Þrjú börn hafa flúið Úkraínu hingað án forráðamanns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. mars 2022 22:31 Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra. Þrjú börn frá Úkraínu eru í umsjón barnaverndarnefnda eftir að þau komu án forráðamanna til landsins. Eftirlit hefur verið aukið á landamærunum vegna aukinnar hættu á mansali með flóttafólk. Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 377 einstaklingar frá landinu sótt um vernd hér á landi. Á næstu vikum er búist við 400 til 900 manns til viðbótar . Alþjóðlegaflóttamannastofnunin hefur uppfært áætlun sína um fjölda þeirra sem talin er að muni flýja átökin í fimm milljónir en áður var áætlað að hann yrði um fjórar milljónir. Samfara auknum flóttamannastraumi hafa komið upp tilfelli mansals aðalega í Póllandi þar sem 3,4 milljónir hafa þegar flúið til. „Það eru farnar að koma staðfestingar á því að slík mál hafi komið upp erlendis,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra „Það eru þegar óprúttnir aðilar eru sannarlega að nýta sér neyð þessa fólks.“ Jón Pétur segir mikilvægt að fólk viti af þessari hættu. „Við þurfum öll að vera á varðbergi gagnvart þessu þegar kemur að smygli á fólki og mansali. Ég veit til dæmis flugrekstraraðilar hafa brýnt fyrir sínu fólki að þekkja einkenni mansals, og ég veit líka að Isavia hefur gert það gagnvart sínu starfsfólki sem starfar í flugstöðinni,“ segir Jón Pétur. Hann segir að ekkert slíkt tilvik hafi komið upp hér enn sem komið er, en hins vegar séu þrjú börn í umsjón barnaverndarnefnda þar sem þau hafi komið hingað frá Úkraínu án forráðamanna. Eitt hafi komið á eigin vegum en hin tvö í fylgd með fullorðnum einstaklingum. „Barnaverndaryfirvöld í Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Hafnarfirði hafa komið að þeim málum og eru að hjálpa okkur að vinna í því,“ segir Jón Pétur. Málin séu í rannsókn. „Ef að eitthvað greinist sem er ólögmætt á bak við þetta þá stígur lögregla inn í það.“ Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Hafnarfjörður Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Frá því innrás Rússa hófst í Úkraínu hafa 377 einstaklingar frá landinu sótt um vernd hér á landi. Á næstu vikum er búist við 400 til 900 manns til viðbótar . Alþjóðlegaflóttamannastofnunin hefur uppfært áætlun sína um fjölda þeirra sem talin er að muni flýja átökin í fimm milljónir en áður var áætlað að hann yrði um fjórar milljónir. Samfara auknum flóttamannastraumi hafa komið upp tilfelli mansals aðalega í Póllandi þar sem 3,4 milljónir hafa þegar flúið til. „Það eru farnar að koma staðfestingar á því að slík mál hafi komið upp erlendis,“ segir Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs Ríkislögreglustjóra „Það eru þegar óprúttnir aðilar eru sannarlega að nýta sér neyð þessa fólks.“ Jón Pétur segir mikilvægt að fólk viti af þessari hættu. „Við þurfum öll að vera á varðbergi gagnvart þessu þegar kemur að smygli á fólki og mansali. Ég veit til dæmis flugrekstraraðilar hafa brýnt fyrir sínu fólki að þekkja einkenni mansals, og ég veit líka að Isavia hefur gert það gagnvart sínu starfsfólki sem starfar í flugstöðinni,“ segir Jón Pétur. Hann segir að ekkert slíkt tilvik hafi komið upp hér enn sem komið er, en hins vegar séu þrjú börn í umsjón barnaverndarnefnda þar sem þau hafi komið hingað frá Úkraínu án forráðamanna. Eitt hafi komið á eigin vegum en hin tvö í fylgd með fullorðnum einstaklingum. „Barnaverndaryfirvöld í Sandgerðisbæ, Reykjanesbæ og Hafnarfirði hafa komið að þeim málum og eru að hjálpa okkur að vinna í því,“ segir Jón Pétur. Málin séu í rannsókn. „Ef að eitthvað greinist sem er ólögmætt á bak við þetta þá stígur lögregla inn í það.“
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjanesbær Hafnarfjörður Suðurnesjabær Tengdar fréttir Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Sjálfboðaliðar hafi lyft grettistaki við mótttöku flóttamanna Hátt í þrjúhundruð sjálfboðaliðar halda utan um mötuneyti, hópferðabíla, barnapössun og fleira fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Talsmaður hópsins segir ótrúlegt að sjá kraftinn í hópnum meðan Útlendingastofnun dragi lappirnar varðandi ýmsa grunnþjónustu. 19. mars 2022 19:01