Aftur til fortíðar? Skortur og raðir í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. mars 2022 08:58 Íbúar í Sankti Pétursborg bíða í röð eftir því að geta keypt dósamat og nauðsynjar þegar rúblan féll árið 1998. epa/Anatoly Maltsev Refsiaðgerðir bandamanna gegn Rússum eru farnar að bitna á almennum borgurum, sem þurfa nú að greiða töluvert meira fyrir innfluttan varning en áður, ekki síst vegna gengislækkunar rúblunnar. Langar raðir hafa myndast eftir sykri og bókhveiti en stjórnvöld í Rússlandi segja eftirspurnina tilbúning og nóg sé til fyrir alla. Það sem veldur meiri áhyggjum er skortur á lyfjum en fregnir herma að allt að 80 lyf séu að verða af skornum skammti í lyfjaverslunum, þar á meðal insúlínlyf og bólgueyðandi lyf fyrir börn. Guardian hefur eftir Elinu Ribakovu, yfirhagfræðingi hjá Institute of International Finance, að verðbólga í Rússlandi muni fara upp í allt að 20 prósent og að fyrir rússneskan almenning þýði það aðeins eitt; fátækt. „Fátækt og örvæntingu,“ segir hún. Ribakova segist telja að ástandið sé smám saman að verða „sovéskt“ og að stjórnvöld séu líkleg til að einangra landið frekar. „Ég sé þetta ekki sem tímabundið áfall og svo höldum við áfram í átt að frjálslyndu lýðræði og alþjóðasamvinnu, ekki nema að það verði breytingar á stjórninni,“ segir hún. Þúsundir Rússa hafa misst vinnuna vegna erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland eða hætt starfsemi í bili. Þá hafa innlendar verksmiðjur og fyrirtæki einnig verið að draga saman seglin. Stjórnendur Sheremetyevo, stærsta flugvallar landsins, tilkynntu á mánudag að fimmtungur starfsmanna yrði sendur í tímabundið leyfi. Maria Shagina, sérfræðingur hjá Institute of International Affairs í Finnlandi og Geneva International Sanctions Network, segir rússnesk stjórnvöld hafa fórnað efnahagslegum vexti fyrir stríðstíma-hagkerfi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Langar raðir hafa myndast eftir sykri og bókhveiti en stjórnvöld í Rússlandi segja eftirspurnina tilbúning og nóg sé til fyrir alla. Það sem veldur meiri áhyggjum er skortur á lyfjum en fregnir herma að allt að 80 lyf séu að verða af skornum skammti í lyfjaverslunum, þar á meðal insúlínlyf og bólgueyðandi lyf fyrir börn. Guardian hefur eftir Elinu Ribakovu, yfirhagfræðingi hjá Institute of International Finance, að verðbólga í Rússlandi muni fara upp í allt að 20 prósent og að fyrir rússneskan almenning þýði það aðeins eitt; fátækt. „Fátækt og örvæntingu,“ segir hún. Ribakova segist telja að ástandið sé smám saman að verða „sovéskt“ og að stjórnvöld séu líkleg til að einangra landið frekar. „Ég sé þetta ekki sem tímabundið áfall og svo höldum við áfram í átt að frjálslyndu lýðræði og alþjóðasamvinnu, ekki nema að það verði breytingar á stjórninni,“ segir hún. Þúsundir Rússa hafa misst vinnuna vegna erlendra fyrirtækja sem hafa yfirgefið Rússland eða hætt starfsemi í bili. Þá hafa innlendar verksmiðjur og fyrirtæki einnig verið að draga saman seglin. Stjórnendur Sheremetyevo, stærsta flugvallar landsins, tilkynntu á mánudag að fimmtungur starfsmanna yrði sendur í tímabundið leyfi. Maria Shagina, sérfræðingur hjá Institute of International Affairs í Finnlandi og Geneva International Sanctions Network, segir rússnesk stjórnvöld hafa fórnað efnahagslegum vexti fyrir stríðstíma-hagkerfi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira