Stefnir allt í harða baráttu um toppsæti austurdeildar NBA Atli Arason skrifar 27. mars 2022 10:00 Kevin Durant , leikmaður Brooklyn Nets. AP Photo/Seth Wenig Það verður hart barist um síðustu sætin í úrslitakeppninni NBA nú þegar líður á seinni hluta deildarkeppninnar. Á nokkrum vígvöllum í töflunni í báðum deildum munar ekki nema einum sigri á milli sæta. Eftir fjórða tap Heat í röð munar einungis hálfum sigurleik á milli liðanna í efstu fjóru sætum austurdeildar. Brooklyn Nets 110-95 Miami Heat Kevin Durant var í stuði þegar Nets unnu 15 stiga sigur í Miami gegn Heat. Durant var stigahæstur með 23 stig. Tap Heat er þeirra fjórða í röð og missir liðið því toppsætið til 76ers. Nets er í áttunda sæti, þremur sigurleikjum á eftir Raptors í sjötta sæti. Sacramento Kings 114 - 110 Orlando Magic Kings heldur vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir sigur á Magic eftir framlengdan leik. Magic er í botnsæti austurdeildar og er það löngu ljóst að liðið á ekki möguleika á sæti úrslitakeppninni. Kings eru í 13. sæti vesturdeildar, fjórum sigurleikjum frá úrslitakeppninni. Davion Mitchell var besti leikmaður vallarins með 22 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar fyrir Kings. Mo Bamba hélt Magic á floti með 19 stigum ásmat því að taka 12 fráköst. Chicago Bulls 98-94 Cleveland Cavaliers Bulls sótti sigur í Cleveland gegn Cavs. Með sigrinum styrkir Bulls stöðu sína fimmta sæti deildarinnar en tapið er frekar grátlegt fyrir Cavaliers þar sem þeir missa bílstjórasætið til Raptors um síðasta örugga sætið í úrslitakeppninni. Cavaliers er nú í sjöunda sæti og gæti neyðst til að fara í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Zach LaVine var stigahæsti leikmaður Bulls með 25 stig en Darius Garland var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig fyrir Cavaliers. Indiana Pacers 91-131 Toronto Raptors Raptors áttu ekki í vandræðum með Pacers á heimavelli en leikurinn tafðist aðeins vegna þess að rýma þurfti höllina í hálfleik þegar það kviknaði í hátalara á vellinum. Leikurinn gat svo haldið áfram eftir að slökkviliðsmenn náðu að drepa eldinn. Raptors er eftir sigurinn komið í sjötta sæti austurdeildar á meðan Pacers er í 13. sæti. Pascal Siakam gerði 23 stig fyrir Raptors á meðan Oshae Brissett var stigahæstur hjá Pacers með 21 stig. San Antonio Spurs 107 - 103 New Orleans Pelicans Spurs unnu nauðsynlegan fjögurra stiga sigur á Pelicans. Þetta var síðasta innbyrðis viðureign liðanna en Spurs hefur unnið þrjá af fjórum leikjum. Pelicans er í 10. og síðasta sæti sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppnirnar en Spurs er í 11. sæti einum sigri á eftir Pelicans þegar átta leikir eru eftir af tímabilinu. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu hjá Spurs. 15 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar. CJ McCollum var stigahæsti leikmaður vallarins en hann gerði 32 stig fyrir Pelicans. Milwaukee Bucks 102-127 Memphis Grizzlies Grizzlies áttu ekki í vandræðum með meistara Bucks á heimavelli sínum í Memphis. Fimm leikmenn Grizzlies fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori en stigahæstur þeirra var varamaðurinn De'Anthony Melton með 24 stig. Giannis Antetokounmpo var eins og oft áður allt í öllu í leik Bucks en Grikkinn gerði 30 stig og tók 11 fráköst. Bucks er nú dottið niður í fjórða sæti austurdeildar á eftir Celtics á meðan Grizzlies styrkir stöðu sína í öðru sæti vesturdeildarinnar. Oklahoma City Thunder 107-113 Denver Nuggets Það réði enginn við Nikola Jokić sem gerði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í fimm stiga sigri Nuggets á Thunder. Theo Maledon var atkvæðamestur í liði Thunder með 20 stig. Nuggets er því áfram í sjötta sæti vesturdeildar sem gefur öruggt sæti í úrslitakeppninni. Liðið er þó einungis einum sigri á undan Timberwolves. Thunder er í 14. sæti vesturdeildarinnar. Houston Rockets 115-98 Portland Trail Blazers Eftir brösugt gengi og vera nánast fastir við botnsætið lengst af var Rockets að vinna sinn annan sigur í röð með 17 stiga sigri á Trail Blazers. Rockets er þó áfram í neðsta sæti vesturdeildarinnar en Trail Blazers eru þremur sætum ofar í því 12. Tapið hjá Trail Blazers í nótt var þeirra þriðja í röð og núna eru þeir fjórum sigrum frá 10. sætinu sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar þegar átta leikir eru eftir. Varamaðurinn Alperen Sengun var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Rockets. Trendon Watford var besti leikmaður Trail Blazers með 15 stig og 10 fráköst. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Brooklyn Nets 110-95 Miami Heat Kevin Durant var í stuði þegar Nets unnu 15 stiga sigur í Miami gegn Heat. Durant var stigahæstur með 23 stig. Tap Heat er þeirra fjórða í röð og missir liðið því toppsætið til 76ers. Nets er í áttunda sæti, þremur sigurleikjum á eftir Raptors í sjötta sæti. Sacramento Kings 114 - 110 Orlando Magic Kings heldur vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir sigur á Magic eftir framlengdan leik. Magic er í botnsæti austurdeildar og er það löngu ljóst að liðið á ekki möguleika á sæti úrslitakeppninni. Kings eru í 13. sæti vesturdeildar, fjórum sigurleikjum frá úrslitakeppninni. Davion Mitchell var besti leikmaður vallarins með 22 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar fyrir Kings. Mo Bamba hélt Magic á floti með 19 stigum ásmat því að taka 12 fráköst. Chicago Bulls 98-94 Cleveland Cavaliers Bulls sótti sigur í Cleveland gegn Cavs. Með sigrinum styrkir Bulls stöðu sína fimmta sæti deildarinnar en tapið er frekar grátlegt fyrir Cavaliers þar sem þeir missa bílstjórasætið til Raptors um síðasta örugga sætið í úrslitakeppninni. Cavaliers er nú í sjöunda sæti og gæti neyðst til að fara í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Zach LaVine var stigahæsti leikmaður Bulls með 25 stig en Darius Garland var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig fyrir Cavaliers. Indiana Pacers 91-131 Toronto Raptors Raptors áttu ekki í vandræðum með Pacers á heimavelli en leikurinn tafðist aðeins vegna þess að rýma þurfti höllina í hálfleik þegar það kviknaði í hátalara á vellinum. Leikurinn gat svo haldið áfram eftir að slökkviliðsmenn náðu að drepa eldinn. Raptors er eftir sigurinn komið í sjötta sæti austurdeildar á meðan Pacers er í 13. sæti. Pascal Siakam gerði 23 stig fyrir Raptors á meðan Oshae Brissett var stigahæstur hjá Pacers með 21 stig. San Antonio Spurs 107 - 103 New Orleans Pelicans Spurs unnu nauðsynlegan fjögurra stiga sigur á Pelicans. Þetta var síðasta innbyrðis viðureign liðanna en Spurs hefur unnið þrjá af fjórum leikjum. Pelicans er í 10. og síðasta sæti sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppnirnar en Spurs er í 11. sæti einum sigri á eftir Pelicans þegar átta leikir eru eftir af tímabilinu. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu hjá Spurs. 15 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar. CJ McCollum var stigahæsti leikmaður vallarins en hann gerði 32 stig fyrir Pelicans. Milwaukee Bucks 102-127 Memphis Grizzlies Grizzlies áttu ekki í vandræðum með meistara Bucks á heimavelli sínum í Memphis. Fimm leikmenn Grizzlies fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori en stigahæstur þeirra var varamaðurinn De'Anthony Melton með 24 stig. Giannis Antetokounmpo var eins og oft áður allt í öllu í leik Bucks en Grikkinn gerði 30 stig og tók 11 fráköst. Bucks er nú dottið niður í fjórða sæti austurdeildar á eftir Celtics á meðan Grizzlies styrkir stöðu sína í öðru sæti vesturdeildarinnar. Oklahoma City Thunder 107-113 Denver Nuggets Það réði enginn við Nikola Jokić sem gerði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í fimm stiga sigri Nuggets á Thunder. Theo Maledon var atkvæðamestur í liði Thunder með 20 stig. Nuggets er því áfram í sjötta sæti vesturdeildar sem gefur öruggt sæti í úrslitakeppninni. Liðið er þó einungis einum sigri á undan Timberwolves. Thunder er í 14. sæti vesturdeildarinnar. Houston Rockets 115-98 Portland Trail Blazers Eftir brösugt gengi og vera nánast fastir við botnsætið lengst af var Rockets að vinna sinn annan sigur í röð með 17 stiga sigri á Trail Blazers. Rockets er þó áfram í neðsta sæti vesturdeildarinnar en Trail Blazers eru þremur sætum ofar í því 12. Tapið hjá Trail Blazers í nótt var þeirra þriðja í röð og núna eru þeir fjórum sigrum frá 10. sætinu sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar þegar átta leikir eru eftir. Varamaðurinn Alperen Sengun var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Rockets. Trendon Watford var besti leikmaður Trail Blazers með 15 stig og 10 fráköst.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira