Fyrstu hjónin utan Bandaríkjanna sem eru tilnefnd til Óskars Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. mars 2022 14:01 Javier Bardem og Penélope Cruz. JUAN NAHARRO GIMENEZ/WIREIMAGE Óskarsverðlaunin verða afhent í Hollywood í kvöld. Í fyrsta sinn í sögunni eru hjón sem ekki hafa ensku að móðurmáli tilnefnd sem besti leikari og leikkona fyrir leik í aðalhlutverki. Spænsku leikararnir Penélope Cruz og Javier Bardem eru 6. hjónin sem eru tilnefnd samtímis til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndaleik, en þau eru fyrstu hjónin utan hins enskumælandi heims. Þetta er 4. tilnefning beggja og þau hafa bæði hlotið Óskarsverðlaunin einu sinni, hann árið 2008 fyrir magnaðan leik í kvikmynd þeirra Cohen-bræðra, No Country for Old Men og Cruz, ári síðar, fyrir leik sinn í mynd Woody Allens, Vicky, Christina, Barcelona. Þar léku þau einmitt saman og þar hófst ástarsamband þeirra, árið 2007. Í dag eru þau gift og eiga tvö börn Lúnu og Leó. Leiðir þeirra lágu þó saman miklu fyrr, þegar þau léku saman í hinni ögrandi og stórskemmtilegu mynd Jamón, jamón, sem á hinu ástkæra og ylhýra útleggst einfaldlega Skinka, skinka. Það var árið 1992, en þá var Cruz einungis 16 ára gömul. Þau voru það sama ár bæði valin nýliðar ársins í spænskum kvikmyndum og hafa verið í fremstu röð síðan. Ólíkur bakgrunnur Bakgrunnur þessara stjörnuhjóna gæti þó vart verið ólíkari. Javier Bardem, sem er 53ja ára, er fæddur inn í eina mestu leikarafjölskyldu Spánar, móðir hans, afi og amma, systkini, frændur og frænkur eru leikarar og forfeður hans hafa leikið eða komið að kvikmyndagerð frá örófi. Það var því nánast skrifað í skýin að hann myndi feta þá sömu stigu. Sú var ekki raunin, með Penélope Cruz. Hún er 48 ára, fædd í úthverfi í Madrid, dóttir kaupmanns og hárgreiðslukonu, en með því að ljúga til um aldur fékk hún hlutverk í hinni fyrrnefndu mynd Skinka, skinka. Þau eru fyrstu Spánverjarnir sem tilnefndir voru til Óskarsverðlauna, hann var fyrst tilnefndur árið 2001 og hún var fyrst tilnefnd árið 2007. Spánverjar bíða spenntir Bardem segist vera afskaplega ánægður með tilnefningarnar, sérstaklega tilnefningu eiginkonunnar, án hennar hefði hans tilnefning verið einskis virði. Penélope segir að þau hjón hafi fylgst með þegar tilnefningarnar voru tilkynntar fyrir rúmum mánuði. Fyrirfram hafi þau talið ómögulegt að þau yrðu bæði tilnefnd. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J2Raeh-Cwss">watch on YouTube</a> Hún segir að þau hafi öskrað hlegið og grátið þegar nöfn þeirra voru lesin upp, en Javier segir að þau verði þau sallaróleg á rauða dreglinum í kvöld. Hann er handviss um að fara ekki heim með Óskar númer tvö, en það sé aldrei að vita með Penélope. Spænskir fjölmiðlar hafa fjallað óhemjumikið um hjónakornin um helgina, en almennt telja kvikmyndaspekingar þeirra Spánverja ólíklegt að þau hreppi styttuna eftirsóttu. Spánverjar bíða engu að síður með öndina í hálsinum, búist er við að milljónir Spánverja fylgist með hátíðinni í beinni útsendingu, en alls eru fjórir Spánverjar tilefndir til Óskarsverðlauna í kvöld. Spánn Óskarsverðlaunin Hollywood Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarinn Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim. 23. mars 2022 15:01 Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers. 8. febrúar 2022 17:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Spænsku leikararnir Penélope Cruz og Javier Bardem eru 6. hjónin