Einn handtekinn en ekki ljóst hvað átti sér stað Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. mars 2022 17:50 Að minnsta kosti tveir nemendur voru fluttir á spítala. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með töluverðan viðbúnað við framhaldsskóla í Malmö í dag þar sem talið var að fjöldi nemenda hafi slasast. Að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT liggur ekki fyrir hvað átti sér stað við skólann. Aftonbladet hefur það eftir heimildum sínum að ungur maður vopnaður exi og hníf hafi verið að verki en lögregla hefur ekki gefið neitt út. Rickard Lundqvist, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Malmö, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu frá skólanum, Malmö Latin, klukkan 17:12 að staðartíma og að fjöldi nemenda hefði slasast. Lögregla hefur nú gefið það út að tveir hafi særst og þeir fluttir á spítala. Þá sagði hann að um yfirstandandi atburð væri að ræða sem lögregla mat alvarlegan. Lögregla segist nú hafa náð stjórn á vettvangi og að fleiri byggingar í kring hafi verið tryggðar. Polisen om händelse på gymnasieskola i Malmö:Polisen är på plats med en större resurs i en skola på Drottninggatan i Malmö. Två personer är skadade och förda till sjukhus. En person är gripen. https://t.co/JPIgkhuABU— Krisinformation.se (@krisinformation) March 21, 2022 Einn var handtekinn en lögregla vill ekki gefa upp hvort fleiri liggi undir grun, né fyrir hvað sá sem var handtekinn er grunaður um. Nemendur sem SVT ræddi við segir lögreglumenn hafa komið vopnaða inn í skólann og flutt þá í burtu en þeir fengu ekki upplýsingar um hvað hafi átt sér stað. Um ellefu hundruð nemendur stunda nám við skólann og er lögregla nú að störfum þar. Einn nemandi sagðist hafa séð blóðuga einstaklinga á sjúkrabörum fyrir utan. Frederik Hammensjö, rektor skólans, segir í samtali við Aftonbladet að svo virðist sem einhverjir hafi látist en hann er sjálfur ekki á staðnum. Hann er nú á leiðinni til Malmö frá Gautaborg. Uppfært 21:14: Lögregla hefur ekki enn gefið út hvað kom fyrir við skólann en þeir sem særðust voru að sögn lögreglu ekki nemendur. Aftonbladet segir að samkvæmt heimildum þeirra hafi ungur maður gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist á viðstadda. Lögregla mun halda áfram að yfirheyra nemendur sem voru á staðnum í kvöld og fram á nótt. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og nemendur beðnir um að fara heim. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu. EPA/Johan Nilsson Rúmum klukkutíma eftir að tilkynningin barst gaf lögregla út að þeir hafi náð stjórn á vettvangi. EPA/Johan Nilsson Svíþjóð Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Rickard Lundqvist, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Malmö, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu frá skólanum, Malmö Latin, klukkan 17:12 að staðartíma og að fjöldi nemenda hefði slasast. Lögregla hefur nú gefið það út að tveir hafi særst og þeir fluttir á spítala. Þá sagði hann að um yfirstandandi atburð væri að ræða sem lögregla mat alvarlegan. Lögregla segist nú hafa náð stjórn á vettvangi og að fleiri byggingar í kring hafi verið tryggðar. Polisen om händelse på gymnasieskola i Malmö:Polisen är på plats med en större resurs i en skola på Drottninggatan i Malmö. Två personer är skadade och förda till sjukhus. En person är gripen. https://t.co/JPIgkhuABU— Krisinformation.se (@krisinformation) March 21, 2022 Einn var handtekinn en lögregla vill ekki gefa upp hvort fleiri liggi undir grun, né fyrir hvað sá sem var handtekinn er grunaður um. Nemendur sem SVT ræddi við segir lögreglumenn hafa komið vopnaða inn í skólann og flutt þá í burtu en þeir fengu ekki upplýsingar um hvað hafi átt sér stað. Um ellefu hundruð nemendur stunda nám við skólann og er lögregla nú að störfum þar. Einn nemandi sagðist hafa séð blóðuga einstaklinga á sjúkrabörum fyrir utan. Frederik Hammensjö, rektor skólans, segir í samtali við Aftonbladet að svo virðist sem einhverjir hafi látist en hann er sjálfur ekki á staðnum. Hann er nú á leiðinni til Malmö frá Gautaborg. Uppfært 21:14: Lögregla hefur ekki enn gefið út hvað kom fyrir við skólann en þeir sem særðust voru að sögn lögreglu ekki nemendur. Aftonbladet segir að samkvæmt heimildum þeirra hafi ungur maður gengið inn í skólann vopnaður exi og hníf og ráðist á viðstadda. Lögregla mun halda áfram að yfirheyra nemendur sem voru á staðnum í kvöld og fram á nótt. Skólinn var rýmdur í kjölfarið og nemendur beðnir um að fara heim. EPA/Johan Nilsson Lögregla var með talsverðan viðbúnað á svæðinu. EPA/Johan Nilsson Rúmum klukkutíma eftir að tilkynningin barst gaf lögregla út að þeir hafi náð stjórn á vettvangi. EPA/Johan Nilsson
Svíþjóð Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira