Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2022 16:27 Rita er lengst til vinstri á mynd og Giuls heldur á skilti sem á íslensku gæti útlagst sem: Ég sneri á mér ökklann en er samt mætt! Vísir/Sigurjón Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld. Þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að. Við Origo-höllina þreyja hörðustu aðdáendur kulda og vosbúð til að berja átrúnaðargoðið augum. Hópur ítalskra kvenna sem fréttastofa hitti í tónleikaröðinni síðdegis hefur beðið eftir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu í Evróputónleikaröð Tomlinsons, í tvö ár. Þær komu til landsins á sunnudag og hafa meira og minna verið í röðinni síðan. „Við lentum, tékkuðum okkur inn á hostelið og komum svo hingað,“ segir Giuls, einn aðdáendanna. Aðeins tími fyrir Louis „Við værum mjög til í að heimsækja Reykjavík en því miður höfum við ekki tíma til þess. Við verðum að vera hér,“ bætir vinkona hennar, Rita, við. „Við höfum bara tíma fyrir Louis. Okkur langaði að gista hérna í röðinni en sáum að það er ekki leyfilegt á Íslandi svo við ákváðum að brjóta ekki lögin. Við áttum á endanum vaktaskipti, fórum upp á hostel og svo aftur í röðina þannig að sumar úr hópnum gætu sofið á nóttunni og skipt svo við aðrar á daginn,“ segir Giuls. Markmiðið er að komast sem næst sviðinu í Origo-höllinni í kvöld. Hópurinn, sem reyndist á breiðu aldursbili - alveg frá 21 árs og upp í 37 ára, treystir einmitt á að ná að minnsta kosti augnsambandi við stjörnuna. Þá láta þær kuldann ekki á sig fá, það eru tónleikarnir í kvöld sem skipta öllu máli. Miklar tilfinningar eru þó í spilinu eins og þær lýsa sjálfar; taugarnar þandar, spenna og kvíði. Hér fyrir neðan má heyra lagið Walls með Louis Tomlinson. Og hér fyrir neðan má hlýða á lagið Night Changes af fjórðu plötu hljómsveitarinnar One Direction, Four. Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Þó að One Direction hafi lagt upp laupana fyrir sex árum trekkja strákarnir greinilega enn að. Við Origo-höllina þreyja hörðustu aðdáendur kulda og vosbúð til að berja átrúnaðargoðið augum. Hópur ítalskra kvenna sem fréttastofa hitti í tónleikaröðinni síðdegis hefur beðið eftir tónleikunum, sem eru þeir fyrstu í Evróputónleikaröð Tomlinsons, í tvö ár. Þær komu til landsins á sunnudag og hafa meira og minna verið í röðinni síðan. „Við lentum, tékkuðum okkur inn á hostelið og komum svo hingað,“ segir Giuls, einn aðdáendanna. Aðeins tími fyrir Louis „Við værum mjög til í að heimsækja Reykjavík en því miður höfum við ekki tíma til þess. Við verðum að vera hér,“ bætir vinkona hennar, Rita, við. „Við höfum bara tíma fyrir Louis. Okkur langaði að gista hérna í röðinni en sáum að það er ekki leyfilegt á Íslandi svo við ákváðum að brjóta ekki lögin. Við áttum á endanum vaktaskipti, fórum upp á hostel og svo aftur í röðina þannig að sumar úr hópnum gætu sofið á nóttunni og skipt svo við aðrar á daginn,“ segir Giuls. Markmiðið er að komast sem næst sviðinu í Origo-höllinni í kvöld. Hópurinn, sem reyndist á breiðu aldursbili - alveg frá 21 árs og upp í 37 ára, treystir einmitt á að ná að minnsta kosti augnsambandi við stjörnuna. Þá láta þær kuldann ekki á sig fá, það eru tónleikarnir í kvöld sem skipta öllu máli. Miklar tilfinningar eru þó í spilinu eins og þær lýsa sjálfar; taugarnar þandar, spenna og kvíði. Hér fyrir neðan má heyra lagið Walls með Louis Tomlinson. Og hér fyrir neðan má hlýða á lagið Night Changes af fjórðu plötu hljómsveitarinnar One Direction, Four.
Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39 Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Fleiri fréttir Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Sjá meira
Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 23. mars 2022 20:39