sem eru tilnefnd samtímis til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndaleik, en þau eru fyrstu hjónin utan hins enskumælandi heims. Þetta er 4. tilnefning beggja og þau hafa bæði hlotið Óskarsverðlaunin einu sinni, hann árið 2008 fyrir magnaðan leik í kvikmynd þeirra Cohen-bræðra, No Country for Old Men og Cruz, ári síðar, fyrir leik sinn í mynd Woody Allens, Vicky, Christina, Barcelona. Þar léku þau einmitt saman og þar hófst ástarsamband þeirra, árið 2007. Í dag eru þau gift og eiga tvö börn Lúnu og Leó. Leiðir þeirra lágu þó saman miklu fyrr, þegar þau léku saman í hinni ögrandi og stórskemmtilegu mynd Jamón, jamón, sem á hinu ástkæra og ylhýra útleggst einfaldlega Skinka, skinka. Það var árið 1992, en þá var Cruz einungis 16 ára gömul. Þau voru það sama ár bæði valin nýliðar ársins í spænskum kvikmyndum og hafa verið í fremstu röð síðan. Ólíkur bakgrunnur Bakgrunnur þessara stjörnuhjóna gæti þó vart verið ólíkari. Javier Bardem, sem er 53ja ára, er fæddur inn í eina mestu leikarafjölskyldu Spánar, móðir hans, afi og amma, systkini, frændur og frænkur eru leikarar og forfeður hans hafa leikið eða komið að kvikmyndagerð frá örófi. Það var því nánast skrifað í skýin að hann myndi feta þá sömu stigu. Sú var ekki raunin, með Penélope Cruz. Hún er 48 ára, fædd í úthverfi í Madrid, dóttir kaupmanns og hárgreiðslukonu, en með því að ljúga til um aldur fékk hún hlutverk í hinni fyrrnefndu mynd Skinka, skinka. Þau eru fyrstu Spánverjarnir sem tilnefndir voru til Óskarsverðlauna, hann var fyrst tilnefndur árið 2001 og hún var fyrst tilnefnd árið 2007. Spánverjar bíða spenntir Bardem segist vera afskaplega ánægður með tilnefningarnar, sérstaklega tilnefningu eiginkonunnar, án hennar hefði hans tilnefning verið einskis virði. Penélope segir að þau hjón hafi fylgst með þegar tilnefningarnar voru tilkynntar fyrir rúmum mánuði. Fyrirfram hafi þau talið ómögulegt að þau yrðu bæði tilnefnd. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=J2Raeh-Cwss">watch on YouTube</a> Hún segir að þau hafi öskrað hlegið og grátið þegar nöfn þeirra voru lesin upp, en Javier segir að þau verði þau sallaróleg á rauða dreglinum í kvöld. Hann er handviss um að fara ekki heim með Óskar númer tvö, en það sé aldrei að vita með Penélope. Spænskir fjölmiðlar hafa fjallað óhemjumikið um hjónakornin um helgina, en almennt telja kvikmyndaspekingar þeirra Spánverja ólíklegt að þau hreppi styttuna eftirsóttu. Spánverjar bíða engu að síður með öndina í hálsinum, búist er við að milljónir Spánverja fylgist með hátíðinni í beinni útsendingu, en alls eru fjórir Spánverjar tilefndir til Óskarsverðlauna í kvöld.
Spánn Óskarsverðlaunin Hollywood Tengdar fréttir Hita upp fyrir Óskarinn Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim. 23. mars 2022 15:01 Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers. 8. febrúar 2022 17:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hita upp fyrir Óskarinn Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim. 23. mars 2022 15:01
Hjónin Javier Bardem og Penelope Cruz fengu bæði tilnefningu til Óskarsins Það hefur eflaust verið mikil gleði á heimili hjónanna Javier Bardem og Penelope Cruz í dag þegar þau hlutu bæði tilnefningu til Óskarsins. Javier fékk tilnefningu sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni Being the Ricardos og Penelope Cruz fékk tilnefningu sem leikkona í aðalhlutverki fyrir Parallel Mothers. 8. febrúar 2022 17:00