Hagvaxtarauki og húsnæðisstuðningur Drífa Snædal skrifar 25. mars 2022 11:30 Það var staðfest í vikunni að hagvaxtaraukinn sem samið var um 2019 komi til framkvæmda frá 1. apríl og verði greiddur út í fyrsta sinn þann fyrsta maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. þar sem hagvöxtur mældist á síðasta ári. Það er mikilvægt að þessar hækkanir komi núna ekki síst vegna hækkandi verðlags og dýrtíðar í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Atvinnurekendur fóru fram á að þetta ákvæði myndi ekki virkjast en samninganefnd ASÍ tók þá ákvörðun sem fyrr að verja samningana alla leið. Það hefur reynst farsælt. Í vikunni kom út mánaðaryfirlit Alþýðusambandsins þar sem kemur í fyrsta sinn skýrt fram að húsnæðisstuðningur hins opinbera hefur færst frá því að vera í formi vaxtabóta til fólks úr öllum tekjuhópum yfir í að vera helst stuðningur til þeirra tekjuhæstu í gegnum skattafrádrátt lífeyrissparnaðar. Ójöfnuður getur leynst víða og úrræði sem ætluð eru til að létta fólki lífið geta haft þveröfug áhrif. Í þessu tilviki má gefa sér að þetta úrræði hafi hækkað húsnæðisverð og á sama tíma dregið úr stuðningi við þá sem mest þurfa. Nú er því nánast ógerningur fyrir tekjulágt fólk að komast inn á eignamarkaðinn. Einmitt þess vegna skipta tilfærslukerfin svona miklu máli. Barnabætur, húsaleigubætur og vaxtabætur, ásamt skattkerfinu eru öflugustu kerfin sem við eigum til að búa til jöfnuð og veita liðsinni þar sem þess er þörf. Þannig skapast jafnvægi. Ég fagna ályktun ASÍ-UNG sem var samþykkt í fyrradag þar sem þess er krafist að húsnæðisstuðningur stjórnvalda beinist að ungu og tekjulágu fólki og ég tek undir þessa kröfu. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru farsælustu samfélögin, fyrir einstaklinga og fyrir heildina. Framleiðnin er meiri, nýsköpun, listir blómstra og velmegun er almennt meiri. Forsenda jöfnuðar er sterk verkalýðshreyfing sem vinnur fyrir launafólk og beitir sér fyrir bæði sanngjörnu endurgjaldi fyrir vinnu en ekki síður fyrir því að stjórnvöld nýti sín tæki til jöfnuðar og almennrar velmegunar. Það er skýr fylgni á milli sterkra verkalýðshreyfinga á vesturlöndum og jöfnuðar og farsældar. Við skulum aldrei gleyma því. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það var staðfest í vikunni að hagvaxtaraukinn sem samið var um 2019 komi til framkvæmda frá 1. apríl og verði greiddur út í fyrsta sinn þann fyrsta maí. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. þar sem hagvöxtur mældist á síðasta ári. Það er mikilvægt að þessar hækkanir komi núna ekki síst vegna hækkandi verðlags og dýrtíðar í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsins í Úkraínu. Atvinnurekendur fóru fram á að þetta ákvæði myndi ekki virkjast en samninganefnd ASÍ tók þá ákvörðun sem fyrr að verja samningana alla leið. Það hefur reynst farsælt. Í vikunni kom út mánaðaryfirlit Alþýðusambandsins þar sem kemur í fyrsta sinn skýrt fram að húsnæðisstuðningur hins opinbera hefur færst frá því að vera í formi vaxtabóta til fólks úr öllum tekjuhópum yfir í að vera helst stuðningur til þeirra tekjuhæstu í gegnum skattafrádrátt lífeyrissparnaðar. Ójöfnuður getur leynst víða og úrræði sem ætluð eru til að létta fólki lífið geta haft þveröfug áhrif. Í þessu tilviki má gefa sér að þetta úrræði hafi hækkað húsnæðisverð og á sama tíma dregið úr stuðningi við þá sem mest þurfa. Nú er því nánast ógerningur fyrir tekjulágt fólk að komast inn á eignamarkaðinn. Einmitt þess vegna skipta tilfærslukerfin svona miklu máli. Barnabætur, húsaleigubætur og vaxtabætur, ásamt skattkerfinu eru öflugustu kerfin sem við eigum til að búa til jöfnuð og veita liðsinni þar sem þess er þörf. Þannig skapast jafnvægi. Ég fagna ályktun ASÍ-UNG sem var samþykkt í fyrradag þar sem þess er krafist að húsnæðisstuðningur stjórnvalda beinist að ungu og tekjulágu fólki og ég tek undir þessa kröfu. Samfélög þar sem jöfnuður ríkir eru farsælustu samfélögin, fyrir einstaklinga og fyrir heildina. Framleiðnin er meiri, nýsköpun, listir blómstra og velmegun er almennt meiri. Forsenda jöfnuðar er sterk verkalýðshreyfing sem vinnur fyrir launafólk og beitir sér fyrir bæði sanngjörnu endurgjaldi fyrir vinnu en ekki síður fyrir því að stjórnvöld nýti sín tæki til jöfnuðar og almennrar velmegunar. Það er skýr fylgni á milli sterkra verkalýðshreyfinga á vesturlöndum og jöfnuðar og farsældar. Við skulum aldrei gleyma því. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar