Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Smári Jökull Jónsson skrifar 24. mars 2022 22:46 Trump er á fullu í kosningaherferð og var í Suður-Karólínu á dögunum. Vísir/Getty Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. Í málsókninni er fjöldi manns nefndur á nafn sem Trump hefur í mörg ár ásakað um samsæri gegn sér. Meðal þeirra eru fyrrum forstjóri FBI James Comey, breski njósnarinn Christopher Steele og nokkrir starfsmenn kosningateymis Hillary Clinton. Stuðningsmenn Trump segja þau öll hluta af djúpríkinu svokallaða sem hann sjálfur hefur oft nefnt, tengslaneti frjálslyndra embættismanna sem eiga að hafa staðið í vegi hans. Málsóknin telur heilar 108 blaðsíður og þar sakar hann pólitíska andstæðinga sína um samsæri gegn sér, ólöglegar málsóknir, tölvuglæpi og þjófnað á leynilegum gögnum. Hann fer fram á rúma þrjá milljarða í skaðabætur. It s difficult to put into words just how deeply flawed and utterly hopeless this lawsuit is. https://t.co/AkFJo1ePrr— Elie Honig (@eliehonig) March 24, 2022 Í málsókninni má finna ýmsar staðreyndavillur sem og ýktar ásaknir Trump sem hann hefur ítrekað haldið fram í fjölmiðlum. Í málsókninni eru Clinton og háttsettir Demókratar sakaðir um að hafa ráðið lögfræðinga og rannsóknaraðila til að falsa upplýsingar sem tengja áttu Trump við Rússland og síðan dreifa þeim upplýsingum til fjölmiðla. Kosningateymi Clinton borgaði rannsóknarfólki fyrir að finna upplýsingar sem tengdu Trump við Rússa en flestar veigamestu ásakanirnar, í málsókninni sem Trump lagði fram í dag, hafa verið hraktar af hlutlausri rannsóknarnefnd þingsins sem og af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Trump heldur því fram að þessir aðilar hafi fengið aðstoð frá fólki hliðhollu Clinton innan FBI sem hafi misnotað vald sitt í rannsóknum sínum gegn sér. Ýmsir sérfræðingar hafa tjáð sig um málsókn Trump og segja hana hluta af pólitískri skák. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira
Í málsókninni er fjöldi manns nefndur á nafn sem Trump hefur í mörg ár ásakað um samsæri gegn sér. Meðal þeirra eru fyrrum forstjóri FBI James Comey, breski njósnarinn Christopher Steele og nokkrir starfsmenn kosningateymis Hillary Clinton. Stuðningsmenn Trump segja þau öll hluta af djúpríkinu svokallaða sem hann sjálfur hefur oft nefnt, tengslaneti frjálslyndra embættismanna sem eiga að hafa staðið í vegi hans. Málsóknin telur heilar 108 blaðsíður og þar sakar hann pólitíska andstæðinga sína um samsæri gegn sér, ólöglegar málsóknir, tölvuglæpi og þjófnað á leynilegum gögnum. Hann fer fram á rúma þrjá milljarða í skaðabætur. It s difficult to put into words just how deeply flawed and utterly hopeless this lawsuit is. https://t.co/AkFJo1ePrr— Elie Honig (@eliehonig) March 24, 2022 Í málsókninni má finna ýmsar staðreyndavillur sem og ýktar ásaknir Trump sem hann hefur ítrekað haldið fram í fjölmiðlum. Í málsókninni eru Clinton og háttsettir Demókratar sakaðir um að hafa ráðið lögfræðinga og rannsóknaraðila til að falsa upplýsingar sem tengja áttu Trump við Rússland og síðan dreifa þeim upplýsingum til fjölmiðla. Kosningateymi Clinton borgaði rannsóknarfólki fyrir að finna upplýsingar sem tengdu Trump við Rússa en flestar veigamestu ásakanirnar, í málsókninni sem Trump lagði fram í dag, hafa verið hraktar af hlutlausri rannsóknarnefnd þingsins sem og af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Trump heldur því fram að þessir aðilar hafi fengið aðstoð frá fólki hliðhollu Clinton innan FBI sem hafi misnotað vald sitt í rannsóknum sínum gegn sér. Ýmsir sérfræðingar hafa tjáð sig um málsókn Trump og segja hana hluta af pólitískri skák.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Sjá meira