Vaktin: Sprengingar heyrast frá flugvellinum í Lviv Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. mars 2022 16:45 Forsetarnir Biden og Xi ræddu saman á fjarfundi í dag. Hvíta húsið/AP Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Íbúar í Lviv eru nú farnir að finna fyrir árásum Rússa en hingað til hefur borgin þótt örugg og margir flúið þangað undan átökunum. Sprengingar heyrðust í morgun sem borgarstjórinn segir hafa borist frá svæði nálægt flugvellinum. Interfax hefur eftir fulltrúa aðskilnaðarsinna í Donbas að Rússar hafi komið á flugbanni á svæðinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist hafa staðfest 43 árásir á heilbrigðisstofnanir, þar sem tólf hafi látið lífið og 34 særst. Átökin í landinu muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu úkraínsku þjóðarinnar næstu árin og áratugina. Úkraínsk yfirvöld segja það hafa aukist að rússneskir hermenn leggi niður vopn og að Rússar séu að bæta sér upp mannfallið með því að notast við erlenda bardagamenn. Borgaryfirvöld í Maríupól segja 80 prósent af íbúðahúsum borgarinnar eyðilögð og að 350 þúsund íbúar hafist nú við í skýlum og kjöllurum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Íbúar í Lviv eru nú farnir að finna fyrir árásum Rússa en hingað til hefur borgin þótt örugg og margir flúið þangað undan átökunum. Sprengingar heyrðust í morgun sem borgarstjórinn segir hafa borist frá svæði nálægt flugvellinum. Interfax hefur eftir fulltrúa aðskilnaðarsinna í Donbas að Rússar hafi komið á flugbanni á svæðinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist hafa staðfest 43 árásir á heilbrigðisstofnanir, þar sem tólf hafi látið lífið og 34 særst. Átökin í landinu muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu úkraínsku þjóðarinnar næstu árin og áratugina. Úkraínsk yfirvöld segja það hafa aukist að rússneskir hermenn leggi niður vopn og að Rússar séu að bæta sér upp mannfallið með því að notast við erlenda bardagamenn. Borgaryfirvöld í Maríupól segja 80 prósent af íbúðahúsum borgarinnar eyðilögð og að 350 þúsund íbúar hafist nú við í skýlum og kjöllurum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira