Fann vel fyrir skjálftanum og segir hann hafa rifjað upp slæmar minningar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 11:52 Thelma Rún Heimisdóttir var í Tókýó þegar skjálftinn varð skammt frá Fukushima í gær. Fjórir létust og rúmlega hundrað særðust þegar skjálfti af stærðinni 7,4 reið yfir norðausturhluta Japans í gær en skjálftinn fannst víða í Japan. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Japan í nokkur ár fann fyrir skjálftanum í Tókýó og segir hann hafa minnt marga á skjálftann stóra árið 2011, enda aðeins vika síðan ellefu ár voru liðin frá skjálftanum. Thelma Rún Heimisdóttir, sem heldur úti YouTube síðunni Thelma in Tokyo, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún segir að skjálftinn hafi líklega verið í kringum fjórir að stærð í Tókýó. Hún var í símanum við móður sína og var að æfa sig á gítar þegar skjálftinn byrjaði en segir að skjálftinn hafi verið töluvert minni til að byrja með. „Ég lagði gítarinn frá mér og var bara tilbúin fyrir stóra jarðskjálftann. Ég er á þriðju hæð í íbúðinni minni og það byrjaði að hristast frekar hægt fyrst og svo var það stærra og stærra og svo bara hætti það ekki, þannig ég hljóp út úr herberginu og stóð nálægt útidyrahurðinni til að vera tilbúin,“ segir Thelma. „Á meðan var mamma bara að kalla í símanum; Thelma hvað er í gangi?“ Skjálftinn varði í nokkrar mínútur en Thelma segist hafa liðið eins og hann hafi staðið yfir í tíu mínútur. „Skjálftinn hélt bara stöðugt áfram og smám saman dó það niður. Eftir á þá var ég svolítið ringluð, líkaminn minn byrjaði að færast svona fram og til baka og þá hélt ég að það væri annar skjálfti að koma, en það var þá bara ég,“ segir Thelma. Hún lýsir því að aðrir á svæðinu hafi ekki kippt sér mikið upp við skjálftann þar sem hún sá engan hlaupa út. „Ég hugsaði bara hvar eru allir, fattar engin að þetta var jarðskjálfti?“ Minnir á skjálftann fyrir ellefu árum Meðal þeirra sem létust voru karlmaður á sjötugsaldri sem féll af annarri hæð á heimili sínu og karlmaður á áttræðisaldri sem fékk hjartaáfall, að því er kemur fram í frétt AP. Skjálftinn var á svipuðu svæði og mannskæði skjálftinn sem var 9,0 að stærð árið 2011 Thelma segir skjálftann hafa minnt á þann sem varð árið 2011. Sjálf var hún ekki úti þá en hún minnist þess að hafa horft á afleiðingar skjálftans í sjónvarpinu. Sá skjálfti varð þann 11. mars og voru því ellefu ár liðin frá skjálftanum í síðustu viku. „Fyrir sex dögum þá voru allir að minnast þeirra sem dóu og síðan viku seinna kemur stór jarðskjálfti þannig allir eru svona eftir sig,“ segir Thelma. Miklar líkur á eftirskjálftum næstu vikuna Upprunalega var útgefin stærð skjálftans 7,3 en veðurstofnun Japans hefur nú gefið það út að skjálftinn hafi verið 7,4 að stærð og átti hann upptök sín í 56 kílómetra dýpi. Skemmdir voru tilkynntar víða og fór til að mynda lest af sporinu við Fukushima borg. Rafmagnsleysi varð víða, meðal annars í Tókýó, þar sem 2,2 milljónir manna voru án rafmagns á tímabili. