Leclerc vann í Barein | Verstappen þurfti að hætta keppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2022 17:21 Charles Leclerc fagnar sigri dagsins meðan flugeldum er skotið á loft. Twitter@F1 Ferrari byrjar nýtt tímabil í Formúlu 1 af miklum krafti en fyrsti kappakstur ársins fór fram í Barein í dag. Charles Leclerc og Carlos Sainz komu fyrstir í mark en þar á eftir kom Lewis Hamilton hjá Mercedes eftir erfiðan hring. Ríkjandi heimsmeistarinn Max Verstappen lauk ekki keppni. Mikil spenna var fyrir keppni dagsins en var þetta í fyrsta skipti í rúm sjö ár sem Lewis Hamilton var ekki ríkjandi heimsmeistari. Hann hafði átt erfitt í tímatökunni og hélt það áfram framan af keppni í dag. Leclerc byrjaði á ráspól eftir frábæran tíma í tímatökunni og þar á eftir kom heimsmeistarinn Verstappen. Keppni dagsins var eins og áður sagði æsispennandi en Leclerc og Verstappen voru í baráttunni um efsta sætið framan af. Um tíma var Hamilton kominn niður í 8. sæti en hann vann sig á endanum upp töfluna þökk sé algjöru hruni Red Bull-liðsins. LAP 57/57 More drama! Perez spins at Turn 1Hamilton passes him and moves up to P3 #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/rEKv3ezRc0— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 Bæði Verstappen og Sergio Pérez féllu úr leik á síðusut þremur hringjum dagsins. Báðir voru meðal fremstu manna og gaf það því Hamilton tækifæri til að hoppa upp í þriðja sætið og samherji hans George Russell endaði í fjórða sæti. Sigurvegari dagsins er hins vegar Ferrari sem endaði með báða sína bíla í efstu tveimur sætunum og í aðeins þriðja sinn á ferlinum stóð Charles Leclerc uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri. Career win #3 for Charles Leclerc #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/no47rHfAuU— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 „Ég er mjög ánægður. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri byrjun. Síðustu tvö ár hafa verið erfið en það er frábært að vera kominn aftur á toppinn,“ sagði Leclerc að kappakstri loknum. Formúla Barein Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Mikil spenna var fyrir keppni dagsins en var þetta í fyrsta skipti í rúm sjö ár sem Lewis Hamilton var ekki ríkjandi heimsmeistari. Hann hafði átt erfitt í tímatökunni og hélt það áfram framan af keppni í dag. Leclerc byrjaði á ráspól eftir frábæran tíma í tímatökunni og þar á eftir kom heimsmeistarinn Verstappen. Keppni dagsins var eins og áður sagði æsispennandi en Leclerc og Verstappen voru í baráttunni um efsta sætið framan af. Um tíma var Hamilton kominn niður í 8. sæti en hann vann sig á endanum upp töfluna þökk sé algjöru hruni Red Bull-liðsins. LAP 57/57 More drama! Perez spins at Turn 1Hamilton passes him and moves up to P3 #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/rEKv3ezRc0— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 Bæði Verstappen og Sergio Pérez féllu úr leik á síðusut þremur hringjum dagsins. Báðir voru meðal fremstu manna og gaf það því Hamilton tækifæri til að hoppa upp í þriðja sætið og samherji hans George Russell endaði í fjórða sæti. Sigurvegari dagsins er hins vegar Ferrari sem endaði með báða sína bíla í efstu tveimur sætunum og í aðeins þriðja sinn á ferlinum stóð Charles Leclerc uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 kappakstri. Career win #3 for Charles Leclerc #BahrainGP #F1 pic.twitter.com/no47rHfAuU— Formula 1 (@F1) March 20, 2022 „Ég er mjög ánægður. Við hefðum ekki getað óskað okkur betri byrjun. Síðustu tvö ár hafa verið erfið en það er frábært að vera kominn aftur á toppinn,“ sagði Leclerc að kappakstri loknum.
Formúla Barein Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira