Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 11:43 Joe Biden forseti Bandaríkjanna, Emmanuel Macron forseti Frakklands og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands stinga saman nefjum í upphafi leiðtogafundar NATO í morgun. Á milli Bidens og Macrons má sjá glitta í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. AP/Brendan Smialowski Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. Í dag er mánuður frá því Rússar réðust inn í fullvalda Úkraínu undir því yfirskyni að þeir væru að frelsa íbúa landsins af rússneskum uppruna undan nasisma sem þyrfti að uppræta í landinu með því að afvopna úkraínska herinn. Hafi Vlaidimir Putin búist við að rússneska hernum yrði fagnað af miklum mannfjölda og Úkraína yrði hertekin á nokkrum dögum misreiknaði hann sig hraparlega. Í fyrsta lagi reyndist úkraínski herinn öflugur andstæðingur, samstaða þjóðarinnar gríðarleg og viðbrögð og samstaða Vesturlanda samhent og mikil. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fór út á götu í Kænugarði í nótt og þakkaði öllum þeim sem stutt hefðu Úkraínu og frelsið á þeim mánuði sem liðinn væri frá upphafi innrásarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans.AP/forsetaembætti Úkraínu „En stríðið heldur áfram. Hryðjuverkin gegn friðsamri þjóð hafa nú staðið yfir í mánuð. Hjarta mitt, hjarta allra Úkraínumanna og allra frjálsra jarðarbúa brestur vegna þessa,“ sagði forsetinn sem í þetta skipti brá út af úkraínskunni og ávarpaði heimsbyggðina á ensku og hvatti alla til að sýna Úkraínu samstöðu í dag og næstu daga. „Yfirgefið skrifstofurnar, heimili ykkar, skólana og háskólana. Komið saman í nafni friðar með táknum íbúa Úkraínu til að styðja land okkar, til að styðja frelsið, til að styðja lífið,“ sagði Zelenskyy. Beiting efnavopna myndi gerbreyta stöðunni Neyðarfundur leiðtoga NATO-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem hófst í Brussel klukkan átta í morgun er einstakur í sinni röð. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið veita Úkraínu einstakan stuðning í sögu bandalagsins og muni efla herstyrk sinn til mikilla muna í austurhluta Evrópu. Innrás Rússa væri klárt brot á alþjóðalögum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATOAP/Brendan Smialowsk Stoltenberg ítrekaði aftur á móti að NATO ríkin muni ekki setja flugbann á Úkraínu og hefja þannig bein átök við Rússa. Beiti Rússar hins vegar efnavopnum með skelfilegum afleiðingum fyrir úkraínsku þjóðina kallaði það á önnur og víðtækari viðbrögð en hingað til. „En auðvitað yrði alltaf hætta á að slík efni dreifðust til annarra landa og þar með NATO-ríkja. Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur umfram þá staðreynd að NATO er álvalt tilbúið til að verja og bregðast við hvers konar árásum á aðildarríki bandalagsins,“ sagði Stoltenberg. Zelenskyy mun ávarpa leiðtogafundinn síðar í dag þar sem búist er við ákvörðun þeirra um að herða enn á refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fréttamannafundi Jens Stoltenberg á Vísi kl. 12:15. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47 Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Í dag er mánuður frá því Rússar réðust inn í fullvalda Úkraínu undir því yfirskyni að þeir væru að frelsa íbúa landsins af rússneskum uppruna undan nasisma sem þyrfti að uppræta í landinu með því að afvopna úkraínska herinn. Hafi Vlaidimir Putin búist við að rússneska hernum yrði fagnað af miklum mannfjölda og Úkraína yrði hertekin á nokkrum dögum misreiknaði hann sig hraparlega. Í fyrsta lagi reyndist úkraínski herinn öflugur andstæðingur, samstaða þjóðarinnar gríðarleg og viðbrögð og samstaða Vesturlanda samhent og mikil. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu fór út á götu í Kænugarði í nótt og þakkaði öllum þeim sem stutt hefðu Úkraínu og frelsið á þeim mánuði sem liðinn væri frá upphafi innrásarinnar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans.AP/forsetaembætti Úkraínu „En stríðið heldur áfram. Hryðjuverkin gegn friðsamri þjóð hafa nú staðið yfir í mánuð. Hjarta mitt, hjarta allra Úkraínumanna og allra frjálsra jarðarbúa brestur vegna þessa,“ sagði forsetinn sem í þetta skipti brá út af úkraínskunni og ávarpaði heimsbyggðina á ensku og hvatti alla til að sýna Úkraínu samstöðu í dag og næstu daga. „Yfirgefið skrifstofurnar, heimili ykkar, skólana og háskólana. Komið saman í nafni friðar með táknum íbúa Úkraínu til að styðja land okkar, til að styðja frelsið, til að styðja lífið,“ sagði Zelenskyy. Beiting efnavopna myndi gerbreyta stöðunni Neyðarfundur leiðtoga NATO-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem hófst í Brussel klukkan átta í morgun er einstakur í sinni röð. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir bandalagið veita Úkraínu einstakan stuðning í sögu bandalagsins og muni efla herstyrk sinn til mikilla muna í austurhluta Evrópu. Innrás Rússa væri klárt brot á alþjóðalögum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATOAP/Brendan Smialowsk Stoltenberg ítrekaði aftur á móti að NATO ríkin muni ekki setja flugbann á Úkraínu og hefja þannig bein átök við Rússa. Beiti Rússar hins vegar efnavopnum með skelfilegum afleiðingum fyrir úkraínsku þjóðina kallaði það á önnur og víðtækari viðbrögð en hingað til. „En auðvitað yrði alltaf hætta á að slík efni dreifðust til annarra landa og þar með NATO-ríkja. Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur umfram þá staðreynd að NATO er álvalt tilbúið til að verja og bregðast við hvers konar árásum á aðildarríki bandalagsins,“ sagði Stoltenberg. Zelenskyy mun ávarpa leiðtogafundinn síðar í dag þar sem búist er við ákvörðun þeirra um að herða enn á refsiaðgerðunum gegn Rússlandi. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fréttamannafundi Jens Stoltenberg á Vísi kl. 12:15.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Rússland Tengdar fréttir Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47 Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47
Úkraína: Óskir kvenna hunsaðar Starf félagasamtaka í Úkraínu hefur riðlast í stríðsátökunum sem nú geisa, einmitt þegar mesta þörfin er á slíkri þjónustu. 24. mars 2022 10:47
Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31