Mikael braut dýra græju: „Fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 10:32 Jón Dagur Þorsteinsson á æfingu íslenska landsliðsins á Spáni. @footballiceland Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson sparkaði í og braut rándýran hljóðnema eftir leik í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum. Jón Dagur Þorsteinsson liðsfélagi hans segir danska fjölmiðla gera meira en ella úr svona málum þegar Íslendingar eigi í hlut. Mikael og Jón Dagur leika saman hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael hafði skorað mark liðsins í leik gegn Viborg á sunnudag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Eftir lokaflautið var Mikael illur og á endanum gaf dómarinn honum gult spjald. Á leið sinni af vellinum þrumaði Mikael svo í hljóðnema sjónvarpsfyrirtækisins sem myndaði leikinn, og samkvæmt bold.dk kostaði það AGF 20.000 danskar krónur að bæta fyrir það eða 380.000 íslenskar krónur. „Voðalega ýkt“ „Ég sá þetta. Það var fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér í þessu liði,“ sagði Jón Dagur sposkur á svip þegar Vísir spurði hann út í atvikið á blaðamannafundi KSÍ í aðdraganda landsleiksins við Finnland á Spáni á morgun. Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.Getty/Lars Ronbog „En þetta var nú ekkert. Þeir eiga það til að gera svolítið mikið úr öllu þarna í Danmörku, sérstaklega þegar það erum við Íslendingarnir, en þetta var ekkert stórmál. Þetta er voðalega ýkt, verið að sekta hann og allt vitlaust, en það fylgir því oft að vera í AGF að það er meira gert úr hlutunum,“ sagði Jón Dagur sem er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Mikael er ekki með Jóni Degi og landsliðinu á Spáni þar sem að hann er nýbúinn að eignast sitt annað barn og gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefnið: „Hann er bara að venjast því að eiga tvö lítil börn og er bara í toppmálum þarna í Aarhus,“ sagði Jón Dagur léttur. „Þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF“ Sjálfur hefur Jón Dagur stundum þótt fara yfir strikið í kappsemi sinni og virðist eiga auðvelt með að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Þessi 23 ára, kraftmikli og knái kantmaður segist hins vegar farinn að nýta skapið á réttan hátt: „Auðvitað er það hlutur sem að ég hef verið að reyna að bæta og það kemur hægt og rólega. Þetta er mikil áskorun, í þessari deild og miðað við hvernig fótbolta við spilum. Það eru mikil læti í leikjunum okkar og það eru til að mynda 4-5 leikmenn held ég í banni í næsta leik. Það er ekki bara ég sem er eitthvað að missa stjórn á skapinu. Þetta er bara partur af leiknum. Þetta er leikur með tilfinningar, og þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF held ég. Kannski vegna þess að það hefur gengið illa,“ sagði Jón Dagur en AGF missti sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og spilar því í neðri hlutanum það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
Mikael og Jón Dagur leika saman hjá AGF í dönsku úrvalsdeildinni. Mikael hafði skorað mark liðsins í leik gegn Viborg á sunnudag en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Eftir lokaflautið var Mikael illur og á endanum gaf dómarinn honum gult spjald. Á leið sinni af vellinum þrumaði Mikael svo í hljóðnema sjónvarpsfyrirtækisins sem myndaði leikinn, og samkvæmt bold.dk kostaði það AGF 20.000 danskar krónur að bæta fyrir það eða 380.000 íslenskar krónur. „Voðalega ýkt“ „Ég sá þetta. Það var fínt að sjá einhvern annan missa stjórn á sér í þessu liði,“ sagði Jón Dagur sposkur á svip þegar Vísir spurði hann út í atvikið á blaðamannafundi KSÍ í aðdraganda landsleiksins við Finnland á Spáni á morgun. Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.Getty/Lars Ronbog „En þetta var nú ekkert. Þeir eiga það til að gera svolítið mikið úr öllu þarna í Danmörku, sérstaklega þegar það erum við Íslendingarnir, en þetta var ekkert stórmál. Þetta er voðalega ýkt, verið að sekta hann og allt vitlaust, en það fylgir því oft að vera í AGF að það er meira gert úr hlutunum,“ sagði Jón Dagur sem er væntanlega á förum frá félaginu í sumar. Mikael er ekki með Jóni Degi og landsliðinu á Spáni þar sem að hann er nýbúinn að eignast sitt annað barn og gaf því ekki kost á sér í landsliðsverkefnið: „Hann er bara að venjast því að eiga tvö lítil börn og er bara í toppmálum þarna í Aarhus,“ sagði Jón Dagur léttur. „Þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF“ Sjálfur hefur Jón Dagur stundum þótt fara yfir strikið í kappsemi sinni og virðist eiga auðvelt með að fara í taugarnar á stuðningsmönnum mótherjanna. Þessi 23 ára, kraftmikli og knái kantmaður segist hins vegar farinn að nýta skapið á réttan hátt: „Auðvitað er það hlutur sem að ég hef verið að reyna að bæta og það kemur hægt og rólega. Þetta er mikil áskorun, í þessari deild og miðað við hvernig fótbolta við spilum. Það eru mikil læti í leikjunum okkar og það eru til að mynda 4-5 leikmenn held ég í banni í næsta leik. Það er ekki bara ég sem er eitthvað að missa stjórn á skapinu. Þetta er bara partur af leiknum. Þetta er leikur með tilfinningar, og þeir í Danmörku gera oft mikið úr litlum hlutum og enn frekar hjá AGF held ég. Kannski vegna þess að það hefur gengið illa,“ sagði Jón Dagur en AGF missti sæti í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar og spilar því í neðri hlutanum það sem eftir lifir leiktíðar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Finnlandi á laugardaginn í Murcia og hefst leikurinn klukkan fjögur að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni í Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Danski boltinn Fótbolti Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira