Eitt ár frá því að jörðin rifnaði við Fagradalsfjall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2022 10:27 Gosið var mikið sjónarspil. Vísir/Vilhelm. Eitt ár er í dag liðið frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga hófst. Þrátt fyrir að vera nokkuð lítið og jafnvel ræfill að sumra mati, reyndist gosið það langlífasta á 21. öldinni. Gosið hófst þann 19. mars á síðasta ári eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið. Gosið reyndist mikil veisla fyrir ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þegar hann var að fljúga yfir gosstöðvarnar skömmu eftir að eldgosið hófst. Fyrstu myndir af eldgosinu bárust skömmu eftir að það hófst, og þrátt fyrir að vera ekki stórt, var það afskaplega tignarlegt. Gosið átti hins vegar eftir að bæta í kraftinn og leggja töluvert landsvæði á Reykjanesskaga undir hraun á því hálfa ári sem það stóð, frá 19. mars til 18. september, eða í 183 daga. Hraunið þekur tæpa fimm ferkílómetra. Eldgosið í Fagradalsfjalli séð frá Kópavogi.Vísir/Vilhelm Mesta sjónarspilið átti sér stað síðasta sumar þegar tók að bera á miklum strókum á nokkurra mínútna fresti. Risu þeir upp í allt að tvö til þrjú hundruð metra hæð þegar mest lét. Sjá mátti glóandi strókana allt frá höfuðborgarsvæðinu. Miklir kvikustrókar voru á meðal þess sem einkenndi hluta þessa goss.Vísir/Vilhelm. Hér að neðan má sjá ýmis myndbrot frá gosinu sem reynst hafa afar vinsæl á Vísi. Gosið var tekið fyrir í sérstökum gosannál um síðustu áramót. Vefmyndavél Vísis fangaði óróakviðurnar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hraungusurnar gengu upp úr gígnum af miklum krafti með reglulegu millibili. Hér má sjá samansafn af myndum af gusunum og undir hljómar lagið Glósóli með Sigur Rós. Björn Steinbekk var með sérstaka drónaútsendingu frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli sem lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi og allt í beinni útsendingu á Vísi. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í maí og sýndi hina miklu kvikustróka í beinni útsendingu. Eldgosið tók kipp mikinn kipp þann 29. júní síðastliðinn með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tímamót Grindavík Tengdar fréttir Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33 Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Gosið hófst þann 19. mars á síðasta ári eftir hrinu skjálfta sem staðið hafði linnulaust í tæplega eitt og hálft ár. Ekkert lát var á skjálftunum fyrr en loks létti á spennu og gosið hófst. Mun betur fór en á horfðist því gosið reyndist lítið. Gosið reyndist mikil veisla fyrir ljósmyndara.Vísir/Vilhelm „Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill” sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur þegar hann var að fljúga yfir gosstöðvarnar skömmu eftir að eldgosið hófst. Fyrstu myndir af eldgosinu bárust skömmu eftir að það hófst, og þrátt fyrir að vera ekki stórt, var það afskaplega tignarlegt. Gosið átti hins vegar eftir að bæta í kraftinn og leggja töluvert landsvæði á Reykjanesskaga undir hraun á því hálfa ári sem það stóð, frá 19. mars til 18. september, eða í 183 daga. Hraunið þekur tæpa fimm ferkílómetra. Eldgosið í Fagradalsfjalli séð frá Kópavogi.Vísir/Vilhelm Mesta sjónarspilið átti sér stað síðasta sumar þegar tók að bera á miklum strókum á nokkurra mínútna fresti. Risu þeir upp í allt að tvö til þrjú hundruð metra hæð þegar mest lét. Sjá mátti glóandi strókana allt frá höfuðborgarsvæðinu. Miklir kvikustrókar voru á meðal þess sem einkenndi hluta þessa goss.Vísir/Vilhelm. Hér að neðan má sjá ýmis myndbrot frá gosinu sem reynst hafa afar vinsæl á Vísi. Gosið var tekið fyrir í sérstökum gosannál um síðustu áramót. Vefmyndavél Vísis fangaði óróakviðurnar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hraungusurnar gengu upp úr gígnum af miklum krafti með reglulegu millibili. Hér má sjá samansafn af myndum af gusunum og undir hljómar lagið Glósóli með Sigur Rós. Björn Steinbekk var með sérstaka drónaútsendingu frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli sem lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi og allt í beinni útsendingu á Vísi. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í maí og sýndi hina miklu kvikustróka í beinni útsendingu. Eldgosið tók kipp mikinn kipp þann 29. júní síðastliðinn með miklum hraunflæðigusum og mældust óróakviðurnar um tíma þær mestu frá upphafi gossins.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tímamót Grindavík Tengdar fréttir Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33 Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag. 23. desember 2021 14:33
Gosið sem stal öllum fyrirsögnum af faraldrinum Skjálftar, óróapúls og eldgos. Almannavarnir fengu nýja krísu í fangið í upphafi ársins þegar Reykjanesskaginn nötraði og skalf þar til eldgos hófst að lokum í Fagradalsfjalli. 3. desember 2021 07:01