Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2022 10:30 Davíð að gera góða hluti í Prag. „Við vorum næstum því í þeim sporum að geta orðið gjaldþrota áður en við opnum,” segir Davíð Arnórsson bakari sem á og rekur bakarískeðjuna Artic bakehouse í Prag ásamt viðskiptafélaga sínum Guðbjarti Guðbjartssyni. Davíð og Guðbjartur opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018 og litlu munaði að það tækist ekki, segir Davíð, vegna erfiðleika við að fá öll tilskilin leyfi frá hinu opinbera. Því hafi þeir nánast orðið uppiskroppa með fjármagn áður en þeir náðu að selja eitt einasta brauð. Það slapp þó til og síðan þá hafa þeir opnað tvö bakarí til viðbótar auk þess að kaupa og innrétta stóran framleiðslusal í úthverfi Prag til að anna eftirspurninni. Davíð er viðmælandi Lóu Pind Aldísardóttur í þriðja þætti í Hvar er best að búa? og rekur þar m.a. hvernig er að stofna og reka fyrirtæki í borg þar sem þú talar ekki tungumálið og kosti og galla þess að reka fyrirtæki í Prag miðað við á Íslandi. „Þetta var mjög erfiður tími og ég svaf meira að segja í bakaríinu margar nætur til að minnka kostnað, ég lifði eins og rotta eiginlega,” segir hann. „Ég lagði allt á mig til að þetta gæti gerst en það var of mikið í raun og veru. Ég myndi ekki endurtaka þetta - en ég er voðalega stoltur af þessu samt.” Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Lóa Pind heimsótti Davíð í 3. þætti í þáttaröðinni Hvar er best að búa? til að fá innsýn hvernig er að vera Íslendingur að stofna og reka fyrirtæki á framandi slóðum. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Davíð og Guðbjartur opnuðu fyrsta bakaríið vorið 2018 og litlu munaði að það tækist ekki, segir Davíð, vegna erfiðleika við að fá öll tilskilin leyfi frá hinu opinbera. Því hafi þeir nánast orðið uppiskroppa með fjármagn áður en þeir náðu að selja eitt einasta brauð. Það slapp þó til og síðan þá hafa þeir opnað tvö bakarí til viðbótar auk þess að kaupa og innrétta stóran framleiðslusal í úthverfi Prag til að anna eftirspurninni. Davíð er viðmælandi Lóu Pind Aldísardóttur í þriðja þætti í Hvar er best að búa? og rekur þar m.a. hvernig er að stofna og reka fyrirtæki í borg þar sem þú talar ekki tungumálið og kosti og galla þess að reka fyrirtæki í Prag miðað við á Íslandi. „Þetta var mjög erfiður tími og ég svaf meira að segja í bakaríinu margar nætur til að minnka kostnað, ég lifði eins og rotta eiginlega,” segir hann. „Ég lagði allt á mig til að þetta gæti gerst en það var of mikið í raun og veru. Ég myndi ekki endurtaka þetta - en ég er voðalega stoltur af þessu samt.” Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Lóa Pind heimsótti Davíð í 3. þætti í þáttaröðinni Hvar er best að búa? til að fá innsýn hvernig er að vera Íslendingur að stofna og reka fyrirtæki á framandi slóðum. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í þessari seríu heimsækir Lóa alls konar fólk og fjölskyldur sem býr í stórborgum, sveit, helli, fjallaþorpum, bæjum og miðaldaþorpum í Portúgal, Frakklandi, Tékklandi, á Grænlandi, Gran Kanaría og Ítalíu. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Kári Jóhannsson og Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Íslenska súrdeigsveldið í Prag stækkar
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira