvöld keppast nú við að færa birgðir sínar til að fela þær frá Rússum. Varnarmálaráðuneyti Bretlands lýsti því í morgun að Rússar virðist nú einbeita sér að hernaðaraðgerðum í austurhluta Úkraínu en Rússar lýstu því yfir fyrir helgi að meginmarkmið aðgerðanna sé nú að frelsa Donbas-héruðin undan oki úkraínskra stjórnvalda. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði þá í morgun að ráðist verði í skæruliðahernað gegn rússneskum hersveitium í héruðunum tveimur á næstu dögum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk tilkynnti það í morgun að stefnt sé á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um það hvort héraðið sameinist Rússlandi. Úkraínska leyniþjónustan telur að Rússar vilji skipta Úkraínu í tvennt og mynda eins konar Suður- og Norður-Kóreu í Úkraínu. Rússar hafa þá enn eina ferðina hótað að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að Moskva myndi ekki hika við að beita slíkum vopnum. this isn't White Phosphorus, these are thermite incendiary submunitions which are in fact even worse. we've seen similar footage of these unguided 9M22S incendiary Grad rockets in use by the Russians in Syria countless times before https://t.co/szTtXQkGPy— Samir (@obretix) March 24, 2022 Úkraínskar hersveitir hafa þá haldið því fram um helgina að rússneski herinn hafi beitt efnavopninu fosfór gegn þeim nærri borginni Avdiivka í austurhluta Úkraínu. Ekki hefur tekist að staðfesta þær staðhæfingar en Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur haldið þessu sama fram. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01 Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
„Í Guðs bænum, þessi maður getur ekki verið lengur við völd.“ Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti í ávarpi sem hann flutti í Póllandi í gærkvöldi. Yfirlýsingar hans um Pútín hafa valdið miklu fjaðrafoki innan bandaríska stjórnkerfisins. Anthony Blinken utanríkisráðherra og Hvíta húsið hafa síðan lýst því yfir að Biden hafi ekki verið að hvetja til þess að Pútín verði steypt af stóli. Hart hefur verið barist í Úkraínu í nótt og í morgun og Rússar gerðu fjórar árásir á borgina Lvív í vesturhluta Úkraínu í nótt, sem eru mestu árásir á borgina frá upphafi stríðsins. Rússar beina nú spjótum sínum sérstaklega að eldsneytis- og matargeymslum og úkraínsk stjórnvöld keppast nú við að færa birgðir sínar til að fela þær frá Rússum. Varnarmálaráðuneyti Bretlands lýsti því í morgun að Rússar virðist nú einbeita sér að hernaðaraðgerðum í austurhluta Úkraínu en Rússar lýstu því yfir fyrir helgi að meginmarkmið aðgerðanna sé nú að frelsa Donbas-héruðin undan oki úkraínskra stjórnvalda. Yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins sagði þá í morgun að ráðist verði í skæruliðahernað gegn rússneskum hersveitium í héruðunum tveimur á næstu dögum. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Luhansk tilkynnti það í morgun að stefnt sé á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu sem allra fyrst um það hvort héraðið sameinist Rússlandi. Úkraínska leyniþjónustan telur að Rússar vilji skipta Úkraínu í tvennt og mynda eins konar Suður- og Norður-Kóreu í Úkraínu. Rússar hafa þá enn eina ferðina hótað að beita kjarnorkuvopnum í stríðinu í Úkraínu en Dmitri Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður þjóðaröryggisráðsins, sagði í gær að Moskva myndi ekki hika við að beita slíkum vopnum. this isn't White Phosphorus, these are thermite incendiary submunitions which are in fact even worse. we've seen similar footage of these unguided 9M22S incendiary Grad rockets in use by the Russians in Syria countless times before https://t.co/szTtXQkGPy— Samir (@obretix) March 24, 2022 Úkraínskar hersveitir hafa þá haldið því fram um helgina að rússneski herinn hafi beitt efnavopninu fosfór gegn þeim nærri borginni Avdiivka í austurhluta Úkraínu. Ekki hefur tekist að staðfesta þær staðhæfingar en Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur haldið þessu sama fram.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01 Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23 Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bein útsending: Innrás Rússa í Úkraínu, salan á Íslandsbanka og orkuskipti Málefni Úkraínu verða fyrst á dagskrá í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag. Brynja Huld Óskarsdóttir sérfræðingur í varnar- og öryggismálum ræða málin ásamt Jóni Ólafssyni prófessor og einum helsta sérfræðingi í málefnum Rússlands. 27. mars 2022 10:01
Vaktin: Biden segir Pútín „slátrara“ sem megi ekki halda völdum Joe Biden Bandaríkjaforseti var harðorður í garð kollega síns í Rússlandi í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í gærkvöldi. Hann flutti ávarpið eftir að hafa heimsótt úkraínska flóttamenn í Póllandi. 27. mars 2022 09:23
Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 27. mars 2022 07:56