Wheel of Fortune and Fantasy: Svik og framhjáhald Japana á Stockfish Heiðar Sumarliðason skrifar 26. mars 2022 16:56 Hittingur við lestarstöð. Stockfish kvikmyndahátíðin er nú hafin og kennir þar ýmissa grasa. Fyrsta sýning opnunardagsins var hin japanska Wheel of Fortune and Fantasy eftir Ryûsuke Hamaguchi. Hún inniheldur þrjár stuttmyndir sem tengjast allar á þann máta að hafa kvenpersónur í forgrunni og fjalla um ástarsambönd og einhverskonar svik. Þar sem myndirnar eru stuttar finnst mér ekki góð þjónusta við áhorfendur að fara of nákvæmlega ofan í saumana á framvindunni og ætla því að reyna að gefa upp jafn lítið og ég get. Fyrsta myndin fjallar um tvær vinkonur, fyrirsætu og förðunarfræðing. Þær eru á leið heim í leigubíl eftir myndatöku, þar sem förðunarfræðingurinn segir fyrirsætunni frá manni sem hún kynntist og er hrifin af. Þetta er heldur löng sena, þar sem þær sitja í leigubílnum og ræða þennan mann. Það voru hálfpartinn farnar að renna á mig tvær grímur þegar nokkuð langt var liðið á senuna, því mér þótti þetta ekki sérlega áhugavert samtal. Uppgjör. Þegar samtalinu loks lauk tók þó Eyjólf eilítið að hressast, þó erfitt hafi verið að ná mjög mikilli tengingu við þá framvindu sem í hönd fór á skrifstofu fyrrum kærasta fyrirsætunnar, þar sem þau eiga uppgjör varðandi fortíð sína. Sennilega tengist þetta því að í samtalinu í leigubílnum, á förðunarfræðingurinn orðið og segir fyrirsætan ekki mikið. Maður veit því mest lítið um þetta par og sympatían er meiri með fyrrum kærastanum, en hann er í raun aukapersóna. Meginvandi þessarar fyrstu myndar, er að hún er of stutt til að geta gert þeirri flóknu kringumstæðu, sem sköpuð er, nægilega góð skil. Þetta varð til þess að þegar fyrstu myndinni lauk var ég enn heldur efins um þessa bíóferð mína. Fráhrindandi persónur Mynd númer tvö fjallar um konu sem hefur snúið aftur til náms í háskóla eftir að hafa gift sig og eignast barn. Hún er því elst nemenda og virðist eiga í erfiðleikum með að falla í hópinn. Að áeggjan viðhalds síns, sem einnig er nemandi við skólann, fer hún og hittir prófessor nokkurn sem nýlega vann virt bókmenntaverðlaun fyrir nýjustu skáldsögu sína. Ég ætla ekki að segja meira um framvindu myndarinnar, en hún er áberandi best myndanna þriggja. Hér nær Hamaguchi loks að skapa hluttekningu gagnvart persónunum, í stað allsráðandi hlutleysis fyrstu myndarinnar. Báðar eru aðalpersónur myndanna tveggja á sinn hátt fráhrindandi, en framvinda myndar tvö er þannig hönnuð að hún opnar faðminn fyrir áhorfendum, á meðan sú fyrri hélt honum lokuðum. Senan þar sem námsmærin les fyrir prófessorinn krassandi kafla upp úr bók hans er það fyndin að hún er næstum aðgangseyrisins virði. Það sem gerir hana enn sniðugri er að prófessorinn segir að hann hafi aðeins sett þennan kafla í bókina svo að ákveðin tegund lesenda myndi vilja klára hana og setur það fram á niðrandi máta um þessa tilteknu tegund lesenda. Hann er greinilega að tala um einfalt fólk eins og undirritaðan. Ég tek því bara, þessi kafli er hápunktur sagnanna þriggja. Umræddur upplestur. Óvæntur hittingur á lestarstöð Þriðja myndin fjallar um konu sem kemur á endurmót framhaldsskóla síns. Gömlu skólafélagar hennar muna fæstir eftir henni og þeir sem kannast við hana muna ekki hvað hún heitir. Þegar hún ætlar að taka lestina heim daginn eftir, mætir hún konu í rúllustiga við lestarstöðina. Þar er komin gömul vinkona úr skólanum, sem þó var ekki á endurmótinu. Þær fara heim til vinkonunnar til að rifja upp gamla tíma en þegar á hólminn er komið verða óvæntar vendingar. Þessi þriðja mynd er krúttleg og fínn lokahnykkur á þessu ágæta samansafni frá Japan. Það læddist samt að mér sú hugsun, í hvert skipti sem mynd lauk, að efninu hefði verið betur þjónað með kvikmynd í fullri lengd. Sérstaklega þótti mér það um fyrstu og aðra myndina, en sú þriðja æpti ekki beint á meiri sögu. Ég ákvað að fletta myndinni ekki upp áður en ég fór í bíóið, ég leit þó á stikluna (sem er reyndar ekki sérlega góð) og vissi að hér væri um að ræða þrjár stuttmyndir. Það er áhugavert að ég var þess fullviss allan tímann að höfundur Wheel of Fortune and Fantasy væri kvenkyns. Þegar heim var komið fór ég að grennslast fyrir um myndina og uppötvaði að höfundur hennar og leikstjóri, Ryûsuke Hamaguchi, er alls ekki kona, heldur karlmaður. Og ekki bara einhver handahófskenndur japanskur kvikmyndagerðarmaður, heldur leikstjóri og höfundur Drive My Car, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna þetta árið, sem besta kvikmynd. Þegar ég fattaði þetta varð ég hálf vandræðalegur, þar sem ég hef ekki enn séð þessa þekktari mynd leikstjórans, og er því ekki í stöðu til að bera þær saman. En burtséð frá fyrri verkum Hamaguchi, er Wheel of Fortune and Fantasy nokkuð vel heppnað samansafn sagna, sem lætur lítið yfir sér, en myndar áhugaverða heild. Fleiri áhugaverðar myndir á Stockfish Aðrar myndir á hátíðinni sem lofa góðu eru m.a. Klondike, sem gerist sama dag og malasíska farþegaþotan var skotin niður yfir Donbask í Úkraínu árið 2014. Myndin sigraði Panorama-flokkinn á kvikmyndahátíðinni í Berlín og hlaut leikstjóri hennar, Maryna Er Gorbach, verðlaun sem besti leikstjóri erlendrar myndar á Sundance-hátíðinni. Apples er fyrsta kvikmynd gríska leikstjórans Christos Nikou, en hún gerist í kjölfar þess að veira sem veldur minnisleysi leggst á heimsbyggðina. Dómarnir hafa verið þokkalega góðir en hún hefur unnið til þó nokkurra verðlauna á kvikmyndahátíðum, m.a. fyrir besta handritið á kvikmyndahátíðinni í Chicago. Kvikmyndin Hive kemur frá Kósóvó og fjallar um stríðsekkju sem reynir að fóta sig í viðskiptum, sem eru ekki sérlega vinveitt kvenfólki. Hive sópaði til sín öllum þeim verðlaunum sem hægt var að fá í flokki alþjóðlegra kvikmynda á síðustu Sundance-hátíð. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Þar sem myndirnar eru stuttar finnst mér ekki góð þjónusta við áhorfendur að fara of nákvæmlega ofan í saumana á framvindunni og ætla því að reyna að gefa upp jafn lítið og ég get. Fyrsta myndin fjallar um tvær vinkonur, fyrirsætu og förðunarfræðing. Þær eru á leið heim í leigubíl eftir myndatöku, þar sem förðunarfræðingurinn segir fyrirsætunni frá manni sem hún kynntist og er hrifin af. Þetta er heldur löng sena, þar sem þær sitja í leigubílnum og ræða þennan mann. Það voru hálfpartinn farnar að renna á mig tvær grímur þegar nokkuð langt var liðið á senuna, því mér þótti þetta ekki sérlega áhugavert samtal. Uppgjör. Þegar samtalinu loks lauk tók þó Eyjólf eilítið að hressast, þó erfitt hafi verið að ná mjög mikilli tengingu við þá framvindu sem í hönd fór á skrifstofu fyrrum kærasta fyrirsætunnar, þar sem þau eiga uppgjör varðandi fortíð sína. Sennilega tengist þetta því að í samtalinu í leigubílnum, á förðunarfræðingurinn orðið og segir fyrirsætan ekki mikið. Maður veit því mest lítið um þetta par og sympatían er meiri með fyrrum kærastanum, en hann er í raun aukapersóna. Meginvandi þessarar fyrstu myndar, er að hún er of stutt til að geta gert þeirri flóknu kringumstæðu, sem sköpuð er, nægilega góð skil. Þetta varð til þess að þegar fyrstu myndinni lauk var ég enn heldur efins um þessa bíóferð mína. Fráhrindandi persónur Mynd númer tvö fjallar um konu sem hefur snúið aftur til náms í háskóla eftir að hafa gift sig og eignast barn. Hún er því elst nemenda og virðist eiga í erfiðleikum með að falla í hópinn. Að áeggjan viðhalds síns, sem einnig er nemandi við skólann, fer hún og hittir prófessor nokkurn sem nýlega vann virt bókmenntaverðlaun fyrir nýjustu skáldsögu sína. Ég ætla ekki að segja meira um framvindu myndarinnar, en hún er áberandi best myndanna þriggja. Hér nær Hamaguchi loks að skapa hluttekningu gagnvart persónunum, í stað allsráðandi hlutleysis fyrstu myndarinnar. Báðar eru aðalpersónur myndanna tveggja á sinn hátt fráhrindandi, en framvinda myndar tvö er þannig hönnuð að hún opnar faðminn fyrir áhorfendum, á meðan sú fyrri hélt honum lokuðum. Senan þar sem námsmærin les fyrir prófessorinn krassandi kafla upp úr bók hans er það fyndin að hún er næstum aðgangseyrisins virði. Það sem gerir hana enn sniðugri er að prófessorinn segir að hann hafi aðeins sett þennan kafla í bókina svo að ákveðin tegund lesenda myndi vilja klára hana og setur það fram á niðrandi máta um þessa tilteknu tegund lesenda. Hann er greinilega að tala um einfalt fólk eins og undirritaðan. Ég tek því bara, þessi kafli er hápunktur sagnanna þriggja. Umræddur upplestur. Óvæntur hittingur á lestarstöð Þriðja myndin fjallar um konu sem kemur á endurmót framhaldsskóla síns. Gömlu skólafélagar hennar muna fæstir eftir henni og þeir sem kannast við hana muna ekki hvað hún heitir. Þegar hún ætlar að taka lestina heim daginn eftir, mætir hún konu í rúllustiga við lestarstöðina. Þar er komin gömul vinkona úr skólanum, sem þó var ekki á endurmótinu. Þær fara heim til vinkonunnar til að rifja upp gamla tíma en þegar á hólminn er komið verða óvæntar vendingar. Þessi þriðja mynd er krúttleg og fínn lokahnykkur á þessu ágæta samansafni frá Japan. Það læddist samt að mér sú hugsun, í hvert skipti sem mynd lauk, að efninu hefði verið betur þjónað með kvikmynd í fullri lengd. Sérstaklega þótti mér það um fyrstu og aðra myndina, en sú þriðja æpti ekki beint á meiri sögu. Ég ákvað að fletta myndinni ekki upp áður en ég fór í bíóið, ég leit þó á stikluna (sem er reyndar ekki sérlega góð) og vissi að hér væri um að ræða þrjár stuttmyndir. Það er áhugavert að ég var þess fullviss allan tímann að höfundur Wheel of Fortune and Fantasy væri kvenkyns. Þegar heim var komið fór ég að grennslast fyrir um myndina og uppötvaði að höfundur hennar og leikstjóri, Ryûsuke Hamaguchi, er alls ekki kona, heldur karlmaður. Og ekki bara einhver handahófskenndur japanskur kvikmyndagerðarmaður, heldur leikstjóri og höfundur Drive My Car, sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna þetta árið, sem besta kvikmynd. Þegar ég fattaði þetta varð ég hálf vandræðalegur, þar sem ég hef ekki enn séð þessa þekktari mynd leikstjórans, og er því ekki í stöðu til að bera þær saman. En burtséð frá fyrri verkum Hamaguchi, er Wheel of Fortune and Fantasy nokkuð vel heppnað samansafn sagna, sem lætur lítið yfir sér, en myndar áhugaverða heild. Fleiri áhugaverðar myndir á Stockfish Aðrar myndir á hátíðinni sem lofa góðu eru m.a. Klondike, sem gerist sama dag og malasíska farþegaþotan var skotin niður yfir Donbask í Úkraínu árið 2014. Myndin sigraði Panorama-flokkinn á kvikmyndahátíðinni í Berlín og hlaut leikstjóri hennar, Maryna Er Gorbach, verðlaun sem besti leikstjóri erlendrar myndar á Sundance-hátíðinni. Apples er fyrsta kvikmynd gríska leikstjórans Christos Nikou, en hún gerist í kjölfar þess að veira sem veldur minnisleysi leggst á heimsbyggðina. Dómarnir hafa verið þokkalega góðir en hún hefur unnið til þó nokkurra verðlauna á kvikmyndahátíðum, m.a. fyrir besta handritið á kvikmyndahátíðinni í Chicago. Kvikmyndin Hive kemur frá Kósóvó og fjallar um stríðsekkju sem reynir að fóta sig í viðskiptum, sem eru ekki sérlega vinveitt kvenfólki. Hive sópaði til sín öllum þeim verðlaunum sem hægt var að fá í flokki alþjóðlegra kvikmynda á síðustu Sundance-hátíð.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira