Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2022 11:01 Spá Watling hljómar eins og hrollvekja; saga um her sem fer frá borg til borgar og sveltir íbúa til undirgefni. AP/Rodrigo Abd Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. BBC hefur eftir Watling að þegar hersveitir sækja áfram gangi þær hratt á eldsneyti, skotfæri og vistir. „Og á meðan þeir hafa mikið af birgðum með sér þá geta þær sótt áfram en það kemur að því að þú þarft að bíða eftir nýjum birgðum,“ segir hann. Nýjar birgðir berist í skömmtum, sem geti drifið sveitirnar áfram en aðeins takmarkað. „Þá hægist á taktinum í aðgerðunum. Og það sem við erum að sjá núna eru umskipti frá því að Rússar voru að sjá mönnum fyrir birgðum á mörgum stöðum í sókninni inn í Úkraínu til þess að þeir eru núna að leggja áherslu á einn stað í einu.“ Watling segir Rússa nú leggja drög að því að umkringja Kænugarð en Maríupól sé helsta skotmarkið sem stendur. Þegar borgin falli, geti þeir einbeitt sér að næsta skotmarki. Markmiðið að valda hungursneyð Watling segist telja að Rússar muni freista þess að einangra borgirnar frá umheiminum, svelta borgarbúa þar til þeir gefast upp og halda svo áfram. Þannig sé fyrirsjáanlegt að átökin séu að fara í hægari fasa. Mat Watling rímar við það sem Dmytro Gurin, úkraínskur þingmaður frá Maríupól, sagði í morgun. Hann sagði að íbúar borgarinnar myndu ekki gefast upp en að Rússar myndu heldur ekki hleypa neyðaraðstoð inn í borgina. „Rússar opna ekki „mannúðarhlið“, hleypa neyðaraðstoð ekki inn í borgina,“ segir Gurin. „Það er núna ljóst að markmið Rússa er að valda hungursneyð til að efla stöðu sína í diplómatískum viðræðum og ef borgin gefst ekki upp, og hún mun ekki gefast upp, þá hleypa þeir fólki ekki burt,“ sagði Gurin. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
BBC hefur eftir Watling að þegar hersveitir sækja áfram gangi þær hratt á eldsneyti, skotfæri og vistir. „Og á meðan þeir hafa mikið af birgðum með sér þá geta þær sótt áfram en það kemur að því að þú þarft að bíða eftir nýjum birgðum,“ segir hann. Nýjar birgðir berist í skömmtum, sem geti drifið sveitirnar áfram en aðeins takmarkað. „Þá hægist á taktinum í aðgerðunum. Og það sem við erum að sjá núna eru umskipti frá því að Rússar voru að sjá mönnum fyrir birgðum á mörgum stöðum í sókninni inn í Úkraínu til þess að þeir eru núna að leggja áherslu á einn stað í einu.“ Watling segir Rússa nú leggja drög að því að umkringja Kænugarð en Maríupól sé helsta skotmarkið sem stendur. Þegar borgin falli, geti þeir einbeitt sér að næsta skotmarki. Markmiðið að valda hungursneyð Watling segist telja að Rússar muni freista þess að einangra borgirnar frá umheiminum, svelta borgarbúa þar til þeir gefast upp og halda svo áfram. Þannig sé fyrirsjáanlegt að átökin séu að fara í hægari fasa. Mat Watling rímar við það sem Dmytro Gurin, úkraínskur þingmaður frá Maríupól, sagði í morgun. Hann sagði að íbúar borgarinnar myndu ekki gefast upp en að Rússar myndu heldur ekki hleypa neyðaraðstoð inn í borgina. „Rússar opna ekki „mannúðarhlið“, hleypa neyðaraðstoð ekki inn í borgina,“ segir Gurin. „Það er núna ljóst að markmið Rússa er að valda hungursneyð til að efla stöðu sína í diplómatískum viðræðum og ef borgin gefst ekki upp, og hún mun ekki gefast upp, þá hleypa þeir fólki ekki burt,“ sagði Gurin.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent