„Heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 14:01 Rúnar Sigtryggsson og Bjarni Fritzson voru léttir í bragði í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Stöð 2 Sport Ásbjörn Friðriksson lagðist á koddann á miðvikudagskvöld sem markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í handbolta hér á landi en það snarbreyttist í hádeginu daginn eftir. Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu um málið í gærkvöld og höfðu gaman af þeirri rússíbanareið sem markametsmálið hafði verið. FH-ingar voru sannfærðir um að Ásbjörn hefði slegið markametið með frammistöðu sinni gegn Val og það hefði kannski fengið að standa ef íþróttagersemin Óskar Ófeigur Jónsson hefði ekki kafað ofan í málið, með timarit.is og eigin tölfræðibækur að vopni, og komist að hinu sanna. Ásbjörn er kominn með 1.414 mörk, langflest þeirra fyrir FH, en hornamaðurinn magnaði Valdimar Grímsson á markametið eftir að hafa skorað 1.903 mörk í efstu deild á Íslandi á sínum glæsta ferli. Bjarni Fritzson og Rúnar Sigtryggsson fögnuðu umfjölluninni og virtust ekki kippa sér mikið upp við falsfréttir í kringum leikinn. „En ég er ekki viss um að Valdi Gríms hafi verið sáttur við þetta. Svona fyrir yngri kynslóðina þá var sem sagt spilaður handbolti á síðustu öld,“ sagði Rúnar léttur í bragði en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Ásbjörn og markametið Eins og fyrr segir þarf Ásbjörn að skora 489 mörk til viðbótar til að jafna met Valdimars. Jafnmikill markaskorari og Ásbjörn gæti þurft 4-5 leiktíðir til að ná því: „Þetta er kannski það versta við þetta. Þú heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því að slá metið! Það er ekkert smá,“ sagði Bjarni. Hann lauk ferlinum með 1.343 mörk og er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi: „Ég er feginn að vera svona ógeðslega langt frá þessu. Þá get ég ekki verið að hugsa: „Ahh, ef ég hefði bara einspilað aðeins meira eða eitthvað.“ Núna hugsa ég bara: „Ókei, ég átti ekki séns.““ „Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson velti upp þeirri spurningu hvort að Ásbjörn væri mögulega besti leikmaður í sögu efstu deildar en Rúnar var fljótur að útiloka það. Rúnar benti til að mynda á Bjarka Sigurðsson og fyrrnefndan Valdimar, og þá staðreynd að fyrir Bosman-málið árið 1995 hefði verið mun algengara að bestu leikmenn landsins spiluðu heima í íslensku deildinni. „En hann er búinn að vera „solid“ frábær og kannski besti leikmaður deildarinnar síðastliðinn áratug,“ sagði Bjarni og Rúnar sagðist sömuleiðis ekkert vilja taka af Ásbirni: „Þetta er mjög góður leikmaður og alveg í efri hlutanum, en landslagið var öðruvísi hérna áður. Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt,“ sagði Rúnar laufléttur. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni ræddu um málið í gærkvöld og höfðu gaman af þeirri rússíbanareið sem markametsmálið hafði verið. FH-ingar voru sannfærðir um að Ásbjörn hefði slegið markametið með frammistöðu sinni gegn Val og það hefði kannski fengið að standa ef íþróttagersemin Óskar Ófeigur Jónsson hefði ekki kafað ofan í málið, með timarit.is og eigin tölfræðibækur að vopni, og komist að hinu sanna. Ásbjörn er kominn með 1.414 mörk, langflest þeirra fyrir FH, en hornamaðurinn magnaði Valdimar Grímsson á markametið eftir að hafa skorað 1.903 mörk í efstu deild á Íslandi á sínum glæsta ferli. Bjarni Fritzson og Rúnar Sigtryggsson fögnuðu umfjölluninni og virtust ekki kippa sér mikið upp við falsfréttir í kringum leikinn. „En ég er ekki viss um að Valdi Gríms hafi verið sáttur við þetta. Svona fyrir yngri kynslóðina þá var sem sagt spilaður handbolti á síðustu öld,“ sagði Rúnar léttur í bragði en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Ásbjörn og markametið Eins og fyrr segir þarf Ásbjörn að skora 489 mörk til viðbótar til að jafna met Valdimars. Jafnmikill markaskorari og Ásbjörn gæti þurft 4-5 leiktíðir til að ná því: „Þetta er kannski það versta við þetta. Þú heldur að þú sért búinn að slá metið og svo ertu 500 mörkum frá því að slá metið! Það er ekkert smá,“ sagði Bjarni. Hann lauk ferlinum með 1.343 mörk og er í 7. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi: „Ég er feginn að vera svona ógeðslega langt frá þessu. Þá get ég ekki verið að hugsa: „Ahh, ef ég hefði bara einspilað aðeins meira eða eitthvað.“ Núna hugsa ég bara: „Ókei, ég átti ekki séns.““ „Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt“ Þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson velti upp þeirri spurningu hvort að Ásbjörn væri mögulega besti leikmaður í sögu efstu deildar en Rúnar var fljótur að útiloka það. Rúnar benti til að mynda á Bjarka Sigurðsson og fyrrnefndan Valdimar, og þá staðreynd að fyrir Bosman-málið árið 1995 hefði verið mun algengara að bestu leikmenn landsins spiluðu heima í íslensku deildinni. „En hann er búinn að vera „solid“ frábær og kannski besti leikmaður deildarinnar síðastliðinn áratug,“ sagði Bjarni og Rúnar sagðist sömuleiðis ekkert vilja taka af Ásbirni: „Þetta er mjög góður leikmaður og alveg í efri hlutanum, en landslagið var öðruvísi hérna áður. Ég er kannski bara of gamall fyrir þennan þátt,“ sagði Rúnar laufléttur.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira