Putin segir Rússa sjá við heimsveldi vestrænna lyga Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2022 19:53 Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd reyna að sundra samstöðu Rússa með útbreiðslu lyga. AP/rússneska forsetaembættið Rússlandsforseti segir Rússa sjá við heimsveldi vestrænna lyga og muni sjá til þess að koma sannleikanum stöðugt á framfæri við umheiminn. Rússar séu nú ofsóttir í mörgum vestrænum ríkjum þar sem rússnesk menning sé bönnuð. Í móttöku í Hvíta húsinu í gær spurði blaðakona Jo Biden forseta Bandaríkjanna þegar hann gekk framhjáí fullum sal af fólki hvort hann teldi Vladimir Putin Rússlandsforseta vera stríðsglæpamann og forsetinn svaraði: „Ég tel að hann sé stríðsglæpamaður,“ sagði Biden og gekk á braut. Orrahríð forseta gömlu stórveldanna á kalda stríðs árunum er komin á kunnuglegar slóðir eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagðist í gær telja að Vladimir Putin forseti Rússlands væri stríðsglæpamaður.AP/Patrick Semansky Ekki stóð á viðbrögðum Putins í rússnesku sjónvarpi sem er nánast eina uppspretta Rússa fyrir fréttir. Þar af leiðandi höfðu sennilega fæstir þeirra heyrt af þessum ummælum Bandaríkjaforseta. „Við skiljum hvaða úrræði þetta heimsveldi lyganna hefur. En það er samt vanmáttugt gegn sannleikanum og réttlætinu. Rússland mun stöðugt miðla afstöðu sinni til alls heimsins," sagði Putin. En Putin getur illa flúið hryllilegan sannleikann um árásir innrásarliðsins á óbreytta borgara, skóla, íbúðarhúsnæði og sjúkrahús. Þar sem börn og jafnvel barnshafandi konur og flóttamenn á öllum aldri hafa fallið í linnulausum sprengjuárásum. Rússar hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og flugskeytaárásum á Mariupol frá því fljótlega eftir að innrás þeirra hófst fyrir hálfum mánuði.AP/Evgeniy Maloletka Um hálfs mánaðar umsátur Rússa um Mariupol minnir óþægilega á langt umsátur nasista um Stalingrad í seinni heimsstyrjöldinni þar sem markmiðið var að svelta íbúana til dauða. Putin segir sum vestræn ríki hins vegar minna á nasista. Rússa séu ofsóttir í þessum ríkjum, börn þeirra hrakin úr skóla, þeir missi vinnuna, rússnesk tónlist, bókmenntir og menning séu bönnuð og þau vilji þurrka Rússland út. „Vesturlönd hafa rifið af sér grímu velsæmis, byrjað að haga sér ruddalega, sýnt sitt rétta eðli. Þetta er hrein samsvörun við ofsóknir nasista á gyðingum í Þýskalandi á 4. áratug síðustu aldar," sagði Putin sem hefur ætið verið tamt að halda því að Rússum að Vesturlöndum væri stjórnað af nasistum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínusegir að mæður Rússlands muni missa fleiri syni í stríðinu í Úkraínu en Rússar hafa misst í nokkru stríði frá lokum seinni heimsstyrjaldar haldi þeir innrás sinni áfram.AP/forsetaembætti Úkraínu Þrátt fyrir áframhald loftárása Rússa á bæi og borgir í Úkraínu virðist framrás þeirra stöðnuð. Baráttuvilji Úkraínumanna er að sama skapi enn mikill. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa eiga eftir að missa fleiri menn en í Sýrlandi og Tjesníu og Sovétmenn misstu í Afganistan. „Ef stríð ykkar gegn úkraínsku þjóðinni heldur áfram munu rússneskar mæður missa fleiri börn en þær misstu samanlagt í stríðunum í Afganistan og Tsjetsjeníu,“ sagði forseti Úkraínu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Putin líkir meðferð Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum Vonir eru bundnar við að fjöldi manns hafi lifað af sprengjuárás Rússa á leikhús í Mariupol í gær þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara hússins. Úkraínuforseti segir markmið viðræðna við Rússa að átökum linni og fullveldi Úkraínu verði tryggt. Rússlandsforseti líkir meðhöndlun Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum. 17. mars 2022 12:00 Martröðin í Mariupol: Rússar valda dauða, hungri og örvæntingu með látlausum sprengjuárásum Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá innrás Rússa í Úkraínu hefur mannfallið, eyðileggingin og hryllingurinn hvergi verið meiri en í hafnarborginni Mariupol. Þar hafa rúmlega fjögur hundruð þúsund manns verið innikróaðir nánast frá upphafi stríðsins, sætt stöðugum loftárásum og nú vofir hungurvofan yfir íbúunum. Við vörum sterklega við myndefninu sem fylgir þessari frétt. 16. mars 2022 19:28 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Í móttöku í Hvíta húsinu í gær spurði blaðakona Jo Biden forseta Bandaríkjanna þegar hann gekk framhjáí fullum sal af fólki hvort hann teldi Vladimir Putin Rússlandsforseta vera stríðsglæpamann og forsetinn svaraði: „Ég tel að hann sé stríðsglæpamaður,“ sagði Biden og gekk á braut. Orrahríð forseta gömlu stórveldanna á kalda stríðs árunum er komin á kunnuglegar slóðir eftir að Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagðist í gær telja að Vladimir Putin forseti Rússlands væri stríðsglæpamaður.AP/Patrick Semansky Ekki stóð á viðbrögðum Putins í rússnesku sjónvarpi sem er nánast eina uppspretta Rússa fyrir fréttir. Þar af leiðandi höfðu sennilega fæstir þeirra heyrt af þessum ummælum Bandaríkjaforseta. „Við skiljum hvaða úrræði þetta heimsveldi lyganna hefur. En það er samt vanmáttugt gegn sannleikanum og réttlætinu. Rússland mun stöðugt miðla afstöðu sinni til alls heimsins," sagði Putin. En Putin getur illa flúið hryllilegan sannleikann um árásir innrásarliðsins á óbreytta borgara, skóla, íbúðarhúsnæði og sjúkrahús. Þar sem börn og jafnvel barnshafandi konur og flóttamenn á öllum aldri hafa fallið í linnulausum sprengjuárásum. Rússar hafa haldið uppi stöðugum stórskotaliðs- og flugskeytaárásum á Mariupol frá því fljótlega eftir að innrás þeirra hófst fyrir hálfum mánuði.AP/Evgeniy Maloletka Um hálfs mánaðar umsátur Rússa um Mariupol minnir óþægilega á langt umsátur nasista um Stalingrad í seinni heimsstyrjöldinni þar sem markmiðið var að svelta íbúana til dauða. Putin segir sum vestræn ríki hins vegar minna á nasista. Rússa séu ofsóttir í þessum ríkjum, börn þeirra hrakin úr skóla, þeir missi vinnuna, rússnesk tónlist, bókmenntir og menning séu bönnuð og þau vilji þurrka Rússland út. „Vesturlönd hafa rifið af sér grímu velsæmis, byrjað að haga sér ruddalega, sýnt sitt rétta eðli. Þetta er hrein samsvörun við ofsóknir nasista á gyðingum í Þýskalandi á 4. áratug síðustu aldar," sagði Putin sem hefur ætið verið tamt að halda því að Rússum að Vesturlöndum væri stjórnað af nasistum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínusegir að mæður Rússlands muni missa fleiri syni í stríðinu í Úkraínu en Rússar hafa misst í nokkru stríði frá lokum seinni heimsstyrjaldar haldi þeir innrás sinni áfram.AP/forsetaembætti Úkraínu Þrátt fyrir áframhald loftárása Rússa á bæi og borgir í Úkraínu virðist framrás þeirra stöðnuð. Baráttuvilji Úkraínumanna er að sama skapi enn mikill. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa eiga eftir að missa fleiri menn en í Sýrlandi og Tjesníu og Sovétmenn misstu í Afganistan. „Ef stríð ykkar gegn úkraínsku þjóðinni heldur áfram munu rússneskar mæður missa fleiri börn en þær misstu samanlagt í stríðunum í Afganistan og Tsjetsjeníu,“ sagði forseti Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Putin líkir meðferð Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum Vonir eru bundnar við að fjöldi manns hafi lifað af sprengjuárás Rússa á leikhús í Mariupol í gær þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara hússins. Úkraínuforseti segir markmið viðræðna við Rússa að átökum linni og fullveldi Úkraínu verði tryggt. Rússlandsforseti líkir meðhöndlun Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum. 17. mars 2022 12:00 Martröðin í Mariupol: Rússar valda dauða, hungri og örvæntingu með látlausum sprengjuárásum Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá innrás Rússa í Úkraínu hefur mannfallið, eyðileggingin og hryllingurinn hvergi verið meiri en í hafnarborginni Mariupol. Þar hafa rúmlega fjögur hundruð þúsund manns verið innikróaðir nánast frá upphafi stríðsins, sætt stöðugum loftárásum og nú vofir hungurvofan yfir íbúunum. Við vörum sterklega við myndefninu sem fylgir þessari frétt. 16. mars 2022 19:28 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Putin líkir meðferð Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum Vonir eru bundnar við að fjöldi manns hafi lifað af sprengjuárás Rússa á leikhús í Mariupol í gær þar sem um þúsund manns höfðu leitað skjóls í loftvarnabyrgi í kjallara hússins. Úkraínuforseti segir markmið viðræðna við Rússa að átökum linni og fullveldi Úkraínu verði tryggt. Rússlandsforseti líkir meðhöndlun Vesturlanda á Rússum við ofsóknir nasista gegn gyðingum. 17. mars 2022 12:00
Martröðin í Mariupol: Rússar valda dauða, hungri og örvæntingu með látlausum sprengjuárásum Nú þegar þrjár vikur eru liðnar frá innrás Rússa í Úkraínu hefur mannfallið, eyðileggingin og hryllingurinn hvergi verið meiri en í hafnarborginni Mariupol. Þar hafa rúmlega fjögur hundruð þúsund manns verið innikróaðir nánast frá upphafi stríðsins, sætt stöðugum loftárásum og nú vofir hungurvofan yfir íbúunum. Við vörum sterklega við myndefninu sem fylgir þessari frétt. 16. mars 2022 19:28
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01