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í kjölfar skjálftans við Fukushima og Miagy en þeim var aflétt snemma í morgun. Flóðbylgjur komu að landi við Ishinomaki og voru þær allt að 30 sentímetrar að hæð. Yfirvöld hafa varað við því að miklar líkur séu á eftirskjálftum næstu vikuna. Í Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu, sem varð fyrir töluverðum skemmdum í skjálftanum árið 2011, fór brunakerfi í gang en við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur væri á svæðinu. Einhverjar raskanir urðu í verinu en það virðist nú starfa eðlilega. Mestu skemmdirnar urðu við Fukushima í gær en nokkrar myndir af svæðinu eftir skjálftann má finna hér fyrir neðan. AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News Japan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Thelma Rún Heimisdóttir, sem heldur úti YouTube síðunni Thelma in Tokyo, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hún segir að skjálftinn hafi líklega verið í kringum fjórir að stærð í Tókýó. Hún var í símanum við móður sína og var að æfa sig á gítar þegar skjálftinn byrjaði en segir að skjálftinn hafi verið töluvert minni til að byrja með. „Ég lagði gítarinn frá mér og var bara tilbúin fyrir stóra jarðskjálftann. Ég er á þriðju hæð í íbúðinni minni og það byrjaði að hristast frekar hægt fyrst og svo var það stærra og stærra og svo bara hætti það ekki, þannig ég hljóp út úr herberginu og stóð nálægt útidyrahurðinni til að vera tilbúin,“ segir Thelma. „Á meðan var mamma bara að kalla í símanum; Thelma hvað er í gangi?“ Skjálftinn varði í nokkrar mínútur en Thelma segist hafa liðið eins og hann hafi staðið yfir í tíu mínútur. „Skjálftinn hélt bara stöðugt áfram og smám saman dó það niður. Eftir á þá var ég svolítið ringluð, líkaminn minn byrjaði að færast svona fram og til baka og þá hélt ég að það væri annar skjálfti að koma, en það var þá bara ég,“ segir Thelma. Hún lýsir því að aðrir á svæðinu hafi ekki kippt sér mikið upp við skjálftann þar sem hún sá engan hlaupa út. „Ég hugsaði bara hvar eru allir, fattar engin að þetta var jarðskjálfti?“ Minnir á skjálftann fyrir ellefu árum Meðal þeirra sem létust voru karlmaður á sjötugsaldri sem féll af annarri hæð á heimili sínu og karlmaður á áttræðisaldri sem fékk hjartaáfall, að því er kemur fram í frétt AP. Skjálftinn var á svipuðu svæði og mannskæði skjálftinn sem var 9,0 að stærð árið 2011 Thelma segir skjálftann hafa minnt á þann sem varð árið 2011. Sjálf var hún ekki úti þá en hún minnist þess að hafa horft á afleiðingar skjálftans í sjónvarpinu. Sá skjálfti varð þann 11. mars og voru því ellefu ár liðin frá skjálftanum í síðustu viku. „Fyrir sex dögum þá voru allir að minnast þeirra sem dóu og síðan viku seinna kemur stór jarðskjálfti þannig allir eru svona eftir sig,“ segir Thelma. Miklar líkur á eftirskjálftum næstu vikuna Upprunalega var útgefin stærð skjálftans 7,3 en veðurstofnun Japans hefur nú gefið það út að skjálftinn hafi verið 7,4 að stærð og átti hann upptök sín í 56 kílómetra dýpi. Skemmdir voru tilkynntar víða og fór til að mynda lest af sporinu við Fukushima borg. Rafmagnsleysi varð víða, meðal annars í Tókýó, þar sem 2,2 milljónir manna voru án rafmagns á tímabili. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í kjölfar skjálftans við Fukushima og Miagy en þeim var aflétt snemma í morgun. Flóðbylgjur komu að landi við Ishinomaki og voru þær allt að 30 sentímetrar að hæð. Yfirvöld hafa varað við því að miklar líkur séu á eftirskjálftum næstu vikuna. Í Fukushima Daiichi kjarnorkuverinu, sem varð fyrir töluverðum skemmdum í skjálftanum árið 2011, fór brunakerfi í gang en við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur væri á svæðinu. Einhverjar raskanir urðu í verinu en það virðist nú starfa eðlilega. Mestu skemmdirnar urðu við Fukushima í gær en nokkrar myndir af svæðinu eftir skjálftann má finna hér fyrir neðan. AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News AP/Kyodo News
Japan Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira