Mál Sigurðar og ÍR alla leið í Hæstarétt Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2022 12:31 Sigurður Gunnar Þorsteinsson komst með ÍR í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins vorið 2019, fór svo til Frakklands í skamman tíma en samdi aftur við ÍR um haustið. VÍSIR/DANÍEL Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni körfuknattleiksdeildar ÍR um að áfrýja dómi Landsréttar í máli Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar sem dæmdar höfðu verið tæplega tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. Sigurður, sem er landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði undir samning til tveggja ára við ÍR haustið 2019 eftir stutta dvöl í Frakklandi. Hann náði hins vegar aðeins að spila nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum það haust áður en hann sleit krossband í hné og gat því ekki spilað meira á tímabilinu, og fékk samningi sínum við ÍR rift vorið 2020. Sigurður stefndi ÍR vegna vangoldinna launa tímabilið 2019-20 og byggði á því að samningurinn við ÍR gerði ráð fyrir að hann gæti orðið fyrir meiðslum við störf sín. ÍR-ingar töldu hins vegar að þar sem ekki hafi orðið af vinnuframlagi Sigurðar hefði hann ekki unnið það verk sem samningurinn kvað á um. Héraðsdómur dæmdi ÍR þann 17. nóvember árið 2020 til að greiða Sigurði 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. ÍR-ingar áfrýjuðu þeim dómi til Landsréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms 4. febrúar síðastliðinn. Nú er svo ljóst að málið fer fyrir æðsta dómsvald landsins. „Að virtum gögnum málsins verður litið svo á að dómur í því kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um þau atriði sem leyfisbeiðandi byggir á þannig að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sigurður Gunnar gekk í raðir Hattar á Egilsstöðum eftir tímann hjá ÍR en er í dag leikmaður Tindastóls á Sauðárkróki. Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Dómsmál Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20 Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08 ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Sigurður, sem er landsliðsmaður í körfubolta, skrifaði undir samning til tveggja ára við ÍR haustið 2019 eftir stutta dvöl í Frakklandi. Hann náði hins vegar aðeins að spila nokkrar mínútur í fyrsta leik sínum það haust áður en hann sleit krossband í hné og gat því ekki spilað meira á tímabilinu, og fékk samningi sínum við ÍR rift vorið 2020. Sigurður stefndi ÍR vegna vangoldinna launa tímabilið 2019-20 og byggði á því að samningurinn við ÍR gerði ráð fyrir að hann gæti orðið fyrir meiðslum við störf sín. ÍR-ingar töldu hins vegar að þar sem ekki hafi orðið af vinnuframlagi Sigurðar hefði hann ekki unnið það verk sem samningurinn kvað á um. Héraðsdómur dæmdi ÍR þann 17. nóvember árið 2020 til að greiða Sigurði 1.866.000 krónur auk dráttarvaxta og greiðslu málskostnaðar. ÍR-ingar áfrýjuðu þeim dómi til Landsréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms 4. febrúar síðastliðinn. Nú er svo ljóst að málið fer fyrir æðsta dómsvald landsins. „Að virtum gögnum málsins verður litið svo á að dómur í því kunni að hafa fordæmisgildi meðal annars um þau atriði sem leyfisbeiðandi byggir á þannig að fullnægt sé skilyrðum 1. mgr. 176. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Sigurður Gunnar gekk í raðir Hattar á Egilsstöðum eftir tímann hjá ÍR en er í dag leikmaður Tindastóls á Sauðárkróki.
Íslenski körfuboltinn ÍR Subway-deild karla Dómsmál Kjaramál Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20 Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08 ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi ÍR til að greiða Sigurði tæpar tvær milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfur Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar um að ÍR ætti að greiða honum tæpar tvær milljónir króna vegna vangoldinna launa. 17. nóvember 2020 16:20
Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson segist eiga vangoldin laun hjá ÍR. Félagið hefur rift samningi miðherjans við félagið. 16. apríl 2020 16:08
ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01