Appelsínugulur Spánn: Mesta loftmengun á jörðinni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. mars 2022 16:30 Frá Murcia á Spáni. Javier Carrion / Getty Images Það eru víðar appelsínugular viðvaranir en hér á Íslandi þessi dægrin. Á austurströnd Spánar hefur fólk verið varað við að vera mikið á ferli utandyra í liðinni viku, af því að himinninn er bókstaflega appelsínugulur og loftgæðin eru talin hættuleg. Ástæðan er rauðleitur sandur frá Afríku sem þyrlast inn yfir strendur Spánar. Umhverfið hér á austurströnd Spánar minnir þessi dægrin helst á geimvísindasenur bandarískra bíómynda, og myndir héðan gætu allt eins verið teknar á plánetunni Mars. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Appelsínugul slikja er alltumlykjandi og svo dökk að það er eins og maður sé með sólgleraugu á nefinu um hábjartan dag. Sandur frá Sahara Það sem veldur þessum háappelsínugula lit á umhverfinu er gríðarlegt magn af rauðleitum sandi sem berst með sunnanvindum frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Slikjan lagðist yfir megnið af héruðum Valencia, Alicante og Murcia í byrjun vikunnar og svo mikil var loftmengunin á tímabili að fólk var varað við því að vera mikið á ferli utandyra. Um miðja viku greindu fjölmiðlar frá því að hvergi á jörðinni væri meiri loftmengun en á Spáni, meiri en í Kína og á Indlandi. Rykið getur valdið öndunartruflunum og ertingu í augum, og fólk var hvatt til þess að hylja vatnsból og brunna með drykkjarvatni og draga úr ónauðsynlegum akstri, það sé ekki á mengunina bætandi. Rauð leirrigning Þessum sunnanvindum hefur fylgt mikill hiti, skyndilega var lofthiti á miðnætti rokinn upp í 25 gráður, en hefur síðustu vikur hangið í kringum 10 gráður. Þegar líða tók á vikuna tók úrkoma við af vindinum, sannkölluð leirrigning; úr loftinu féll í raun rauðleit drulla sem þekur allt sem fyrir verður á jörðu niðri; garða, stræti, bifreiðar og annað. Það er því viðbúið að raðir myndist á bílaþvottastöðvum landsins næstu daga. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Þetta appelsínugula ástand er eiginlega árlegt fyrirbrigði á austurströnd Spánar, en þess hefur orðið vart um allan Spán að þessu sinni og jafnvel norðar í álfunni. Veðurfræðingar segja að margir áratugir séu síðan ástandið var eins og í liðinni viku. Enda talar fjöldi mynda og myndskeiða á vefmiðlum sínu máli. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Cartagena á SpániBrynja Jóhannsdóttir Austurströnd SpánarBjarni Baldursson Frá Murcia á SpániBjarni Baldursson Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Veður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Umhverfið hér á austurströnd Spánar minnir þessi dægrin helst á geimvísindasenur bandarískra bíómynda, og myndir héðan gætu allt eins verið teknar á plánetunni Mars. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Appelsínugul slikja er alltumlykjandi og svo dökk að það er eins og maður sé með sólgleraugu á nefinu um hábjartan dag. Sandur frá Sahara Það sem veldur þessum háappelsínugula lit á umhverfinu er gríðarlegt magn af rauðleitum sandi sem berst með sunnanvindum frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Slikjan lagðist yfir megnið af héruðum Valencia, Alicante og Murcia í byrjun vikunnar og svo mikil var loftmengunin á tímabili að fólk var varað við því að vera mikið á ferli utandyra. Um miðja viku greindu fjölmiðlar frá því að hvergi á jörðinni væri meiri loftmengun en á Spáni, meiri en í Kína og á Indlandi. Rykið getur valdið öndunartruflunum og ertingu í augum, og fólk var hvatt til þess að hylja vatnsból og brunna með drykkjarvatni og draga úr ónauðsynlegum akstri, það sé ekki á mengunina bætandi. Rauð leirrigning Þessum sunnanvindum hefur fylgt mikill hiti, skyndilega var lofthiti á miðnætti rokinn upp í 25 gráður, en hefur síðustu vikur hangið í kringum 10 gráður. Þegar líða tók á vikuna tók úrkoma við af vindinum, sannkölluð leirrigning; úr loftinu féll í raun rauðleit drulla sem þekur allt sem fyrir verður á jörðu niðri; garða, stræti, bifreiðar og annað. Það er því viðbúið að raðir myndist á bílaþvottastöðvum landsins næstu daga. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Þetta appelsínugula ástand er eiginlega árlegt fyrirbrigði á austurströnd Spánar, en þess hefur orðið vart um allan Spán að þessu sinni og jafnvel norðar í álfunni. Veðurfræðingar segja að margir áratugir séu síðan ástandið var eins og í liðinni viku. Enda talar fjöldi mynda og myndskeiða á vefmiðlum sínu máli. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Cartagena á SpániBrynja Jóhannsdóttir Austurströnd SpánarBjarni Baldursson Frá Murcia á SpániBjarni Baldursson
Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Veður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira