Mál Sigurðar og ÍR alla leið í Hæstarétt Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2022 12:31 Sigurður Gunnar Þorsteinsson komst með ÍR í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins vorið 2019, fór svo til Frakklands í skamman tíma en samdi aftur við ÍR um haustið. VÍSIR/DANÍEL Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni körfuknattleiksdeildar ÍR um að áfrýja dómi Landsréttar í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem dæmdar höfðu verið tæplega tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. Sigurður, sem er landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði undir samning til tveggja ára við ÍR haustið 2019 eftir stutta dvöl í Frakklandi. Hann náði hins vegar aðeins að spila nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum það haust áður en hann sleit krossband í hné og gat því ekki spilað meira á tímabilinu, og fékk samningi sínum við ÍR rift vorið 2020. Sigurður stefndi ÍR vegna vangoldinna launa tímabilið 2019-20 og byggði á því að samningurinn við ÍR gerði ráð fyrir að hann gæti orðið fyrir meiðslum við störf sín. ÍR-ingar töldu hins vegar að þar sem ekki hafi orðið af vinnuframlagi Sigurðar hefði hann ekki unnið það verk sem samningurinn kvað á um. Héraðsdómur dæmdi ÍR þann 17. nóvember árið 2020 til að greiða Sigurði 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. ÍR-ingar áfrýjuðu þeim dómi til Landsréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms 4. febrúar síðastliðinn. Nú er svo ljóst að málið fer fyrir æðsta dómsvald landsins. „Að virtum gögnum málsins verður litið svo á að dómur í því kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um þau atriði sem leyfisbeiðandi byggir á þannig að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sigurður Gunnar gekk í raðir Hattar á Egilsstöðum eftir tímann hjá ÍR en er í dag leikmaður Tindastóls á Sauðárkróki. Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Dómsmál Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20 Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08 ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Sigurður, sem er landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði undir samning til tveggja ára við ÍR haustið 2019 eftir stutta dvöl í Frakklandi. Hann náði hins vegar aðeins að spila nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum það haust áður en hann sleit krossband í hné og gat því ekki spilað meira á tímabilinu, og fékk samningi sínum við ÍR rift vorið 2020. Sigurður stefndi ÍR vegna vangoldinna launa tímabilið 2019-20 og byggði á því að samningurinn við ÍR gerði ráð fyrir að hann gæti orðið fyrir meiðslum við störf sín. ÍR-ingar töldu hins vegar að þar sem ekki hafi orðið af vinnuframlagi Sigurðar hefði hann ekki unnið það verk sem samningurinn kvað á um. Héraðsdómur dæmdi ÍR þann 17. nóvember árið 2020 til að greiða Sigurði 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. ÍR-ingar áfrýjuðu þeim dómi til Landsréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms 4. febrúar síðastliðinn. Nú er svo ljóst að málið fer fyrir æðsta dómsvald landsins. „Að virtum gögnum málsins verður litið svo á að dómur í því kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um þau atriði sem leyfisbeiðandi byggir á þannig að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sigurður Gunnar gekk í raðir Hattar á Egilsstöðum eftir tímann hjá ÍR en er í dag leikmaður Tindastóls á Sauðárkróki.
Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Dómsmál Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20 Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08 ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20
Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08
ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01