Áttundi fimmtíu stiga leikurinn í NBA-deildinni í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2022 07:31 Saddiq Bey átti magnaðan leik með Detroit Pistons liðinu í nótt. AP/Phelan M. Ebenhack Hinn 22 ára gamli Saddiq Bey bættist í nótt í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað fimmtíu stig í einum leik í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili. Saddiq Bey skoraði 51 stig fyrir Detroit Pistons liðið í 134-120 sigri á Orlando Magic. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem leikmaður nær að skora fimmtíu stig í leik og það er það mesta í NBA í hálfa öld. 5 1 POINTS x 3PM@SaddiqBey started off the night HOT, going off for 21 points in the first-quarter alone. He went on to set a career-high in points & 3PM with 51 points and 10 3PM. #Pistons WIN51 PTS | 9 REB | 4 AST | 3 STL | 10 3PM pic.twitter.com/dLOjeVFRNv— NBA (@NBA) March 18, 2022 Síðast voru átta fimmtíu stiga leikir í desember 1962 en þá voru þeir níu talsins. Bey er þrettándi leikmaðurinn á tímabilinu til að skora svo mikið í einum leik en alls hafa verið sautján slíkar stigaveislur. Bey var að skora öll þessi stig á móti sama liði og Kyrie Irving skoraði sextíu stig tveimur kvöldum fyrr. Hann sagðist eftir leik hafa horft á hvað Irving gerði á móti Orlando. „Ég sé svipmyndirnar og hann var mjög skilvirkur og gerði þetta í flæði leiksins. Það var frábær frammistaða til að horfa á og ég tel að það hafa verð margar frábærar frammistöður í NBA síðustu tvær vikur. Ég er þakklátur að hafa tækifærið til að spila í þessari deild,“ sagði Saddiq Bey. Saddiq Bey Tonight! 51 PTS (17-27 FGM) *career high* 9 REB 4 AST 3 STL 10 3PM *career high* @DetroitPistons WIN! pic.twitter.com/66jhZ8KaVS— NBA (@NBA) March 18, 2022 Marvin Bagley III bætti við 20 stigum og 11 fráköstum fyrir Detroit liðið en þarna voru tvö neðstu lið Austurdeildarinnar að mætast. Franz Wagner var stigahæstur hjá Orlando með 26 stig. „Enduruppbygging er alltaf ljót en það er líka fullt af fallegum stundum eins og í kvöld,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Detroit. Bey hafði mest áður skorað 34 stig í einum leik. Hann endaði fyrri hálfleikinn á því að skora fimm stig á minna en fimm sekúndum og var kominn með þrjátíu stig í hálfleik. "That might be the only thing that cooled you off all night!"Saddiq Bey & his teammates celebrate his CAREER-HIGH 51 PTS & 10 3PM! pic.twitter.com/ApDORR8VLB— NBA (@NBA) March 18, 2022 NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Saddiq Bey skoraði 51 stig fyrir Detroit Pistons liðið í 134-120 sigri á Orlando Magic. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem leikmaður nær að skora fimmtíu stig í leik og það er það mesta í NBA í hálfa öld. 5 1 POINTS x 3PM@SaddiqBey started off the night HOT, going off for 21 points in the first-quarter alone. He went on to set a career-high in points & 3PM with 51 points and 10 3PM. #Pistons WIN51 PTS | 9 REB | 4 AST | 3 STL | 10 3PM pic.twitter.com/dLOjeVFRNv— NBA (@NBA) March 18, 2022 Síðast voru átta fimmtíu stiga leikir í desember 1962 en þá voru þeir níu talsins. Bey er þrettándi leikmaðurinn á tímabilinu til að skora svo mikið í einum leik en alls hafa verið sautján slíkar stigaveislur. Bey var að skora öll þessi stig á móti sama liði og Kyrie Irving skoraði sextíu stig tveimur kvöldum fyrr. Hann sagðist eftir leik hafa horft á hvað Irving gerði á móti Orlando. „Ég sé svipmyndirnar og hann var mjög skilvirkur og gerði þetta í flæði leiksins. Það var frábær frammistaða til að horfa á og ég tel að það hafa verð margar frábærar frammistöður í NBA síðustu tvær vikur. Ég er þakklátur að hafa tækifærið til að spila í þessari deild,“ sagði Saddiq Bey. Saddiq Bey Tonight! 51 PTS (17-27 FGM) *career high* 9 REB 4 AST 3 STL 10 3PM *career high* @DetroitPistons WIN! pic.twitter.com/66jhZ8KaVS— NBA (@NBA) March 18, 2022 Marvin Bagley III bætti við 20 stigum og 11 fráköstum fyrir Detroit liðið en þarna voru tvö neðstu lið Austurdeildarinnar að mætast. Franz Wagner var stigahæstur hjá Orlando með 26 stig. „Enduruppbygging er alltaf ljót en það er líka fullt af fallegum stundum eins og í kvöld,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Detroit. Bey hafði mest áður skorað 34 stig í einum leik. Hann endaði fyrri hálfleikinn á því að skora fimm stig á minna en fimm sekúndum og var kominn með þrjátíu stig í hálfleik. "That might be the only thing that cooled you off all night!"Saddiq Bey & his teammates celebrate his CAREER-HIGH 51 PTS & 10 3PM! pic.twitter.com/ApDORR8VLB— NBA (@NBA) March 18, 2022
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira