Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2022 12:01 Brittney Griner er leikmaður bandaríska landsliðsins og ein besta körfuboltakona heims. AP/Eric Gay Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. Griner er án efa ein besta körfuboltakona heims og margir hafa gagnrýnt áhugaleysið á hennar máli. Það er alveg ljóst að ef að einn besti leikmaður NBA-deildarinnar lenti í hennar stöðu þá myndi heyrast meira. Imagine if Tom Brady were being held by Russian officials right now. https://t.co/peFT0ZAXVk— Lindsay Crouse (@lindsaycrouse) March 9, 2022 Þeir hinir sömu vilja vekja athygli á stöðu Griner sem er líklega í fangelsi í Rússlandi þótt enginn viti nákvæmlega hvar hún sé. „Hvernig getur bandarísk körfuboltastjarna bara horfið?“ er fyrirsögn á grein Holly Honderich fyrir vef breska ríkisútvarpsins. Þar fer hún einmitt yfir þetta mál og af hverju það heyrist ekki meira í fjölmiðlum um stöðu hennar. US basketball star Brittney Griner is detained in Russiahttps://t.co/X1yZNMP3z0— BBC News (World) (@BBCWorld) March 16, 2022 Það er samt augljóst að Rússar ætla að nota hana sem peð í pólitískri baráttu í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Griner var handtekin á flugvelli fyrir utan Moskvu og Rússar saka hana um að flytja eiturlyf inn í landið. Efnið fannst í vökva sem hún notaði til að veipa. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Hún var þarna komin til Rússlands til að spila fyrir UMMC Yekaterinburg í Euroleague eins og hún hefur gert frá árinu 2014 meðan WNBA-deildin er í fríi. Free Brittney Griner. Say her name, because her freedom may depend upon it.https://t.co/yesfEZcY27— The Nation (@thenation) March 15, 2022 Það eru einmitt þessir samningar í Evrópu sem eru að færa bestu körfuboltakonunum stærsta hlutann af launum sínum. WNBA-leikmennirnir fá allt að fimm sinnum betur borgað í Rússlandi en í WNBA. Griner spilar með Phoenix Mercury í WNBA-deildinni og hún hefur unnið gull á Ólympíuleikunum með bandaríska landsliðinu. NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Griner er án efa ein besta körfuboltakona heims og margir hafa gagnrýnt áhugaleysið á hennar máli. Það er alveg ljóst að ef að einn besti leikmaður NBA-deildarinnar lenti í hennar stöðu þá myndi heyrast meira. Imagine if Tom Brady were being held by Russian officials right now. https://t.co/peFT0ZAXVk— Lindsay Crouse (@lindsaycrouse) March 9, 2022 Þeir hinir sömu vilja vekja athygli á stöðu Griner sem er líklega í fangelsi í Rússlandi þótt enginn viti nákvæmlega hvar hún sé. „Hvernig getur bandarísk körfuboltastjarna bara horfið?“ er fyrirsögn á grein Holly Honderich fyrir vef breska ríkisútvarpsins. Þar fer hún einmitt yfir þetta mál og af hverju það heyrist ekki meira í fjölmiðlum um stöðu hennar. US basketball star Brittney Griner is detained in Russiahttps://t.co/X1yZNMP3z0— BBC News (World) (@BBCWorld) March 16, 2022 Það er samt augljóst að Rússar ætla að nota hana sem peð í pólitískri baráttu í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Griner var handtekin á flugvelli fyrir utan Moskvu og Rússar saka hana um að flytja eiturlyf inn í landið. Efnið fannst í vökva sem hún notaði til að veipa. Hún á yfir höfði sér tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Hún var þarna komin til Rússlands til að spila fyrir UMMC Yekaterinburg í Euroleague eins og hún hefur gert frá árinu 2014 meðan WNBA-deildin er í fríi. Free Brittney Griner. Say her name, because her freedom may depend upon it.https://t.co/yesfEZcY27— The Nation (@thenation) March 15, 2022 Það eru einmitt þessir samningar í Evrópu sem eru að færa bestu körfuboltakonunum stærsta hlutann af launum sínum. WNBA-leikmennirnir fá allt að fimm sinnum betur borgað í Rússlandi en í WNBA. Griner spilar með Phoenix Mercury í WNBA-deildinni og hún hefur unnið gull á Ólympíuleikunum með bandaríska landsliðinu.
NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira