Boeing 737-800 flugvélin hrapaði úr 30 þúsund feta hæð á tveimur mínútum Atli Ísleifsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. mars 2022 08:31 Vélin á vegum China Eastern Airlines. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Flugvél með 133 manns um borð hefur hrapað í Kína. AFP segir frá þessu, en óvíst er á þessari stundu um manntjón. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800 og hrapað í fjallshlíð nærri bænum Wuzhou í Teng-sýslu í héraðinu Guangxi í suðurhluta landsins, ekki langt frá landamærunum að Víetnam. Er slysið sagt hafa valdið skógareldi í fjalllendinu. Í frétt Reuters, þar sem vísað er í kínverska fjölmiðla, var vélin, MU5735, á vegum China Eastern Airlines og á leið frá Kunming í suðuvesturhluta Kína til Guangzhou í suðausturhluta landsins. Samkvæmt síðunni Flightradar hvarf vélin af ratsjám rúmri klukkustund eftir að hafa tekið á loft í Kunming. Pictures from the scene of a #Boeing 737 crash in south #China.latest: https://t.co/otZytipiEw pic.twitter.com/IBFrkJDsK3— CGTN (@CGTNOfficial) March 21, 2022 Samkvæmt frétt AP, sem vísar í kínversku fréttastofuna CCTV, fékk China Eastern flugvélina afhenta frá Boeing í júní 2015 og hafði hún verið í notkun hjá flugfélaginu í rétt rúm sex ár. China Eastern rekur ýmsar flugvélategundir frá Boeing, þar á meðal 737-800 flugvélina og 737-Max. Í myndbandi sem fréttamaðurinn Oliver Alexander deilir á Twitter, sem hann segir vera af hrapi flugvélarinnar sem náðst hafi á öryggismyndavélar, má sjá að hún hrapaði nær lóðrétt niður á jörðina. Þá vísar Alexander í gögn frá FlightRadar um að flugvélin hafi hrapað úr 29.100 feta hæð, eða um 8,8 km hæð, á aðeins rétt um tveimur og hálfri mínútu. According to flight FlightRadar24 data the aircraft fell from 29100 ft to ground level in two and a half minutes. pic.twitter.com/HpNQtH352B— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 21, 2022 Íbúar á svæðinu hafa deilt myndum og myndböndum af því sem virðist vera brak vélarinnar á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem kviknað hafi í flugvélinni við brotlendingu en sjá má mikinn reyk stíga upp frá ætluðum brotlendingarstað. Þá virðist brak úr vélinni hafa dreifst um skógi vaxnar hlíðarnar. OMGMU5735 Please reply!!!Please reply!!!😭😭😭 pic.twitter.com/oBE89PH87F— Timi.Chen (@TTabaoshab) March 21, 2022 RIP Mu5735 plane crash - 133 people on board #planecrash #mu5735 #boeing pic.twitter.com/03TIp7XCoJ— Hing Kan (@hingkan88) March 21, 2022 #MU5735 Not a good sign🙏🙏 pic.twitter.com/0Djd0jdut9— ChinaAviationReview (@ChinaAvReview) March 21, 2022 Samkvæmt frétt Reuters hefur gróðureldurinn, sem kviknaði út frá flugvélinni, verið slökktur og einhverjir viðbragðsaðilar komnir á staðinn þó enn sé beðið eftir fleirum. Síðasta mannskæða flugslysið í Kína varð árið 2010 þegar 44 af 96 farþegum innanlandsflugvélar á vegum Henan Airlines fórust þegar flugvélin, Embraer E-190, hrapaði við lendingu á Yichun flugvelli. Fréttin var uppfærð klukkan 10:20. Kína Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Vélin var af gerðinni Boeing 737-800 og hrapað í fjallshlíð nærri bænum Wuzhou í Teng-sýslu í héraðinu Guangxi í suðurhluta landsins, ekki langt frá landamærunum að Víetnam. Er slysið sagt hafa valdið skógareldi í fjalllendinu. Í frétt Reuters, þar sem vísað er í kínverska fjölmiðla, var vélin, MU5735, á vegum China Eastern Airlines og á leið frá Kunming í suðuvesturhluta Kína til Guangzhou í suðausturhluta landsins. Samkvæmt síðunni Flightradar hvarf vélin af ratsjám rúmri klukkustund eftir að hafa tekið á loft í Kunming. Pictures from the scene of a #Boeing 737 crash in south #China.latest: https://t.co/otZytipiEw pic.twitter.com/IBFrkJDsK3— CGTN (@CGTNOfficial) March 21, 2022 Samkvæmt frétt AP, sem vísar í kínversku fréttastofuna CCTV, fékk China Eastern flugvélina afhenta frá Boeing í júní 2015 og hafði hún verið í notkun hjá flugfélaginu í rétt rúm sex ár. China Eastern rekur ýmsar flugvélategundir frá Boeing, þar á meðal 737-800 flugvélina og 737-Max. Í myndbandi sem fréttamaðurinn Oliver Alexander deilir á Twitter, sem hann segir vera af hrapi flugvélarinnar sem náðst hafi á öryggismyndavélar, má sjá að hún hrapaði nær lóðrétt niður á jörðina. Þá vísar Alexander í gögn frá FlightRadar um að flugvélin hafi hrapað úr 29.100 feta hæð, eða um 8,8 km hæð, á aðeins rétt um tveimur og hálfri mínútu. According to flight FlightRadar24 data the aircraft fell from 29100 ft to ground level in two and a half minutes. pic.twitter.com/HpNQtH352B— Oliver Alexander (@OAlexanderDK) March 21, 2022 Íbúar á svæðinu hafa deilt myndum og myndböndum af því sem virðist vera brak vélarinnar á samfélagsmiðlum. Svo virðist sem kviknað hafi í flugvélinni við brotlendingu en sjá má mikinn reyk stíga upp frá ætluðum brotlendingarstað. Þá virðist brak úr vélinni hafa dreifst um skógi vaxnar hlíðarnar. OMGMU5735 Please reply!!!Please reply!!!😭😭😭 pic.twitter.com/oBE89PH87F— Timi.Chen (@TTabaoshab) March 21, 2022 RIP Mu5735 plane crash - 133 people on board #planecrash #mu5735 #boeing pic.twitter.com/03TIp7XCoJ— Hing Kan (@hingkan88) March 21, 2022 #MU5735 Not a good sign🙏🙏 pic.twitter.com/0Djd0jdut9— ChinaAviationReview (@ChinaAvReview) March 21, 2022 Samkvæmt frétt Reuters hefur gróðureldurinn, sem kviknaði út frá flugvélinni, verið slökktur og einhverjir viðbragðsaðilar komnir á staðinn þó enn sé beðið eftir fleirum. Síðasta mannskæða flugslysið í Kína varð árið 2010 þegar 44 af 96 farþegum innanlandsflugvélar á vegum Henan Airlines fórust þegar flugvélin, Embraer E-190, hrapaði við lendingu á Yichun flugvelli. Fréttin var uppfærð klukkan 10:20.
Kína Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent